Fréttablaðið - 21.08.2012, Qupperneq 4
21. ágúst 2012 ÞRIÐJUDAGUR4
GENGIÐ 20.08.2012
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
206,9568
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
119,49 120,07
187,54 188,46
147,23 148,05
19,772 19,888
20,132 20,250
17,908 18,012
1,5023 1,5111
180,07 181,15
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR
SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
SKIPULAGSMÁL Hátt í fjórtán þús-
und manns hafa skrifað undir
mótmæli gegn byggingu hótels við
Austurvöll og menningarhúss á
Ingólfstorgi á undirskriftasíðunni
ekkihotel.is.
Á síðunni er vinningstillögu að
skipulagi við Austurvöll, Kirkju-
stræti og Ingólfstorg sem var til
sýnis til 15. ágúst mótmælt. Það er
svokallaður BIN-hópur sem stend-
ur fyrir undirskriftasöfnuninni,
en hann varð til þegar hugmyndir
um byggingu hótels við Ingólfs-
torg komu fram árið 2009. - sh
Á móti hóteli við Austurvöll:
Fjórtán þúsund
skrifað undir
UMDEILT HÚS Mestur styr hefur staðið
um skemmtistaðinn Nasa við Austurvöll.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SLYS Bílvelta varð uppi á Holta-
vörðuheiði um kvöldmatarleytið
á sunnudag. Enginn slasaðist
alvarlega að sögn lögreglunnar í
Borgarnesi.
Labradorhundur var með í bíln-
um er slysið varð. Varð hann
heldur hrelldur, tók til fótanna
og hljóp til fjalla. Að sögn lög-
reglunnar sá vegfarandi til hans
í gær og var hann þá kominn nær
byggð en enn hefur ekki tekist
að finna hann. Lögreglan biður
vegfarendur að hafa samband í
síma 433-7612 verði þeir hvuttans
varir. - jse
Bílvelta á Holtavörðuheiði:
Hundurinn enn
uppi á heiðum
GRIKKLAND Enn á ný þurfa Grikkir
að biðja um meiri fjárhagsaðstoð
til að ná endum saman í ríkisbú-
skapnum. Þýskir ráðamenn hafa
tekið illa í slíkt og sagt Grikki fyrst
þurfa að standa við sparnaðar loforð
sín.
„Ég hef alltaf sagt að við getum
hjálpað Grikkjum, en við getum
ekki hent peningum í botnlausa
hít,“ sagði til dæmis Wolfgang
Schäuble, fjármálaráðherra Þýska-
lands, á laugardaginn.
Og Philip Rösler, sem er bæði
efnahagsráðherra og aðstoðar-
kanslari Þýskalands, sagði nýver-
ið að tilhugsunin um brotthvarf
Grikklands af evrusvæðinu væri
hætt að vera skelfileg.
Hins vegar sagði Jörg Asmus-
sen, þýskur embættismaður í seðla-
banka Evrópusambandsins, að
brotthvarf Grikkja af evrusvæðinu
yrði dýrkeypt, þó vissulega væri
það viðráðanlegt.
„Því myndi fylgja minni hag-
vöxtur og meira atvinnuleysi, og
það yrði mjög dýrt – í Grikklandi, í
allri Evrópu og líka í Þýskalandi,“
sagði Asmussen.
Gríska ríkisstjórnin var í gær að
ganga frá síðustu endunum í 11,6
milljarða evra sparnaðarpakka,
sem þó dugar ekki til því enn vant-
ar 2,5 milljarða evra til að standa
straum af næstu stóru afborgunum
lána, í viðbót við það sem áður var
talið að þyrfti.
Megnið af sparnaðinum á að
nást með því að lækka lífeyris-
greiðslur og velferðarbætur. Þetta
yrði í fjórða sinn síðan 2010 sem
gríska stjórnin lækkar greiðslur til
lífeyris þega, en þær hafa nú þegar
verið lækkaðar um 40 prósent.
Þá stendur til að 34 þúsund ríkis-
starfsmenn missi vinnuna, en í stað-
inn verða þeir skráðir í svokall-
að varavinnuafl, þar sem þeir fá
greiddan hluta launa sinna í eitt eða
tvö ár, eða þangað til þeim verður
endanlega sagt upp.
Hvort Evrópusambandið og
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telja
þetta duga kemur í ljós í næsta
mánuði, þegar fulltrúar ESB, AGS
og seðlabanka Evrópusambands-
ins gefa út mat sitt á frammistöðu
grísku stjórnarinnar. Mat þeirra
ræður úrslitum um það hvort
Grikkir fá frekari fjárhagsaðstoð
úr neyðarsjóðum ESB og frá AGS.
Antonis Samaras forsætisráð-
herra verður síðan á ferðalögum í
Þýskalandi og Frakklandi í þessari
viku, þar sem hann ætlar að reyna
að sannfæra bæði Angelu Merkel
Þýskalandskanslara og Francois
Hollande Frakklandsforseta um
að slá af ítrustu kröfum.
gudsteinn@frettabladid.is
Grikkir þurfa enn á
ný meiri aðstoð
Seðlabanki Evrópusambandsins segir að það yrði öllum ríkjum Evrópusam-
bandsins dýrkeypt ef Grikkir hrektust úr evrusamstarfinu. Þýskir ráðamenn
þverneita enn að veita Grikkjum meira svigrúm til að ná endum saman.
UTANRÍKISRÁÐHERRARNIR DIMITRIS AVRAMOPÚLOS OG GUIDO WESTERWELLE
Grískir og þýskir stjórnmálamenn hafa margt að ræða á næstu dögum og vikum.
NORDICPHOTOS/AFP
UMHVERFISMÁL Slæmt árferði í
fyrra virðist hafa komið verr
niður á stofni heiðagæsa en grá-
gæsa að því er fram kemur á vef
Umhverfisstofnunar.
„Samkvæmt talningum þá var
grágæsastofninn um 119 þúsund
fuglar 2011 og heiðagæsastofn-
inn um 250 þúsund fuglar,“ segir
á vefnum, en heiðagæsastofn-
inn hafi áður verið um 300 til
350 þúsund gæsir. Veiðitímabil á
grágæs og heiðagæs hófst í gær,
mánudaginn 20. ágúst.
„Meðalveiði á ári ef skoðuð eru
síðustu tíu árin eru um fjörutíu
þúsund grágæsir og um fimmtán
þúsund heiðagæsir. Grágæsa-
veiðin var hvað mest árið 2009 af
þessum tíu árum en þá var hún
rúmir 58 þúsund fuglar. Veiði á
heiðagæs var að sama skapi mest
árið 2009 eða tæplega tuttugu
þúsund fuglar,“ segir í umfjöllun
Umhverfisstofnunar.
Bent er á að blesgæs sé áfram
friðuð, líkt og undanfarin ár.
„Þar er mjög mikilvægt að
veiðimenn virði þá friðun þannig
að hægt sé að byggja þennan
stofn upp. Góður árangur hefur
náðst með friðuninni þar sem
fækkunin hefur stöðvast og vís-
bendingar eru um að stofninn sé
farinn að vaxa á ný.“
Fram kemur að í ár hafi Skot-
vís, Olís og Umhverfisstofnun
endurvakið átakið „Láttu þitt
ekki eftir liggja“ sem miðar að
því að hvetja veiðimenn til að
ganga vel um landið og skilja
ekki eftir sig annað en spor sín á
veiðislóð.
- óká
Byrjað var að veiða grágæs og heiðagæs í gær en blesgæs er enn friðuð:
Slæmt árferði kemur niður á heiðagæsastofni
JÓLAMATURINN Svona getur gæsin litið
út þegar hún er komin úr ofninum.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
32°
33°
27°
24°
30°
31°
22°
22°
28°
22°
33°
26°
29°
22°
28°
21°
18°Á MORGUN
Fremur hægur vindur
víða um land.
FIMMTUDAGUR
Fremur hægur vindur
víða um land. 13 12
11
111111 12 11
14 14
15
15
14
13
13
13
13
12
12
12
10
4
5
7
5 4
5
3
3
4
8
3
DÁLÍTIL RIGNING
verður á landinu
næstu daga. Úr-
koman verður ekki
samfelld og það
er ekki útilokað
að aðeins sjáist til
sólar. Vindur verður
fremur hægur en
hitastigið sígur
hægt niður á við
eftir því sem á
vikuna líður.
Ingibjörg
Karlsdóttir
veður-
fréttamaður
KÍNA, AP Gu Kailai hlaut í gær skil-
orðsbundinn dauðadóm í Kína
fyrir að hafa myrt breskan kaup-
sýslumann.
Venjan í Kína
er sú að slíkum
dómi er eftir
tveggja ára
fangelsi breytt
í ævilangt fang-
elsi, og mögu-
leiki jafnframt
á því að losna úr
fangelsi síðar
meir vegna góðrar hegðunar.
Þjónn hennar hlaut níu ára
fangelsi fyrir að aðstoða hana við
morðið og fjórir lögreglumenn
fengu fimm til ellefu ára fangels-
isdóma fyrir að reyna að hylma
yfir með henni. Enn hefur ekki
verið upplýst hvers vegna eigin-
maður hennar, stjórnmálamað-
urinn Bo Xilai, var á sínum tíma
rekinn. - gb
Fékk skilyrtan dauðadóm:
Breytist í ævi-
langt fangelsi
NOREGUR 72 ára gömul bandarísk
nunna fer líklega í DNA-próf á
næstunni til að sannreyna hvort
hún sé barnabarn listamannsins
Edvards Munch. Norska ríkisút-
varpið greindi frá þessu.
Hingað til hefur verið talið að
Munch hafi verið barnlaus, en
að sögn nunnunnar Janet Weber
var henni greint frá því að móðir
hennar og tvíburasystir hennar
hefðu verið dætur hans. Honum
hafi hins vegar aldrei verið
greint frá því. Weber hefur feng-
ið Sally Epstein sérfræðing til
liðs við sig og segir Epstein ljóst
að Munch hafi átt í sambandi við
ömmu Weber, tónlistarkonuna
Evu Mudocci, árið áður en hún
eignaðist tvíburadæturnar. - þeb
72 ára bandarísk nunna:
Telur sig barna-
barn Munchs
GU KAILAI
Ég hef alltaf sagt að
við getum hjálpað
Grikkjum, en við getum ekki
hent peningum í botnlausa
hít.
WOLFGANG SCHÄUBLE
FJÁRMÁLARÁÐHERRA ÞÝSKALANDS