Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.08.2012, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 21.08.2012, Qupperneq 28
21. ágúst 2012 ÞRIÐJUDAGUR24 Ástarsamband karls og konu er umfjöllunarefni leikritsins 52 sem verður frumsýnt annað kvöld. Upp- bygging verksins er óvenju- leg en tilviljun ræður í hvaða röð senur verksins eru fluttar. „Leikritið 52 er samansett úr 52 senum sem spanna allt samband söguhetjanna tveggja, frá því að þau kynnast og þar til að tvö ár eru liðin frá skilnaði þeirra,“ segir Hannes Óli Ágústsson, annar tveggja leikara verksins 52 sem frumsýnt verður í Gym & Tonic salnum á Kexi annað kvöld. Auk Hannesar Óla standa að verkinu þau Melkora Óskarsdóttir sem fer með kvenhlutverk verksins og þýðir það að auki og Vignir Rafn Valþórs- son sem leikstýrir verkinu. Uppbygging verksins er ekki hefðbundin og hún veldur því að engar tvær sýningar verða eins. „Í upphafi leikritsins köstum við spilastokk á loft, á hvert spil er ritað nafn atriðis úr verkinu og atriðin eru leikin í þeirri röð sem við drögum spilin upp af gólfinu. Það er þannig tilviljunum háð í hvaða röð þau eru leikin. Áhorfend- ur fylgjast þannig með sambandi söguhetjanna í brotakenndri röð, sem er mjög áhugavert og rímar við minningar fólks, þær eru ekki endilega í tímaröð með skipulögðu upphafi og endi,“ segir Hannes Óli sem segir krefjandi og þroskandi að leika í verkinu. „Og verkið er mjög skemmtilegt. Áhorfendur tengja örugglega vel við senurnar í verk- inu sem spanna allt frá vandræða- legum fyrstu kynnum, rifrildum pars um ekki neitt, símtöl og eftir- mála sambandsins.“ Hannes Óli og Melkorka eru gamlir vinir og höfðu lengi leitað að verki til að setja upp saman. „Mel- korka frétti svo af þessu leikriti sem er kanadískt verðlaunaverk eftir T. J. Dawe og Ritu Bozi. Við settum okkur í samband við höfundana sem tóku okkur vel,“ segir Hannes Óli. „Við fengum svo Vigni Rafn til liðs við okkur en hann leikstýrir verk- inu, við erum gamlir vinir og höfum áður unnið saman.“ Tvær sýningar eru áætlaðar á 52. Sú fyrri er á morgun klukkan sex í Gym & Tonic-salnum á Kexi sem fyrr sagði og hin síðari er á föstudag á sama tíma. sigridur@frettabladid.is 24 menning@frettabladid.is SETJA UPP VERK UM SAMBAND KARLS OG KONU Hannes Óli, Vignir og Melkorka eru aðstandendur sýningarinnar 52 sem frumsýnd er annað kvöld. JAZZHÁTÍÐ REYKJAVÍKUR Z 20 12J A Z REYKJAV ÍK 21. ÁGÚST www.reykjavikjazz.is norra na husid e - - HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Að morgni afmælisdags Reykja- víkurborgar, þann 18. ágúst, undir- rituðu Jón Gnarr borgarstjóri og Kristín Steinsdóttir, formaður Rit- höfundasambands Íslands, gjafaaf- sal þar sem Reykjavíkurborg gefur Rithöfundasambandi Íslands Gunn- arshús að Dyngjuvegi 8 í Reykjavík í tilefni af því að Reykjavík er orðin ein af Bókmenntaborgum UNESCO. Við sama tækifæri gaf Gunnar Björn Gunnarsson, fulltrúi fjöl- skyldunnar og stjórnarformaður Gunnarsstofnunar, Rithöfundasam- bandinu ljósmyndir úr einkasafni af heimili Gunnars Gunnarssonar og Franziscu Antoniu Josephine Jörg- ensen, konu hans. Við lyklaskiptin las Pétur Gunn- arsson rithöfundur ljóð Hannesar Péturssonar, Í húsi við Dyngjuveg, og Sigurður Pálsson rithöfundur sagði söguna um fræið bak við tréð, eða tilurð þess að borgin keypti húsið á sínum tíma. Gunnarshús eftir Hannes Kr. Davíðsson arkitekt var byggt á árunum 1950-52 sem heimili Gunn- ars Gunnarssonar rithöfundar og Franziscu konu hans. Reykjavík- urborg keypti húsið árið 1991 og árið 1997 var gengið frá samningi milli Reykjavíkurborgar og Rithöf- undasambandsins um ótímabund- in afnot sambandsins af húsinu, í því skyni að þar verði miðstöð og félagsaðstaða íslenskra rithöfunda og að með því sé heiðruð sérstak- lega minning skáldsins Gunnars Gunnars sonar. Gunnarshús er nú miðstöð rúm- lega 400 meðlima sambandsins og jafnframt hefur húsið orðið að lif- andi minningu um Gunnar Gunn- arsson, með fjölda viðburða sem varða skáldið og verk hans. Rithöfundar fá lykil- inn að Gunnarshúsi LYKLASKIPTI Jón Gnarr borgarstjóri afhendir Kristínu Steinsdóttur, formanni Rithöf- undasambands Íslands, lyklana að Gunnarshúsi. MYND/HÖFUÐBORGARSTOFA Spilastokk hent á loft og dregið um röð atriðanna TÓNLEIKAR Í LISTASAFNI SIGURJÓNS Ítalskur andblær verður ráðandi á tónleikum Listasafns Sigurjóns í Laugarnesi í kvöld þegar klarínettuleikarinn Einar Jóhannesson og ítalski píanóleikarinn Alessandra Pompili leika verk eftir Nino Rota, Franz Liszt, Þorkel Sigurbjörnsson, Sergio Calligaris og Paul Jean-Jean. Þriðjudagur 21. ágúst 2012 ➜ Tónlist 20.30 Einar Jóhannesson klarinettuleik- ari og Alessandra Pompili píanóleikari koma fram á sumartónleikum Listasafns Sigurjóns. Miðaverð er kr. 2.000. 21.00 Kvartett franska bandoneon- leikarans Olivier Manoury kemur fram á djasstónleikaröð KEX Hostels, Skúlagötu 28. Hljóðfæri Oliviers, bandoneon, er argentínsk harmóníka. Aðgangur ókeypis. 21.00 Janis Carol Nielsson og landslið íslenskra djassleikara halda tónleika á Café Rosenberg. 21.00 Trompetleikarinn Ari Bragi Kárason kemur fram á Græna hattinum ásamt djasshljómsveit sinni frá New York, Melismetiq. Aðgangseyrir er kr. 2000. 22.00 Guðmundur Pétursson og hljómsveit halda tónleika á Jazzhátíð Reykjavíkur á Faktorý. Þeir munu meðal annars leika tónlist af plötunni Elabórat. Miðaverð er kr. 2.000. ➜ Útivist 19.30 Guðný Aradóttir býður áhuga- sömum að mæta í stafagöngukennslu í Viðey en hún er einn fremsti leið- beinandi landsins í íþróttinni. Þátttaka er ókeypis en gjald í Viðeyjarferju er kr. 1.000 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir börn 7-15 ára. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Áhorfendur fylgjast þannig með sam- bandi söguhetjanna í brota- kenndri röð. HANNES ÓLI ÁGÚSTSSON LEIKARI

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.