Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.08.2012, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 21.08.2012, Qupperneq 8
21. ágúst 2012 ÞRIÐJUDAGUR8 1. Hvar er hæsta húsaleiguverðið á höfuðborgarsvæðinu? 2. Hvað vill norska strandgæslan fá í skaðabætur vegna Goðafoss? 3. Hvaða hlutverk fer leikkonan Jóhanna Vigdís Arnardóttir með í uppsetningu Borgarleikhússins í vetur? SVÖR: 1. Í Vesturbænum 2. 85 milljónir norskra króna 3. Mary Poppins ÁGÚSTTILBOÐ 50 stk. Verð áður 487 kr. 414 KR. TILBOÐSVERÐ TAKTU KAFFIÐ MEÐ ÞÉR! Vnr. 83010208 LITAÐIR PAPPABOLLAR Stórhöfða 42, Reykjavík Austursíðu 2, Akureyri 587 7788 papco.is Góð þjónusta fyrir fyrirtæki og stofnanir Sími 570 2400 · oryggi.is Stöndum vaktina allan sólarhringinn Skoðaðu úrvalið í sýningarsal okkar að Askalind 1, Kópavogi. Heimilisleg hjúkrunarrúm Úrval hjúkrunarrúma með rafknúnum stillingum, ásamt vönduðum náttborðum. Þýsk gæðavara á hagstæðu verði. STJÓRNSÝSLA Áfengis- og tóbaks- verslun ríkisins telur sér óheimilt að veita upplýsingar um sölu fyrir- tækisins á áfengi án áfengisgjalds. Þann 10. júlí síðastliðinn óskaði Fréttablaðið eftir því við ÁTVR að fá upplýsingar um heildarsölu fyrir tækisins samkvæmt reglum um aðila sem rétt hafa á því að kaupa áfengi á kostnaðar- verði . Spurt var um tíma- bilið 2005 til 2012 og beðið um sundurliðun eftir hverjum og einum sem heyrir undir reglurnar. „ÁTVR telur að það sé óheimilt að veita upplýsingar sem snerta viðskiptavini. Jafnframt er það skoðun ÁTVR að upplýsingalögin taki ekki til svona tilvika enda taki þau til málefna viðkomandi stofn- unar en ekki þriðja aðila,“ segir í svari sem barst 16. júlí frá Sigrúnu Ósk Sigurðardóttur, aðstoðarfor- stjóra ÁTVR. Nánar um málið segir í svari ÁTVR að þótt starfsemi fyrirtæk- isins sé í stórum þáttum stjórn- sýslulegs eðlis sé fyrirtækið engu að síður einkaaðili í skilningi upp- lýsingalaga. „Lögin taka aðeins til starfsemi einkaaðila að því leyti sem þeim hefur verið falið opinbert vald til þess að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna,“ segir ÁTVR sem kveður sölu áfengis, hvort sem hún sé til einkaaðila eða opinberra aðila eins og ráðuneyta, ekki falla í þennan flokk. „Salan er hluti af þjónustustarfsemi ÁTVR sem er afdráttarlaust undanþegin skyldu til afhendingar upplýsinga. Fyrir- spurnin fellur þannig utan gildis- sviðs laganna og er því hafnað.“ Í framhaldi af svari ÁTVR ósk- aði Fréttablaðið þann 17. júlí eftir upplýsingum um áfengisinnkaup beint frá þeim aðilum sem falla undir áðurgreindar reglur sam- kvæmt ákvörðun ríkisstjórnar- innar. Þetta eru embætti forseta Íslands, Alþingi, ráðuneyti, emb- ætti biskups Íslands auk sjálfs fyrirtækisins ÁTVR. Aðeins hafa borist upplýsingar frá forseta- embættinu, sem svaraði 23. júlí og mennta- og menningarmálaráðu- neytinu sem svaraði 13. ágúst. Aðrir ýmist hafa ekki svarað eða vísa til tímaskorts vegna sumar- leyfa. Meðal þess sem kemur fram í svörunum er að forsetaembætt- ið keypti áfengi á kostnaðarverði fyrir 1.858.916 krónur árið 2008 og fyrir 1.887.410 krónur á árinu 2011. Sömu tölur fyrir menntamálaráðu- neytið eru 1.063.460 krónur árið 2008 og 797.494 krónur í fyrra. Sala án áfengisgjalds ekki upplýst af ÁTVR ÁTVR neitar að upplýsa um sölu á áfengi á kostnaðarverði til ríkisstofnana. Aðeins menntamálaráðuneytið og forsetaembættið hafa svarað Fréttablaðinu um innkaupin frá því fyrirspurn var send viðkomandi aðilum um miðjan júlí. SIGRÚN ÓSK SIGURÐARDÓTTIR ÁFENGISVERSLUN ÁTVR Lög mæla fyrir um að tilteknir aðilar sem ríkisstjórnin ákveður og þeir sem njóta skattfrelsis á Íslandi samkvæmt alþjóðasamningum megi kaupa áfengi af ÁTVR án þess að borga áfengisgjald. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON LÖGREGLUMÁL Ungur maður er mjög lemstraður, skorinn og marinn í andliti eftir að hafa í tvígang orðið fyrir árás hóps manna aðfaranótt sunnudags. Árásarmennirnir, sem í fyrra skiptið voru þrír en hafði fjölgað um einn í það seinna, voru allir handteknir og yfirheyrðir. Ástæða barsmíðanna, að sögn Jóhannesar Jenssonar, yfirmanns rannsóknardeildar lögreglunn- ar á Suðurnesjum, var sú að einn fjórmenninganna taldi að sá sem fyrir ofbeldinu varð væri klæddur í peysu eða jakka í sinni eigu. Ekki liggur fyrir hvort það átti við rök að styðjast en hann fann sig alltént knúinn til að hefna þess og freista þess að endurheimta flíkina. Við það fékk hann aðstoð félaga sinna, en í seinna skiptið þurftu þeir einnig að halda aftur af vinafólki fórnarlambsins, sem reyndi að koma því til hjálpar. Alls tóku sjö þátt í slagsmálunum þegar mest lét. Málið er enn í rannsókn. Á svipuðum tíma braust hálfþrí- tugur maður inn í íbúðarhús í bænum og gekk í skrokk á húsráð- anda sem hafði vaknað við ólæt- in þegar húsbrjóturinn mölvaði rúðuna í útidyrunum. Svo virðist sem hann hafi ætlað að gera upp sakir við mann sem reyndist alls ekki vera á staðnum. - sh Fimm menn handteknir vegna líkamsárása í Reykjanesbæ um helgina: Deila um flík leiddi til hópslagsmála ANNASAMT Helgin var nokkuð annasöm hjá lögreglunni á Suðurnesjum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Save the Children á Íslandi HJÁLPARSTARF Landssöfnun er hafin fyrir Fjölskylduhjálp Íslands og kjóla- og nytjamarkaður samtak- anna í Eskihlíð í Reykjavík verður opnaður aftur eftir breytingar 22. ágúst næstkomandi. Í tilkynningu frá Fjölskyldu- hjálpinni segir að samtökin biðli nú til landsmanna allra um fram- lög, enda sé mikil þörf á aðstoð til handa þeim sem standa höll- um fæti í þjóðfélaginu. Í fyrra afgreiddi Fjölskylduhjálpin 26.000 matargjafir til yfir fimm þúsund fjölskyldna og einstaklinga. - sh Fjölskylduhjálpin safnar: Kjólamarkaður opnar aftur VEISTU SVARIÐ? Salan er hluti af þjónustustarfsemi ÁTVR sem er afdráttarlaust undanþegin skyldu til afhendingar upplýsinga. SIGRÚN ÓSK SIGURÐARDÓTTIR AÐSTOÐARFORSTJÓRI ÁTVR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.