Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.08.2012, Qupperneq 15

Fréttablaðið - 21.08.2012, Qupperneq 15
ÞRIÐJUDAGUR 21. ágúst 2012 15 Evrópumál Í fyrri greinum hef ég rakið þann mikla ávinning sem við höfum haft af opnun hagkerfisins með EES-samningnum en líka rætt hversu berskjölduð við urðum þá fyrir hræringum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Markmið okkar hlýtur nú að vera að koma Íslandi aftur í full tengsl við hið alþjóðlega viðskiptaumhverfi, en tryggja okkur líka fullnægj- andi hagvarnir svo að við verðum ekki aftur jafn berskjölduð og við höfum verið síðustu ár. Og stóra spurningin er hvort það sé mögu- legt innan EES eða hvort það verði auðveldara með aðild að ESB? Fyrst af öllu þurfum við þá að greina rétt þann vanda sem nú steðjar að mörgum Evrópuríkjum. Sumir kenna evrunni um stöðuna og aðrir segja vandamálið einung- is vera skuldavanda sumra aðild- arríkja evrunnar. Málið er hins vegar flóknara er svo. Fjármálakreppan frá 2008 hefur nú þróast í torleysta skulda- kreppu. Heimili á Vesturlöndum hafa um áratugi gengið á eigið fé og aukið skuldsetningu sína. Þetta á við um Bandaríkin, Bret- land, ýmis evruríki og svo Ísland, en í misríkum mæli. Skuldsetn- ing í atvinnulífi hefur líka aukist í kjölfar sífellt fjölbreyttara fram- boðs á fjármálaþjónustu. Sama má svo segja um hið opinbera – ríki og sveitarfélög – í ýmsum ríkjum. Evran greiddi að mörgu leyti fyrir þessari þróun, því með henni fengu flest aðildarríkin og bankar þeirra aðgang að lánsfé á mun lægri kjörum en þeim hefðu ella boðist. Fleiri og fleiri gátu því tekið hærri og hærri lán. En það þurfti ekki evruna til – þar er reynsla Íslendinga ólygnust. Bætt lánshæfismat íslenska ríkis- ins nýttist íslenskum bönkum til útþenslu með sama hætti. Grunnurinn að vandanum er því skuldsetning heimila, fyrir- tækja og opinberra aðila. Þeim mun fleiri þættir efnahagslífsins sem eru skuldsettir upp í rjáfur, því minna svigrúm er til að tak- ast á við óvænt áföll. Þess vegna er enginn eðlismunur á orsök- um vanda evruríkjanna Spánar, Írlands og Portúgals og svo Lett- lands, Ungverjalands og Bret- lands. Eini munurinn felst í því hversu víðtæk skuldsetningin var og hvort það var ríkið sjálft, sveit- arfélögin, bankakerfið, heimilin eða fyrirtækin sem stofnuðu til skuldanna. Sú staðreynd að regl- ur innri markaðarins byggja á því að hvert ríki um sig styðji við og regli eigið fjármálakerfi veld- ur því hins vegar að vandi banka verður fljótt vandi þjóða á hinum evrópska markaði. Þar gildir einu hvort við eigum í hlut eða evru- ríki. Spurningin er bara hversu vel eða illa gengur að komast hjá því að bankakerfi í vanda verði við- komandi þjóð að fótakefli. Þegar harðnar á dalnum hætta bankar að geta lánað og lánsfé verður torfengnara og hækkar í verði. Bankar vilja að lán séu greidd upp eða vextir hækki. Afleiðingarnar verða ólíkar eftir því hvaða land á í hlut, en þær eru alltaf erfiðar. Ísland byggði allt sitt á erlendum lánum. Fyrir vikið komu áhrif versnandi skil- yrða að fullu og öllu fram á gjald- eyrismarkaðnum. Erlendir bank- ar heimtuðu að íslenskir skuldarar borguðu lánin sín. Spákaupmenn vildu líka breyta krónunum sínum í evrur. Enginn gjaldeyrir var til og krónan hrundi. Evran veldur því að kreppan hefur annars konar áhrif á evru- ríkin. Innan evrusvæðisins er ekki um gjaldeyrisyfirfærslur að ræða. Þar koma afleiðingar fram á skuldabréfamarkaði, þar sem áhættuálag á skuldug ríki og skulduga banka eykst. Ríkin þurfa að verja meira fé til að styðja við fjármálakerfi sín. Hóflegar ríkis- skuldir geta fljótt orðið algerlega óviðráðanlegar þegar vaxtastigið fer upp úr öllu valdi. Vandinn er sá sami, en afleiðingarnar verða aðrar. Hið öfugsnúna er að við núver- andi aðstæður ýkir evran aðstöðu- mun aðildarríkjanna. Lántöku- kostnaður Þjóðverja hefur þannig lækkað stórlega á meðan kostnað- ur annarra hefur hækkað. Spán- verjar og Ítalir hafa undanfar- ið þurft að borga 6-7% vexti á 10 ára skuldabréfum, en Þjóðverj- ar borga nú rétt rúmt prósent og njóta neikvæðra vaxta á bréfum til tveggja ára – fjárfestar borga sem sé fyrir að fá að lána Þjóð- verjum peninga til skamms tíma. Fjármögnunarkjör þessara þjóða voru hins vegar áþekk fyrir 2008. Þjóðverjar hafa þannig sparað sér tugi milljarða evra í vaxtagjöld á þessu ári einu, á meðan öll önnur lönd þurfa að skuldsetja sig – og almenning – til að standa skil á vaxtagreiðslum, sem oftar en ekki renna á endanum til þýskra banka. Þetta ójafnvægi hefur sífellt víðtækari áhrif. Vaxtastig það sem ríkið borgar er það gólf sem vaxtastig allra annarra miðast við. Þannig mun vaxtakostnaður ítalskra og spænskra fyrirtækja rjúka upp að óbreyttu þegar þar- lendir bankar munu hækka vexti. Augljóst virðist því að þessi staða muni að óbreyttu valda vaxandi misvægi á evrusvæðinu, sem birt- ist í lakari samkeppnisstöðu banka í ríkjum í erfiðleikum, hættu á fjármagnsflótta og mismun í fjár- mögnunarkjörum ríkja sem er langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Evran hafði þannig áhrif til að auka skuldsetningu sumra evru- ríkja og hún ýtir – við núverandi aðstæður – undir misvægi milli aðildarríkja, en hún er sem slík hvorki orsök vanda allra evru- ríkja né hindrun í vegi skynsam- legra lausna á vandanum. Ekki má gleyma því að evran kemur líka í veg fyrir að menn geti beitt hefð- bundnum lausnum sem ríki hafa gripið til í alvarlegum fjármála- kreppum hingað til – stórfelldum gengisfellingum, höftum á fjár- magnsútstreymi og einangrun- arstefnu í milliríkjaviðskiptum. Það er auðvelt að mæla með hinni „íslensku leið“ stórfelldrar gengis- fellingar – sem felur í sér launa- lækkun um tugi prósenta – en við vitum líka að slík leið skapar engin verðmæti heldur einfaldlega flyt- ur þau til. Ef allir færu hana, væru allir á sama stað. Ef evran á að lifa, þurfa aðild- arríkin að takast á við hið raun- verulega misvægi sem er að baki kreppunni og þá veikleika sem þegar hafa komið fram í evrusam- starfinu. Á sama tíma er það mis- vægi sem olli hér bankahruni og haftabúskap óleyst. Þetta misvægi ógnar ekki bara stöðugleika evru- samstarfsins heldur líka umgjörð frjálsra fjármagnshreyfinga á hinum samevrópska markaði. Ef ekki tekst vel til kann innri mark- aðurinn og sá stöðugleiki sem honum hefur fylgt um áratugi að vera í hættu. Það er jafn mikið áhyggjuefni fyrir okkur og önnur Evrópuríki. En hvað er þá til ráða? Við þá spurningu held ég áfram að glíma í næstu greinum. Skuldadagar. Um Ísland í Evrópu Evrópumál Árni Páll Árnason alþingismaður Veiðar á lóu og spóa Að meginreglu eru allar villt-ar fuglategundir friðaðar hér á landi samkvæmt lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Þær tegundir sem heimilt er að veiða eru sérstaklega tilgreind- ar í reglugerð um fuglaveiðar og nýtingu hlunninda af villtum fuglum. Það sama á við um veiði- tímabil og veiðiaðferðir. Lóa og spói eru ekki á meðal þeirra 29 fuglategunda sem heimilt er að veiða á Íslandi en þær eru hrafn, fýll, dílaskarfur, toppskarf- ur, súla (hefðbundin ungataka), helsingi, hvítmáfur, rita, skúm- ur (hefðbundin eggjataka), kjói, álka, langvía, stuttnefja, teista, lundi, svartbakur, sílamáfur, silfurmáfur, heiðagæs, duggönd, hávella, toppönd, hettumáfur, grágæs, stokkönd, urtönd, rauð- höfðaönd, skúfönd og rjúpa. Um vernd villtra fugla í Evr- ópusambandinu er fjallað í svo- nefndri fuglatilskipun. Markmið tilskipunarinnar er að tryggja vernd allra fuglategunda sem eiga náttúruleg heimkynni á yfirráðasvæði aðildarríkja ESB. Samkvæmt tilskipuninni er meg- inreglan sú að allar fuglategund- ir eru friðaðar en í viðaukum við tilskipunina eru taldar upp þær tegundir sem undanþegnar eru veiðibanni. Í viðauka II-A við fuglatilskip- unina eru taldar upp 24 fuglateg- undir sem öllum aðildarríkjum Evrópusambandsins er heimilt að leyfa veiðar á. Af þessum 24 tegundum lifa fimmtán á Íslandi. Sex þeirra er heimilt að veiða hér á landi (grágæs, stokkönd, urt- önd, rauðhöfðaönd, skúfönd og rjúpa) en hinar níu eru friðaðar. Ekki yrði þörf á að aflétta friðun umræddra tegunda við innleið- ingu tilskipunarinnar, ef til aðild- ar Íslands kæmi, þar sem aðild- arríkjum er heimilt að kveða á um strangari verndarákvæði en tilskipunin krefst. Í viðauka II-B við fuglatilskip- unina er listi yfir þær fuglateg- undir sem sumum aðildarríkj- um er heimilt að leyfa veiðar á, á sínu umráðasvæði, og tafla sem sýnir hverjar þessara tegunda má veiða í hvaða landi. Bæði lóan og spóinn eru taldar upp í viðauka II-B. Heimilt er að leyfa veiðar á lóu í Belgíu, Danmörku, Grikklandi, Frakklandi, Írlandi, Möltu, Hollandi, Portúgal og Bretlandi. Í þremur löndum, Dan- mörku, Frakklandi og Bretlandi, er heimilt að leyfa veiðar á spóa. Af þeim tegundum sem heimilt er að veiða á Íslandi eru átta tald- ar upp í viðauka II-B (svartbak- ur, sílamáfur, silfurmáfur, heiða- gæs, duggönd, hávella, toppönd og hettumáfur) og því fordæmi fyrir því að heimilt sé að veiða þær í tilteknum aðildarríkjum. Til að halda ástandi fuglaveiða óbreyttu í landinu, ef til aðildar að Evrópusambandinu kæmi, þurfa stjórnvöld að semja um heimild til áframhaldandi veiða á þeim 23 tegundum sem heim- ilt er að veiða á Íslandi en ekki eru taldar upp í viðauka II-A. Það mundi krefjast þess að þeim teg- undunum sem heimilt er að veiða á Íslandi en hvorki eru taldar upp í viðauka II-A né II-B yrði bætt við viðauka II-B. Veiðar á lóu og spóa verða að sama skapi ekki sjálfkrafa leyfð- ar þótt Ísland gerðist aðili að ESB. Þær verða bannaðar áfram svo lengi sem íslensk stjórnvöld vilja, þar sem aðildarríkjunum er ætíð heimilt að kveða á um strangari verndarákvæði en til- skipunin krefst. Hins vegar yrðu veiðar á lóu og spóa ekki heimil- aðar nema með samþykki Evr- ópusambandsins. Þórhildur Hagalín ritstjóri Evrópuvefsins AF EVRÓPUVEFNUM Yrðu veiðar á lóu og spóa leyfðar hér á landi í kjölfar inngöngu í ESB? Veiðar á lóu og spóa verða að sama skapi ekki sjálf- krafa leyfðar þótt Ísland gerðist aðili að ESB. Þær verða bannaðar áfram svo lengi sem íslensk stjórnvöld vilja. Meðaleyðsla aðeins 3,8 lítrar á hverja 100 km** www.volkswagen.is Sparnaðarráð frá Þýskalandi Volkswagen Golf BlueMotion Komdu og reynsluaktu Volkswagen Golf ** Miðað við blandaðan akstur á beinskiptum Volkswagen Golf BlueMotion 1.6 A uk ab ún að ur á m yn d: 1 8” á lfe lg ur Golf kostar aðeins frá 3.290.000 kr. Sigurvegari í sparakstri * * Volkswagen Golf var sigurvegari í árlegri sparaksturskeppni Atlantsolíu 2012, í flokki dísilbíla 1.4-1.6 cc.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.