Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.08.2012, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 21.08.2012, Qupperneq 20
FÓLK|HEILSA FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Hjónin Andrés Guðmundsson og Lára B. Helgadóttir settu keppnina Skólahreysti á fót fyrir sjö árum. Þar keppa 15-16 ára grunnskólanemar saman í liði fyrir hönd síns skóla í ýmsum skemmti- legum þrautum. Keppnin hefur notið sívaxandi vinsælda hér á landi og kepptu síðast fulltrúar 120 af 130 grunnskólum landsins. Nú sjá að- standendur keppninnar mikil tækifæri erlendis og hafa nú þegar haldið eina keppni í Finnlandi. Andrés segir upphafið að keppninni ytra mega rekja til þess að aðstand- endur Skólahreysti buðu, í samvinnu við ÍSÍ og menntamálaráðuneytið, skólaíþróttanefndum Norðurlanda til Íslands til að vera viðstödd úrslita- keppnina árið 2009. „Ári síðar höfðu Finnar samband við okkur. Þeir voru að leita að óhefð- bundnum íþróttum innan finnska skólakerfisins. Þannig tók þessi sam- vinna að þróast og fyrsta mótið var haldið í Finnlandi núna í maí í ár.“ Haldnar voru þrjár keppnir í jafn- mörgum borgum í vor, í Turku, Tampere og Oulu. Úrslitakeppnin var haldin í höfuðborginni Helsinki. „Finnar byggðu keppnina sína að- eins öðruvísi en við gerum enda eru 200.000 krakkar í þessum árgöngum í Finnlandi miðað við 8.000 hjá okkur. Finnsku krakkarnir skráðu sig, í sam- starfi við íþróttakennara, í forkeppni þar sem þau áttu að leysa fimm þraut- ir til að eiga möguleika á að komast í skólaliðið. Skipuleggjendur keppn- innar úti höfðu látið sig dreyma um að 30.000 krakkar tækju þátt í undan- keppninni en 60.000 krakkar tóku þátt. Því voru allir í skýjunum yfir þessum góðu viðbrögðum sem voru framar öllum vonum.“ Keppnin vakti að sögn Andrésar mikla athygli í Finnlandi og sýndi finnska ríkissjónvarpið fimm þætti frá keppninni á besta tíma, strax á eftir aðalfréttatíma kvöldsins. „Þetta var í fyrsta skiptið sem finnsk ungmenni komast að í sjón- varpinu á besta sýningartíma.“ Næsta vetur verður keppni haldin í sex borgum Finnlands og gengur und- irbúningurinn vel að sögn Andrésar. „Svo erum við að undirbúa með haustinu að fara með keppnina til Svíþjóðar og Eistlands. Þetta eru lönd með svipaðan kúltúr og Finnland. Svo eru alls konar pælingar í gangi sem snúa að Þýskalandsmarkaði og Banda- ríkjunum en þær hugmyndir erum við bara að skoða í rólegheitunum. Skólahreysti er séríslenskt fyrirbæri og þekkist hvergi annars staðar. Við teljum hana eiga erindi við flest börn og unglinga. Það býr nefnilega Tarzan í okkur öllum og það virðist vera þan- nig alls staðar í heiminum.“ ■ starri@365.is TARZAN BÝR Í ÖLLUM TIL ÚTLANDA Fyrsta skólahreystikeppnin var haldin í Finnlandi í vor og naut mikilla vinsælda. Næst verður keppnin haldin í Svíþjóð og Eistlandi. FRUMKVÖÐLAR Andrés Guðmundsson, annar stofnenda Skóla- hreysti, undirbýr nú að halda keppnina í Svíþjóð og Eistlandi. MYND/GVA Fæst í heilsubúðum, apótekum og heilsuhillum stórmarkaðanna. Í Konjak eru náttúrulegar glucomannan trefjar sem einnig bæta meltinguna. Viðurkennt af EFSA Matvælastofnun Evrópu www.gengurvel.is VILT ÞÚ LÉTTAST HRATT OG ÖRUGGLEGA? Taktu inn 2 töflur af KONJAK + STÓRT glas af vatni 3x á dag hálftíma fyrir máltíð Þegar töflurnar leysast upp í maga myndast massi sem fyllir vel upp í magasekkinn og veldur seddu- tilfinningu og þú borðar minna! NÝ SENDING AF VETRAVÖRUM OG ÚTSÖLULOK Skipholti 29b • S. 551 0770 BESTU BROTIN ÚR ÞÁTTUM FM 957 FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag Heimir & Kolla vakna með þér í bítið Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.