Fréttablaðið - 21.08.2012, Page 11

Fréttablaðið - 21.08.2012, Page 11
ÞRIÐJUDAGUR 21. ágúst 2012 11 DANMÖRK Umboðsmaður neytenda í Dan- mörku á í framtíðinni að fá möguleika til að fylgjast með verðstefnu bankanna. Þar með munu bankar fara undir sama hatt og selj- endur notaðra bíla, útvarpa, reiðhjóla og alls mögulegs annars. Á fréttavef Politiken segir að þetta sé liður í víðtækri áætlun danskra stjórnvalda um aukið gagnsæi í neytendamálum. Þar til árið 2002 fylgdist umboðsmaður neytenda í Danmörku með verðupplýsing- um bankanna en margra ára deilu þáver- andi umboðsmanns og lánastofnana lauk með því að danska þingið fól fjármálaeftir- litinu verkefnið. Það hefur hins vegar um árabil sætt gagnrýni fyrir að gera ekki nóg. Verkefninu verður framvegis sinnt af bæði umboðsmanni neytenda og fjármálaeftir- litinu. Við nýlega könnun danska fjármálaeftir- litsins á þrjátíu bönkum komu í ljós villur í verðupplýsingum 29 banka. Sumir voru kærðir til lögreglu en aðrir fengu áminn- ingu og sektir, að því er kemur fram á vef Politiken. Þar er jafnframt greint frá því að hægt verði að sekta banka fyrir að gefa viðskipta- vinum slæm ráð um lán. Viðskiptavinir eiga ekki lengur að geta keypt húsnæði sem er eiginlega of dýrt með því að fjármagna það með ódýrum en jafnframt áhættusömum lánum. - ibs Dönsk stjórnvöld leggja fram víðtæka áætlun um gagnsæi í neytendamálum til að auka öryggi: Aukið eftirlit með verði og ráðgjöf banka Í DANMÖRKU Hægt verður að sekta banka gefi þeir slæm ráð um lán. NORDICPHOTOS/AFP SJÁVARÚTVEGUR Smábáturinn Bíldsey SH setti á dögunum nýtt aflamet. Báturinn kom með 22,5 tonn í land eftir túr þann 13. ágúst og hefur smábátur yfir tíu brúttó- tonnum aldrei veitt meira. Fyrra metið var 22,3 tonn. Frá þessu er greint á vef Aflafrétta. Báturinn er þrjátíu tonna krók- aflamarksbátur með fjóra í áhöfn. Aflinn sem var að mestu leyti þorskur var tekinn á sextán rekka eða 19.600 króka. Þorskurinn fór allur beint í sölu en aðrar tegundir voru seldar á fiskmarkaði. Skip- stjórinn gerir ráð fyrir því að verð- mæti aflans nemi milli sjö og átta milljónum króna. - bbi Átta milljónir í dagstúr: Bíldsey SH setti nýtt aflamet DANMÖRK Nær sex af hverjum tíu Dönum hafa síðastliðið ár keypt bjór og gosdrykki í verslunum í Þýskalandi rétt við landamæri Danmerkur, að því er niðurstöð- ur könnunar dönsku kaupmanna- samtakanna sýna. Fyrir fjórum árum var þessu öfugt farið. Þá svöruðu 62 pró- sent að þau versluðu aldrei eða næstum aldrei hinum megin landamæranna. Stór hluti drykkjanna sem Danir kaupa í Þýskalandi er framleiddur í Danmörku. Í fyrra fluttu Danir út 1,2 milljarða eininga til landamæraverslana í Þýskalandi. - ibs Viðskipti við landamærin: Danir kaupa danskan bjór í Þýskalandi DANSKUR BJÓR Bjórinn sem Danir kaupa í Þýskalandi er oft danskur. HEILBRIGÐISMÁL Stöðvuð hefur verið sala á tveimur tegund- um fæðubótarefna í verslunum Sportlífs, jafnt á netinu sem í verslunum í Glæsibæ og Holta- görðum. Á vef Matvælastofnunar kemur fram að um sé að ræða Vitamin B-Complex 75 frá fyrirtækinu BioTech USA í Bandaríkjunum og StressCaps frá franska fyrirtæk- inu FoodCaps. Í báðum tilvikum var í fæðubótarefnunum að finna plöntuafurðir sem fengið hafa B- flokkun lyfja hjá Lyfjastofnun. - óká B-flokkuð lyf fundust: Sala fæðubótar- efna stöðvuð FJÖLMIÐLAR Mikael Torfason, blaða- maður og rithöfundur, hefur verið ráðinn ritstjóri Fréttatímans við hlið Jónasar Haraldssonar. „Báðir hafa þeir áratuga reynslu af fjölmiðlum, Jónas yfir 35 ára reynslu en Mikael hefur verið kraftmikill blaðamaður á Íslandi síðustu sextán ár,“ segir í tilkynn- ingu. Um leið tekur Valdimar Birgisson, auglýsingastjóri Frétta- tímans, við framkvæmdastjór- astarfinu af Teiti Jónassyni. Teitur verður áfram útgefandi blaðsins og útgáfustjóri. Breytingarnar eru sagðar liður í endurskipulagningu en eignarhald verði áfram óbreytt. - óká Eignarhald áfram óbreytt: Fréttatíminn ræður ritstjóra LEIKHÚSKORT Á VILDARKJÖRUM Arion banki býður viðskiptavinum í Vildarþjónustu Leikhúskort Þjóðleikhússins á sérstökum vildarkjörum. Veldu þér fjórar sýningar af spennandi efnisskrá Þjóðleikhússins og settu þær á Leikhúskortið þitt. Þú finnur allt um efnisskrá Þjóðleikhússins á leikhusid.is. Almennt kort 10.900 kr. – fullt verð er 12.900 kr. Ungmennakort fyrir 25 ára og yngri 7.900 kr. – fullt verð er 9.900 kr. Afslátturinn gildir ef greitt er með greiðslukorti frá Arion banka. Gildir til og með 3. september nk. Leikhúskortin fást í miðasölu Þjóðleikhússins. Miðasalan er opin alla daga milli 12 og 18, síminn er 551 1200.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.