Fréttablaðið - 14.11.2012, Page 10
14. nóvember 2012 MIÐVIKUDAGUR10
Vöruúrvalið í 10-11
er frábært og þar færðu
að sjálfsögðu hina sígildu
og ljúffengu Grænu köku!
Græn og
gómsæt!
Fljótlegt og þægilegt
BÍTUR Í FROSK Hermaður í Armeníu
lét sig hafa það að bíta í lifandi frosk á
afmælishátíð hersins í Jerevan.
NORDICPHOTOS/AFP
MENNTAMÁL Aukin áhersla verður
lögð á verknám og tæknigreinar í
íslenska skólakerfinu auk þess sem
grunn- og framhaldsskólinn verður
styttur ef tillögur starfshóps um
samþættingu mennta- og atvinnu-
mála ná fram að ganga. Hópurinn
kynnti í gær tillögur um hvernig
auka má samþættingu mennta-
kerfisins og atvinnulífsins.
Vinna starfshópsins byggði á
þingsályktunartillögu sem sam-
þykkt var á Alþingi í júní 2011
og fjallaði um mikilvægi þess að
samþætta áherslur stjórnvalda í
mennta- og atvinnumálum. Var
starfshópurinn skipaður í kjöl farið
en í honum áttu sæti fulltrúar úr
skólasamfélaginu, ráðuneytum
og samtökum atvinnurekenda og
launamanna.
Skúli Helgason, þing maður
Samfylkingarinnar, leiddi starf
hópsins. Á kynningarfundi vegna
útgáfu skýrslunnar í gær sagði
hann vinnuna ekki síst hafa
tekið mið af því að skömmu eftir
bankahrun þegar atvinnuleysi
var í sögulegu hámarki hefði
borist ákall frá atvinnulífinu um
að tilfinnan legur skortur væri á
starfsfólki með verk- og tækni-
menntun.
Í skýrslunni kemur fram að hlut-
fall Íslendinga á virkum vinnualdri
sem hafa ekki lokið framhalds-
skólanámi er talsvert hærra en
gengur og gerist í nágranna löndum
Íslands. Þá ljúka færri íslenskir
Verknám verði eflt og náms-
tími til stúdentsprófs styttur
Starfshópur forsætisráðuneytisins um aukna samþættingu í mennta- og atvinnumálum hefur kynnt til-
lögur sínar. Í skýrslu hópsins kemur fram að óvenjumargir Íslendingar hafa bara lokið grunnskólaprófi.
Helstu tillögur starfshóps forsætisráðuneytisins
eru eftirfarandi:
■ Námstími í grunn- og framhaldsskóla verði styttur
■ Aukin áhersla verði lögð á einstaklingsmiðað nám
■ Aðgerðir gegn brottfalli úr menntakerfinu hefjist
strax í grunnskóla
■ Áhersla á nýsköpun aukin á öllum skólastigum
■ Reiknilíkanið sem stjórnar fjárveitingum til fram-
haldsskóla verði endurskoðað
■ Samfella milli skólastiga
■ Aukin ráðgjöf til ungs fólks um menntun og
atvinnu
■ Aðgerðaáætlun um eflingu verk- og tæknináms á
framhaldsskóla- og háskólastigi verði unnin
■ Áhersla á verk- og tæknigreinar í grunnskólum
verði aukin
■ Mannafls- og menntunarþörf atvinnulífsins verði
greind og skóli og atvinnulíf hefji samstarf um
nýjar áherslur í menntamálum
■ Settur verði á fót víðtækur samráðsvettvangur um
framtíðarstefnu menntakerfisins
Tillögur starfshópsins
Í TÆKNISKÓLANUM Í nýrri skýrslu um stefnu í mennta- og
atvinnumálum er kynnt það markmið að nemendum á fram-
haldsskóla- og háskólastigi fjölgi verulega á næstu árum.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
nemendur framhaldsskólanámi
á réttum tíma en almennt gerist
í OECD-ríkjunum auk þess sem
námstími á grunn- og framhalds-
skólastigi er óvenjulangur hér á
landi.
Starfshópurinn leggur því meðal
annars áherslu á að einstaklings-
miðað nám og starfs- og verknám
fái aukna áherslu í grunn- og fram-
haldsskólum til að tryggja að allir
hafi námsmöguleika við sitt hæfi.
Þá mælir hópurinn með því að
unnin verði tímasett áætlun um
eflingu verk- og tæknináms á
framhaldsskóla- og háskólastigi
með það að markmiði að hlutfall
nemenda í þess konar námi hækki
úr 33% árið 2011 í 40% árið 2020.
Hópurinn telur jafnframt æski-
legt að stytta námstíma í grunn-
og framhaldsskóla úr fjórtán
árum í þrettán og jafnvel tólf.
Skúli Helgason sagði þó á fundin-
um í gær að stytting á námstíma
væri róttæk aðgerð og krefðist því
undirbúnings og samtals innan
skóla kerfisins. Þá benti hann á
að stytting námstíma um eitt ár
myndi spara á bilinu einn til tvo
milljarða króna á ári sem hægt
væri að nýta til að styrkja mennta-
kerfið.
Mennta- og menningarmálaráðu-
neytinu verður falið að hrinda til-
lögum starfshópsins í framkvæmd
í samráði við atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytið og velferð-
arráðuneytið. magnusl@frettabladid.is
DANMÖRK Danskir lífeyrissjóðir
hafa fjárfest í vopnaframleiðslu-
fyrirtækjum. Á meðal þeirra
fyrirtækja sem þeir hafa fjárfest
í eru fyrirtæki sem framleiða
ómannaðar sprengjuflugvélar
sem hafa óspart verið notaðar í
Pakistan og Jemen.
Fram kemur á vef Berlingske
að forsvarsmenn sjóðanna beri
fyrir sig að takmarkið sé að
ávaxta fé sjóðsfélaga og ekkert
ólöglegt felist í framleiðslu
ómannaðra flauga.
Talsmenn Amnesty í Dan-
mörku og dönsku neytendasam-
takanna segja það hins vegar
vera skyldu sjóðanna að horfa til
ábyrgðar og siðferðislegra álita-
mála í fjárfestingum sínum.
- þj
Deilur í Danmörku:
Lífeyrissjóðirnir
gagnrýndir fyr-
ir vopnabrask