Fréttablaðið - 21.08.2012, Page 30
21. ágúst 2012 ÞRIÐJUDAGUR
popp@frettabladid.is
LATE SHOW Hér eru samstarfskonurnar Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir og Beth Orton á veitingastaðnum Luciens í New York eftir
Late Show með David Letterman. MYND/MICHAEL NEVIN
Söngkonan Beth Orton fékk
tvíeykið Árna & Kinski og
Hrafnhildi Hólmgeirsdóttur
til að vinna tónlistarmynd-
band fyrir sig á dögunum.
Leikstjóratvíeykið Árni & Kinski
leikstýrði fyrir skömmu nýju
myndbandi ensku indí-söngkon-
unnar Beth Orton. Hún er þekkt
fyrir rafskotna þjóðlagatónlist.
Tónlistarmyndbandið er við
lagið Magpie sem er væntanlegt
á nýrri breiðskífu hennar Sug-
aring Season í byrjun október
og fóru tökur fram í Colorado í
Bandaríkjunum. Með þeim vann
stílistinn Hrafnhildur Hólm-
geirsdóttir. „Stewart, umboðs-
maður Beth, hringdi í okkur fyrir
tveimur mánuðum,“ segir Stefán
Árni sem leikstýrði ásamt Sigga
Kinski. Þeir hafa gert fjölda tón-
listarmyndbanda, þar á meðal
fyrir Snow Patrol, Placebo, Ólöfu
Arnalds og Sigur Rós.
Beth þekkti til vinnu þeirra
og Hrafnhildar og bað sérstak-
lega um samstarf. „Ég held satt
best að segja að þetta hafi komið
frá henni. Það er langbest þegar
listamaðurinn velur samstarfs-
menn sína. Það byggir upp ákveð-
ið traust og gerir allt auðveldara,“
segir Stefán en Beth hefur list-
ræna stjórn yfir vinnu sinni.
Myndbandið var tekið upp á
ótrúlega sjónrænum stað. „Við
vorum uppi á The Great Sand
Dunes en þar eru risastórar sand-
öldur.“ Hrafnhildur bætir við að
aðstæður hafi verið frekar erfið-
ar; mikil hæð yfir sjávarmáli og
hiti í það minnsta fjörutíu gráður.
Hún sá einnig um klæðnað
fyrir komu Beth í þáttinn Late
Show með David Letterman en
hann var sýndur vestra 15. ágúst.
Þar klæddist hún kjól frá Aftur,
hönnun Báru Hólmgeirsdóttur,
og bar hálsmen frá Kríu, skart-
gripahönnun Jóhönnu Methúsa-
lemsdóttir. Ekki nægðu þessi
íslensku tengsl heldur farðaði
Andrea Helgadóttir og Tinna
Empera Arlexdóttir annaðist hár.
„Í myndbandinu er hún líka í kjól
frá Aftur og með hátt í hundrað
metra handhnýtt bönd sem mynda
sviðsmynd sem ég gerði,“ segir
Hrafnhildur og lýsir umstang-
inu í kringum þáttinn. „Þetta var
algjört ævintýri. Svo var fyndið
að hafa Lionel Richie í næsta her-
bergi. Skemmtilegast var þó að
vinna fyrir Beth því hún er ynd-
isleg manneskja,“ segir hún og
lýsir henni sem ókrýndri drottn-
ingu þjóðlagatónlistar.
hallfridur@frettabladid.is
Bað um íslenska listamenn
ÁRA ER LEIKKONAN KIM CATTRALL Í DAG.
Hún er hvað frægust fyrir að fara með hlutverk hinnar frökku
Samönthu í sjónvarpsþáttunum Beðmál í borginni.
56
Frá 1957
Elsta starfandi fasteignasala landsins
S í m i : 5 8 8 9 0 9 0 • S í ð u m ú l a 2 1 • 1 0 8 R e y k j a v í k • w w w . e i g n a m i d l u n . i s
Reykjavík Sverrir Kristinssonlögg. fasteignasali
Laugavegur 63 íbúð 0202- endurn.
Glæsileg 2ja herbergja 51 fm íbúð á 2.hæð í mjög góðu velstaðsettu fjölbýli í miðborginni.
Stórar (ca 45 fm) svalir út af stofu. Íbúðin var endurnýjuð má segja frá grunni 2001 m.a.
eldhús, bað, gólfefni, innréttingar, skápar, lagnir og fl. Góð lofthæð. Falleg lýsing fylgir og
gardínur. Laus fljótlega. Mjög góð sameign. OPIÐ HÚS Í DAG ÞRIÐJUDAG FRÁ KL. 17:30 -
18:00 V. 18,9 M. 1868
Kleppsvegur 118 0802 - Frábært úts.
Falleg 2ja herbergja 64,3 fm íbúð í lyftuhúsi á 8. hæð. Nýleg gólfefni, rúmgóðar svalir til
suðurs, björt stofa og rúmgott svefnherbergi. OPIÐ HÚS Í DAG ÞRIÐJUDAG FRÁ KL. 17:15 -
18:00. V. 16,9 M. 1887
Hvassaleiti 21 - miðjuraðhús
Gott samtals 258,1 fm miðjuraðhús við Hvassaleiti. Stór verönd. Yfirbyggðar svalir. Innbyggður
bílskúr. Fjögur svefnherbergi. Stórar stofur. Gegnheilt parket. OPIÐ HÚS Í DAG ÞRIÐJUDAG
FRÁ KL. 17:00 - 18:00 V. 47,0 M. 1420
Laufásvegur 25 - sérhæð - laus strax
Falleg og mikið uppgerð miðbæjar íbúð með sér inngangi í virðulegu steinhúsi sem stendur á
milli Laufásvegar og Þingholtsstrætis. Gengið er inn frá Þingholtsstræti. Laus strax. OPIÐ HÚS
Í DAG ÞRIÐJUDAG FRÁ KL. 17:15 - 18:00. V. 29,9 M. 1731
Miðbraut 6 Seltjarnarnesi - parhús
Um er að ræða 164,9 fm tveggja hæða parhús og bílskúr á frábærum stað. Húsið skiptist í forstofu,
þvottahús, gestasalerni, eldhús, rúmgóða stofu, fjögur herbergi og baðherbergi. Eignin þarfnast
standsetningar . OPIÐ HÚS Í DAG ÞRIÐJUDAG FRÁ KL. 17:15 - 18:00 V. 39 M. 1851
Laugavegur 86-94 - þrjár nýl. íbúðir.
Sýnum í opnu húsi á þriðjudag þrjár nýlegar fallegar 2ja herbergja ca 75 - 92 fm íbúðir á 2. og
3.hæð í nýlegu vönduðu lyftuhúsi á fínum stað í miðborginni á Stjörnubíósreitnum. Vandaðar
innréttingar, parket. Sérþvottahús innan íbúðar. Sérgeymsla við hlið íbúðar. UM ER AÐ RÆÐA
ÍBÚÐIR 201, 92,4 FM VERÐ 26,5 M. ÍB. 209 FM V. OG ÍB. 0306, 81,9 FM V. 24,9 M. OPIÐ HÚS Í
DAG ÞRIÐJUDAG FRÁ KL. 17:15 - 18:00 1007
OP
IÐ
HÚ
S
OP
IÐ
HÚ
S
OP
IÐ
HÚ
S
OP
IÐ
HÚ
S
OP
IÐ
HÚ
S
OP
IÐ
HÚ
S
Nicki Minaj hefur þjáðst vegna
særinda í hálsi að undanförnu.
Læknar sögðu henni að hvíla
röddina í hið minnsta tvær vikur.
Hún lét það ekki stoppa sig og
kom fram í The Today Show fyrr
í vikunni. Það kemur nú niður
á tónleikahaldi því hún neydd-
ist til að aflýsa flutningi
sínum á bresku
tónleikahá-
tíðinni V
Festival
um helgina
til að hvíla
raddbönd-
in.
Minaj hvílir
raddböndin
NICKI
MINAJ
Söngkonan
aflýsti tón-
leikum á V
Festival um
helgina.
Madonna hefur verið kærð af
níu aðgerðasinnum í Rússlandi.
Þeir krefjast þess að hún greiði
10,5 milljónir dollara fyrir að
hafa lýst yfir stuðningi sínum
við réttindi samkynhneigðra á
tónleikum í Sankti Pétursborg í
Rússlandi á dögunum.
Í Rússlandi voru lög sam-
þykkt í febrúar sem banna fólki
að auglýsa samkynhneigð fyrir
fólki undir lögaldri en á tón-
leikunum voru börn frá tólf ára
aldri. Bleikum armböndum var
dreift á tónleikunum og var fólk
látið lyfta höndum með þeim
í sameiningu fyrir réttindum
samkynhneigðra.
Alexander Pochuyev, lög-
fræðingur hópsins, gaf út til-
kynningu til varnar skjólstæð-
ingum sínum. „Það er enginn
að brenna neinn á báli eða að
framkvæma nákvæma rann-
sókn. Nútíma þjóðfélög krefjast
umburðarlyndis og virðingar
fyrir ólíkum gildum.“
Kærð fyrir að styðja
samkynhneigða
BARÁTTUKONA Madonna hefur verið
kærð fyrir að auglýsa samkynhneigð
fyrir fólki undir lögaldri.
NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES