Fréttablaðið - 27.09.2012, Síða 32

Fréttablaðið - 27.09.2012, Síða 32
FÓLK| 1. ÞRJÁR FLÉTTUR Hárið er fléttað í þrjár lausar fléttur. 2. TOGAÐ TIL Þegar flétturnar eru tilbúnar er togað í einn þátt í hverri þeirra og þær krumpaðar upp. 3. SNÚIÐ Fléttunum er snúið í hring og snúðar búnir til. 4. SNÚÐARNIR TILBÚNIR Snúðarnir eru festir með ömmuspennum sem eru faldar á bak við snúðana. 5. FÍN OG FLOTT Hér er komin greiðsla sem hæfir fínustu veislum en er að sama skapi auðvelt að gera. MYND/VALLI ■ SKÓR SKIPTA MIKLU MÁLI Í HUGA MARGRA. FJÖLDI KVENNA SEGIST VERA SKÓFÍKLAR OG FJÖLDI SKÓ- PARA ÞEIRRA HLEYPUR Á TUGUM. STAÐREYNDIR UM SKÓ ■ Fyrir fjögur þúsund árum voru fyrstu skórnir búnir til úr skinni sem var vafið um fótinn til varnar gegn meiðslum og hita. ■ Sandalar eru upprunnir, eins og gefur að skilja, í heitu umhverfi þar sem ilin þarfnaðist varnar en það þurfti að lofta um efri hluti fótarins. ■ Támjóir skór voru í tísku í Evrópu frá elleftu allt fram til fimmtándu aldar. Í Miðausturlöndum voru hælar settir undir skó til að lyfta fótunum frá heitum sandinum. ■ Á sextándu og sautjándu öld voru hælar á skóm Evrópubúa alltaf rauðir á litinn. ■ Um allan heim voru skór beggja fóta alveg eins þar til á nítjándu öld þegar sérstakir hægri og vinstri fótar skór voru búnir til í Fíladelfíu. ■ Í Evrópu voru kvenskór alveg eins og skór karlmanna allt fram á átjándu öld. ■ Stígvél voru fyrst notuð á köldum fjallasvæðum og í heitum eyðimörkum þar sem fólk notaði hesta. Hælar stígvél- anna hjálpuðu til við að halda fótunum í ístöðunum. ■ Strigaskór voru fyrst búnir til í Ameríku árið 1916. ■ Fyrstu kvenstígvélin voru hönnuð fyrir Viktoríu Bretadrottningu árið 1840. SKÓR SEM TÁKN ■ Á biblíutímum voru skór gefnir sem tákn um eiða sem fólk sór. ■ Á miðöldum var vald föður yfir dóttur fært yfir til eiginmanns hennar á tákn- rænan hátt með nokkurs konar skóat- höfn. Þá rétti brúðguminn brúðinni skó í brúðkaupinu sem hún fór í og sýndi með því að hún var þá á hans valdi. ■ Í dag eru skór bundnir aftan á brúðar- bíla í Bandaríkjunum. Það er til að minna á þá daga þegar faðir brúðarinnar gaf brúðgumanum annan skó dóttur sinnar sem merki um að hún væri nú á framfæri hans. ■ Í Kína er öðrum skó brúðar, sem eru yfirleitt rauðir, kastað fram af þaki húss brúðhjónunum til heilla. ■ Ungverskir brúðgumar drekka brúði sinni skál úr brúðarskóm hennar. SAGA TÍSKUNNAR SKÓRNIR SKAPA MANNINN ■ FRAMHALD AF FORSÍÐU 5 1 2 3 4 NÝ SENDING! Dömu og herraskór með mannbroddum Stærðir: 37-47 Mismunandi útlit. Verð: 24.000 kr. Stelpu og dömu kuldaskór Stærðir: 27-40 Verð: 12.000-16.000 kr. Sérsaumur þjóðbúninga Allt efni og unnar vörur á sama stað Þjóðbúningaleiga Þjóðbúningar og fatagerð NÁMSKEIÐ Í ÞJÓÐBÚNINGASAUM Sólveigar Guðmundsdóttur • 108 Reykjavík sími 568-5606 • sollaveiga@simnet.is Ge ym ið a ug lýs in gu na Póstdreifing | Suðurhraun 1 | 210 Garðabær | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is 365 miðlar treysta okkur fyrir öruggri dreifingu á Fréttablaðinu Við flytjum þér góðar fréttir Breakbeat laugardagskvöld kl. 22r skvöld l. TÍSKA FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.