Fréttablaðið - 21.08.2012, Síða 12

Fréttablaðið - 21.08.2012, Síða 12
21. ágúst 2012 ÞRIÐJUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is ER GENGISSKRÁNING íslensku krónunnar. Gengi krónunnar hefur styrkst um 9,3% frá 1. maí. 207,0 Ármúla 7 | 108 Reykjavík | 5 500 600 | www.icelandexpress.is F ÍT O N / S ÍA Ertu með í fjörið? 15.700 kr.* *Aðra leið með sköttum og öðrum greiðslum. Takmarkað sætaframboð, valdar dagsetningar og valin flug. Köben / London / Berlín frá: 590 0100 | www.expressferdir.is Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting í þrjár nætur á Holiday inn Express Berlin City Centre*** Gerðu betri kaup í Berlín! Verð á mann í tvíbýli frá: 14.–17. september 2012 64.900 kr. TAKMARKAÐ SÆTAFRAMBOÐBÓKAÐU NÚNA! Tekjur Hörpu, án framlags eig- enda, á rekstrarárinu 2012 eru 255,9 milljónum króna lægri en lagt var upp með. Þá er kostnað- ur við rekstur Hörpu 233,9 millj- ónum króna hærri. Því munar alls um 489,8 milljónum króna á því sem lagt var upp með í nýj- ustu áætlunum fyrir árið 2012. Til viðbótar leggja eigendur Hörpu, íslenska ríkið og Reykja- víkurborg, Hörpu til 983 milljón- ir króna í ár. Það fé fer í greiðslu fjármagnskostnaðar. Þetta kemur fram við saman- burð á rekstraráætlun Portus- samstæðunnar, sem á Hörpu, fyrir árin 2011-2014 og úttekt sem KPMG gerði á rekstri og skipulagi Hörpu og skilað var nú í lok maí. Fréttablaðið hefur rekstraráætlunina undir höndum. Í KPMG-úttektinni kom fram að rekstrartap Hörpu yrði 407 millj- ónir króna í ár. Fyrri rekstraráætlunin var kynnt fyrir stjórn Austurhafn- ar-TR, eignarhaldsfélags í eigu íslenska ríkisins og Reykjavíkur- borgar sem á allt hlutafé í Portus- samstæðunni, í byrjun febrúar 2011, eða sextán mánuðum áður en KPMG skilaði úttekt sinni. Ljóst er að fátt hefur staðist í þeirri áætlun sem upphaflega var lögð fram. Samkvæmt henni áttu tekjur af ráðstefnuhaldi til að mynda að vera 216,4 milljónir króna í ár. Í úttekt KPMG segir að þær verði líkast til 130,7 milljónir króna. Samkvæmt áætluninni sem lögð var fram í fyrra voru forsvars- menn Hörpunnar afar bjartsýnir á þessa tekjuöflunarleið. Þar segir meðal annars að „fyrstu árin mun Harpa ekki vera með hótel, sem takmarkar möguleika hússins á að vinna markaðshlutdeild þó að það séu hótel í nágrenninu. Hér verður því gert ráð fyrir að Harpa nái 45% markaðshlutdeild árið 2012 eða rúmlega 52.000 manns. Gert er ráð fyrir að markaðshlut- deild Hörpu aukist úr 45% í 52% á þremur árum um leið og mark- aðurinn stækkar vegna fjölgunar ferðamanna og þar sem ráð- Munar um hálfum milljarði á áætlunum Í rekstraráætlun Hörpu sem lögð var fram í fyrra kemur fram að húsið ætlaði sér strax 45 prósenta markaðshlutdeild á ráðstefnumarkaði. Nánast allar tekjur lægri og gjöld hærri en lagt var upp með. Munurinn er um hálfur milljarður. HARPA Tekjur hússins hafa verið mun lægri en rekstraráætlun gerði ráð fyrir og kostnaður meiri. Hinn aukni kostnaður er þó að langmestu leyti vegna hærri fasteignagjalda. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA stefnum vegna fagfélaga fjölg- ar. […] Reiknað er með að hótel- ið verði komið í notkun síðla árs 2013.“ Nú er talið að hótelið muni taka til starfa árið 2015. Þá var talið að framlag frá eignar haldsfélaginu Stæðum, sem sér um rekstur bílastæða- húss Hörpu, yrði 133,2 milljónir króna. Í raun varð það 37 millj- ónir króna. Eini tekjuliðurinn, fyrir utan fasta leigutaka, sem virðist hafa staðist er vegna tekna af listvið- burðum. Í áætluninni segir að gert hafi verið ráð fyrir 196 þús- und gestum á tónlistarviðburði á árinu 2012 og að 2,5 prósenta aukning verði á milli ára. Við það mat var miðað við „þekktar aðsóknartölur fastra notenda Hörpu á síðasta ári, s.s. SÍ, ÍÓ, Listahátíð, Airwaves og aðrar tón- leikaraðir og hátíðir sem hafa hug á að hafa starfsár sitt í Hörpu. Gert er ráð fyrir 20% aukningu á tölurnar vegna flutnings þess- ara aðila í betri og stærri húsa- kynni í Hörpu.“ Auk þess var gert ráð fyrir sextíu prósenta nýtingu á sölunum í hvert skipti sem tón- leikar færu þar fram. Gert var ráð fyrir því að um 55 þúsund manns kæmu sérstak- lega í veislur á borð við brúð- kaup, árshátíðir og erfisdrykkjur í Hörpu á hverju ári. Í áætluninni segir: „Um getur verið að ræða erlenda gesti sem eru hér á landi á ráðstefnum og njóta kvöldverð- ar í sölum hússins, innlenda gesti sem koma á árshátíðir fyrirtækja í húsinu og/eða einkasamkvæmi sem haldin eru í húsinu. Það er gert ráð fyrir að tekjuaukning í salaleigu vegna veislugesta verði 10% milli áranna 2012 og 2013 en aukist svo upp í 15% milli áranna 2013 og 2014.“ Í lok síðasta árs var tilkynnt að hætt væri að bóka árshátíðir í Hörpu þar sem slíkur gleðskapur var ekki talinn fara saman við aðra starfsemi í húsinu. thordur@frettabladid.is (upphæðir í milljónum króna) Tekjur: Leigutekjur Sinfónía 111,5 122,8 Leigutekjur Ísl. óperan 40,5 48,6 Listviðburðir 113,3 144,6 Ráðstefnur 216,4 130,7 Rekstrarleyfissamningar 143,4 122,7 Samstarfsverkefni 67,5 3,4 Miðasöluþóknanir - 92,8 Framlag frá Stæðum 133,2 37 Aðrar tekjur 65,8 20,3 Rekstrartekjur samtals 978,8 722,9 Gjöld: Laun og launatengd gjöld 231,4 309 Bruna- og viðlagatrygging - 22,6 Fasteignaskattar og gjöld 99 336,9 Húsnæðiskostnaður 181 162,6 Viðhald 106,2 56,1 Samstarfsverkefni 40,5 1 Markaðskostnaður 61,4 52,1 Annar rekstrarkostnaður 155,3 80,9 Kostnaður við miðasölu - 60,9 Kostnaður vegna útleigu - 47 Rekstrarkostnaður samtals 895,6 1.129,5 Rekstraráætlun Portusar fyrir árið 2012 Áætlun kynnt í febrúar 2011 Áætlun í úttekt KPMG í maí 2012

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.