Fréttablaðið - 29.08.2012, Page 28
KYNNING − AUGLÝSINGHeilsa MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 20128
HEILKORN STUÐLA AÐ
JAFNVÆGI Í ÞYNGD
Rétt fæðuval er mikilvægara en
hlutfallsleg skipting orkuefnanna
– kolvetna, fitu og próteina –
hvað varðar holdafar. Samkvæmt
niðurstöðum úr kerfisbundnu
yfirliti um matar æði og þyngdar-
breytingar sem birtar voru í
tímaritinu Food and Nutrition
Research nýlega eru minni líkur á
þyngdaraukningu eða aukningu
mittismáls ef fæðuvalið einkenn-
ist af ríflegri ávaxta- og grænmet-
isneyslu, neyslu heilkornaafurða,
fisks og mjólkur. Rífleg neysla
á kjöti, fínunnum kornvörum,
sætindum og orkuþéttum mat
ýtti hins vegar undir þyngdar-
aukningu eða aukið mittismál.
Sagt er frá rannsókninni á vef
landlæknisembættisins en Ingi-
björg Gunnarsdóttir, prófessor
við Háskóla Íslands, er einn
höfunda greinarinnar sem birtist
í Food and Nutrition Research. Á
síðunni er einnig að finna hlekk á
greinina.
www.landlaeknir.is
HEILAFÓÐUR
HOLLT OG GOTT
Nú hafa skólar hafið göngu sína
á ný og flestir námsmenn hafa
metnaðarfullar áætlanir fyrir
veturinn. Matur hefur ótrúlega
mikil áhrif á frammistöðu í námi.
Hér eru nokkur dæmi um heil-
næmt heilafóður:
Ferskvatnsfiskur er uppfullur
af Omega-3 fitusýrum sem er
uppáhaldsmatur heilans, en þær
eru líka í hnetum og hörfræjum.
Annað sem er í eftirlæti er matur
sem inniheldur soja, litríkir
ávextir, ber, blómkál og radísur.
Karrý kemur sterkt inn því það
inniheldur túrmerik sem verndar
heilann.
Kornmeti gefur heilanum orku og
svo eykur súkkulaði bæði gleði
og gáfur.
Hugsum vel um heilann
í haust!
KÖNGULÓ, VÍSAÐU MÉR Á BERJAMÓ Nú fer hver að verða síðastur
að krækja sér í nýtínd ber þar sem næturfrost er farið að gera vart við sig.
Hollusta berja er óumdeild enda eru þau auðug af vítamínum, steinefnum,
trefjaefnum og öðrum hollustuefnum. Sérstaklega eru þau rík af C-vítamíni
auk þess sem bláber geyma mikið E-vítamín í sér. C- og E-vítamín eru
andoxunarefni sem hægja á hrörnun og hindra myndun skaðlegra sindurefna
í líkamsfrumum okkar. Litarefnið anthocyanin sem er í bláberjum er einnig
talið vera ástæðan fyrir sérstöðu þeirra hvað varðar magn andoxunarefna. Í
krækiberjum er meira af járni en í bláberjum. Sé fólk að hugsa um línurnar
ættu ber að vera ofarlega á matseðlinum. Í 100 grömmum af berjum eru ekki
nema á bilinu 27-60 hitaeiningar, minnst í krækiberjum en mest í bláberjum.
Sama magn bláberja gefur 38 mg af C-vítamíni eða um tvo þriðjunga af
ráðlögðum dagskammti og fimmtung af ráðlögðum dagskammti fyrir E-vít-
amín. www.lydheilsustod.is
Við getum allar verið heilbrigðar & hamingjusamar.
Með KK-Eðaláskrift hefurðu aðgang að því
sem til þarf fyrir aðeins 7.990* á mánuði.
Með þátttöku í KK klúbbnum kemstu jafnt
í opna sem LOKAÐA tíma.
KK klúbburinn er klárlega hagstæðasta leiðin.
Allt þetta er innifalið í Baðhúsinu
fyrir aðeins kr. 7.990* á mánuði;
- Afró.
- Zumba.
- FondaFitness.
- Hot jóga.
- Heitt JógaTóning.
- Salsa.
- 80´s diskóveisla.
- CxWorX.
- Sálarspinning.
- Heilsuátak.
- Krossþjálfun.
- Tabata (Trx, Bosu, ketilbjöllur).
- Les Mills tímar.
- Óperuspinning.
- Stórátak.
- Tækjakennsla.
- FlexiFit.
- Hot Balance.
- o. m. fl.
Auk þessa fylgja eftirfarandi fríðindi
að verðmæti kr. 87.340;
- Árskort í Sundlaugar Reykjavíkur (ÍTR).
- 2 tímar hjá einkaþjálfara.
- Vikukort fyrir vinkonu.
- 5 stykkja booztkort.
- Handklæði við hverja komu.
Og auðvitað hefurðu líka aðgang að heitri laug,
vatnsgufu, sauna og notalegu hvíldarhreiðri.
Komdu í Baðhúsið - og náðu markmiðum þínum.
Við getum það allar.
Nánari upplýsingar á www.badhusid.is/kk
7.990* á mánuði í KK áskriftarklúbbnum, Eðaláskrift, lágmarkstími 12 mánuðir.
**Flugvallarskattar eru ekki innifaldir og greiðast sérstaklega. Valdar dags. í boði.
Lj
ós
m
yn
da
ri
K
ja
rt
an
M
ár
Heilbrigđ &hamingjusöm
Aðrar áskriftarleiðir einnig í boði frá kr. 5.490 á mánuði.
Skráðu þig í KK-Eðaláskrift dagana 20. -30. ágúst og við gefum þér flugmiða til London!með Iceland Express**Verðmæti um 40.000 kr.