Fréttablaðið - 21.08.2012, Side 18
18 21. ágúst 2012 ÞRIÐJUDAGUR
Aldrei í sögu landsins hefur opinber stofnun eða háskóli
gert úttektir eða rannsóknir á
félagslegum og fjárhagslegum
högum meðlagsgreiðenda.
Jafnvel þótt ekkert skilji að
barnafjölskyldur og einstæða for-
eldra annars vegar, og meðlags-
greiðendur í sambúð og þá sem
einstæðir eru hins vegar, annað
en kynferðið, liggja rannsóknir um
barnafjölskyldur og einstæða for-
eldra úti um allar koppa grundir á
meðan engin stök rannsókn er til
um hagi meðlagsgreiðenda.
Viðhorf Samtaka meðlagsgreið-
enda til áforma ríkisstjórnarinn-
ar að styðja rækilega við bakið á
greiðsluþungum barnafjölskyldum
og einstæðum foreldrum hlýtur
því að vera blendið, en þótt sam-
tökin vilji að stjórnvöld styðji þétt
við bakið á lögheimilisforeldrum,
hafa samtökin ástæðu til að óttast
að stjórnvöld ætli að hlunnfara
meðlagsgreiðendur enn og aftur,
jafnvel þótt greiðslubyrði þeirra
sé miklu meiri en hjá barnafjöl-
skyldum. Ástæðan fyrir því er sú
að stjórnvöld líta ekki á fjölskyld-
ur meðlagsgreiðenda sem barna-
fjölskyldur nema upp að því marki
sem önnur börn en þau borga með-
lög með búi hjá þeim.
Þrátt fyrir að meðlagsgreið-
endur séu undanskildir allri hag-
skýrslugerð á Íslandi hafa sam-
tökin heimildir fyrir því að þrír
af hverjum fjórum einstæðra með-
lagsgreiðenda sé á vanskilaskrá, á
meðan 17% einstæðra foreldra eru
í alvarlegum vanskilum.
Innheimtustofnun sveitarfé-
laga hefur lagalegar heimildir til
að draga 50% af heildarlaunum
frá útborguðum launum meðlags-
greiðenda sem ekki hefur getað
borgað meðlög sín. Þetta þýðir að
maður á meðallaunum, t.d. með
þrjú börn á framfæri í gegnum
umgengni, er með um 50 þúsund
krónur í framfærslu yfir mán-
uðinn. Innheimtustofnun hefur
stóraukið þess háttar innheimtur
hjá meðlagsskuldurum. Það er sér-
stakt áhyggjuefni því þegar þess-
ir meðlagsgreiðendur óska eftir
fjárhagsaðstoð hjá félagsþjón-
ustu sveitarfélaga, fá þeir synjun
vegna þess að þeir geta sýnt fram
á heildarlaun, þótt útborguð laun
þeirra séu aðeins 50 þúsund krón-
ur.
Þessi framganga sveitarfélag-
anna er alvarleg í alla staði. Til að
mynda er það með öllu ólíðandi að
sveitarfélögin séu beggja megin
borðs, og dragi útborguð laun upp
í meðlagsskuldir, og sé jafnframt
í þeirri stöðu að neita þeim svo um
fjárhagsaðstoð hjá félagsþjónustu
sveitarfélaga. Vitaskuld ætti önnur
þessara stofnana að vera á hendi
ríkisins á meðan hin er á ábyrgð
sveitarfélaganna. Samtök meðlags-
greiðenda líta svo á að hér sé um
að ræða skýrt brot á 76. gr. stjórn-
arskrárinnar sem kveður á um
framfærsluskyldu hins opinbera.
Samtökin hafa í ljósi þessa sent
umboðsmanni Alþingis kvörtun,
og hann beðinn um að gefa álit sitt
hvort þær lagaheimildir sem um
ræðir standist stjórnarskrá.
Örbirgð meðlagsgreiðenda er
kostnaðarsamur vandi. Ekki bara
fyrir meðlagsgreiðandann sjálfan,
fjölskyldu hans og börn, heldur
einnig fyrir ríkissjóð, sveitarfélög
og fjármálastofnanir. Rannsóknir
sem samtökin hafa undir höndum
sýna fram á að kvíði, vonleysi og
skortur á þekkingu á úrræðum
fyrir meðlagsgreiðendur einkenni
þá umgengnisforeldra sem sárt
eiga um að binda. Þjóðfélagshóp-
urinn hefur til þessa ekki átt sér
málsvara sem getur miðlað þekk-
ingu til þeirra og gætt hagsmuna
þeirra í hvívetna. Réttindaleysi
meðlagsgreiðenda gagnvart bóta-
kerfinu ýtir undir svarta atvinnu-
starfsemi þar sem ungir karlmenn
sjá einu færu leiðina að lifa utan
kerfis.
Í ljósi takmarkalausra heimilda
Innheimtustofnunar til að ganga
að eigum og tekjum meðlagsgreið-
enda, kjósa meðlagsgreiðendur
af tvennu illu heldur vanskil við
fjármálastofnanir en Innheimtu-
stofnun, þar sem umboðsmaður
skuldara veitir meðlagsgreiðend-
um vernd gagnvart öllum öðrum
kröfuhöfum en Innheimtustofn-
un og Lánasjóði íslenskra náms-
manna. Umboðsmaður skuldara
er nefnilega eina opinbera stofn-
unin sem tekur tillit til kostnaðar
við umgengni meðlagsgreiðenda í
samningsgerð fyrir skuldara, en
ekki Innheimtustofnun né heldur
Lánasjóðurinn.
Samtök meðlagsgreiðenda fara
því fram á þá auðskiljanlegu kröfu
að umboðsmaður skuldara, Inn-
heimtustofnun sveitarfélaga og
Lánasjóður íslenskra námsmanna
viðhafi sömu viðmið í viðskipt-
um sínum við meðlagsgreiðendur
þannig að þeir njóti sömu réttinda
hjá þessum opinberu stofnunum
þegar kemur að greiðsluívilnun-
um, fyrirgreiðslum og greiðsluerf-
iðleikaúrræðum. Þetta jafnræði er
ekki fyrir hendi, og hljóta því fjár-
málastofnanir að láta í sér heyra,
þar sem tugir milljarða króna eru í
húfi, ef þær heimildir samtakanna
reynast sannar að allt að níu þús-
und meðlagsgreiðenda séu á van-
skilaskrá, þar af 75% allra ein-
stæðra meðlagsgreiðenda.
En þar sem engin stofnun hefur
nokkurn tímann rannsakað félags-
legan og fjárhagslegan hag með-
lagsgreiðenda, hefur löggjafinn
hingað til samið blindandi lög um
þjóðfélagshópinn og Innheimtu-
stofnun aukið innheimtuhörku
sína án þess að hafa nokkra þekk-
ingu á þeim sem hún gerir kröfur
á. Á meðan verður vandinn sífellt
meiri og kostnaðarsamari fyrir
fjármálastofnanir, ríkissjóð, með-
lagsgreiðendur og börn þeirra.
Kostnaðarsöm fáfræði stjórnvalda
Samfélagsmál
Gunnar Kristinn
Þórðarson
formaður Samtaka
meðlagsgreiðenda
Óbætanleg náttúruspjöll á Þríhnúkagíg og nágrenni
Skipulagsstofnun auglýsir eftir athugasemdum vegna frum-
matsskýrslu um aðgengi að Þrí-
hnúkagíg.
Þríhnúkar ehf. hafa fyrir til-
stilli misviturra sveitarstjórnar-
manna fengið tugi milljóna króna
frá skattgreiðendum til að skipu-
leggja mikil náttúruspjöll á Þrí-
hnúkagíg og nágrenni hans. Svæð-
ið er þjóðlenda og því sameiginleg
auðlind þjóðarinnar sem forsætis-
ráðherra hefur umsjá með. For-
sætisráðuneytið getur því komið í
veg fyrir áformuð spjöll.
Þríhnúkar ehf. vilja leggja bíl-
veg frá Bláfjallaskála að Þrí-
hnúkagíg. Svo á að bora inn í
gíginn. Árni B. Stefánsson, einn
Þríhnúkamanna, segir að nátt-
úruvernd felist ekki í að gera ekki
neitt. Hann telur það kannski
náttúruvernd að leggja bílveg um
ósnortið víðerni sem er skíða-
göngufólki mjög dýrmætt. Sá sem
gengur umrædda leið frá Bláfjöll-
um að Þríhnúkum upplifir mjög
sterkt að hann sé á ósnortnu víð-
erni þar sem ríkir kyrrð og friður.
Í frummatsskýrslu er hins vegar
talað um að þetta sé ekki víð-
erni í lagalegum skilningi og því
reynt að gera lítið úr mikilvægi
þess að halda svæðinu ósnortnu.
Með sömu rökum væri skaðlaust
að leggja vegi þvers og kruss um
gönguskíðasvæðið við Bláfjöll.
Ég skora á hugsandi fólk að
skoða mynd 21.3 á bls. 99 í frum-
matsskýrslunni. Þeir sem vilja
þessa vegi skilja ekki verðmæti
ósnortinna víðerna rétt
fyrir utan þéttbýli höf-
uðborgarsvæðisins. Í
skýrslunni kemur fram
að „áhrif á landslag eru
varanleg og að mestu
óafturkræf og verða
talsvert neikvæð“. Mér
finnst „talsvert nei-
kvæð“ of vægt til orða
tekið.
Í rúm þrjátíu ár hef
ég iðkað skíðagöngur út
að Þríhnúkum og þegar
ég heyrði af hugmynd-
um Árna og félaga fyrir
átta árum datt mér ekki
í hug að menn stefndu
að vegagerð frá Blá-
fjöllum að Þríhnúka-
gíg. Ég taldi að farið
yrði að gígnum norðan
frá Bláfjallavegi, leið D (mynd 9.1
bls. 49) og að þetta yrði alla leið
í jarðgöngum. Það er eina leiðin
inn í gíginn sem hægt er að fara
án þess að valda óásættanlegum
náttúruspjöllum á yfirborðinu.
En gígurinn á bara að fá að vera
í friði. Árni telur að borun inn í
gíginn auki virðingu fólks fyrir
náttúrunni. Ég tel þetta algert
öfugmæli. Með því að bora inn í
gíginn er náttúrunni sýnd alger
vanvirðing.
Peningagræðgi stýrir þessu
feigðarflani. Misvitrir stjórn-
málamenn virðast reiðubúnir að
afhenda einkaaðilum náttúru-
perlur til afnota til að féfletta
ferðamenn. Við það
skirrast menn ekki við
að valda óbætanlegum
skaða. Kópavogsbær
og Reykjavíkurborg
hafa greitt stórfé til
Þríhnúka ehf. Ferða-
þjónustuaðilar bíða með
opna vasana. Vasarnir
hjá þeim eru hins vegar
kirfilega lokaðir þegar
kemur að því að skila
gistináttagjaldi til ríkis-
sjóðs og enn síður mega
þeir heyra minnst á
virðisaukaskatt.
Þríhnúkamenn hafa
haft Þríhnúkagíg að
féþúfu í allt sumar með
því að selja aðgang
inn í gíginn. Ég fór og
skoðaði svæðið fyrir
stuttu og brá mjög. Þegar horft
er frá nágrenni Bláfjallaskála að
Þríhnúkum sem eru í um þriggja
kílómetra fjarlægð blasa við
óásættanlegar gróðurskemmd-
ir alla leið. Traðk ferðamann-
anna yfir viðkvæm gróðurlendi
og mosaþembur hefur myndað
mjög áberandi stíg sem er víða
2-4 metra breiður og sums staðar
breiðari. Í undirhlíðum Þríhnúka-
gígs sést slóðin greinilega úr
þriggja kílómetra fjarlægð. Sama
gildir í næsta nágrenni hnúksins
þar sem Þríhnúkamenn eru með
aðstöðu. Þar stórsér á náttúrunni
vegna átroðnings. Ekki er nátt-
úruvernd efst á blaði þarna og er
undarlegt að leyfi hafi verið veitt
fyrir þessari starfsemi með fyr-
irsjáanlegum skaða.
Þríhnúkamenn hafa í orði
lagt áherslu á náttúruvernd og
góða umgengni. Árni B. Stefáns-
son segir: „Eldfjallalandslag,
sérstaklega gígar og landform
nærri eldsupptökum eru einstak-
lega viðkvæm og gróður oftar en
ekki afar viðkvæmur.“ En eitt er
að vita, annað að hegða sér sam-
kvæmt því.
Þríhnúkamenn veifa fölsku
flaggi þegar þeir þykjast ætla
að opna öllum aðgang inn í Þrí-
hnúkagíg í nafni náttúruverndar.
Hugmyndir þeirra eru ávísun á
stórkostleg náttúruspjöll og eiga
ekkert skylt við náttúruvernd.
Sú hugsun að allir eigi að komast
fyrirhafnarlaust á alla staði er
bara úrelt bull.
Ég hvet alla náttúruunnend-
ur til að senda athugasemdir
til Skipulagsstofnunar fyrir 21.
september og lýsa andstöðu við
þau náttúruspjöll sem fyrir-
huguð eru á Þríhnúkagíg og
nágrenni.
Náttúruvernd
Björn
Guðmundsson
framhaldsskólakennari
Nýr Landspítali
Háskólasjúkrahús
www.skipbygg.is
*skv. 2.mgr.23.gr.sbr. 27.gr. og 2.mgr.30.gr. sbr.1.mgr.36.gr.skipulagslaga nr.123/2010
Reykjavíkurborg
Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðins
Athygli er vakin á því að nú stendur yfir auglýsing á nýju deiliskipulagi fyrir Nýjan Landspítala Háskóla-
sjúkrahús. Einnig eru kynntar breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, aðalskipulagi
Reykjavíkur * og deiliskipulagi fyrir Hringbraut. Breytingartillögurnar eru kynntar samhliða því.
Frestur til að skila inn athugasemdum var frá 10. júlí til og með 4. september 2012. Athugasemdum
við tillöguna skal skila skriflega til skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar eða á netfangið
skipulag@reykjavik.is.
Tillögurnar eru til sýnis í þjónustuveri Reykjavíkurborgar í Borgartúni 12 - 14,
1. hæð, virka daga kl. 8:20 - 16:15 til 4. september 2012. Þeir sem ekki gera
athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna.
Sjá nánar kynningargögn á vef Reykjavíkurborgar, www.skipbygg.is og á vef
Nýs Landspítala www.nyrlandspitali.is
Traðk ferða-
manna yfir
viðkvæm
gróður-
lendi og
mosaþembur
hefur
myndað mjög
áberandi stíg.