Fréttablaðið - 14.11.2012, Síða 14

Fréttablaðið - 14.11.2012, Síða 14
14 14. nóvember 2012 MIÐVIKUDAGUR Íþróttahreyfingin er ein stærsta fjöldahreyfing landsins og þús- undir sjálfboðaliða leggja sig fram í hverri viku til að halda úti öflugu starfi hreyfingarinnar. Íþróttir eru taldar ein mesta forvörn sem til er, um það efast fæstir. Flestir ef ekki allir þingmenn okkar eru sammála því en því miður þá virðist stór hluti þeirra samt sem áður hafa takmark- aðan skilning á starfsemi íþrótta- hreyfingarinnar og þá sérstaklega afreksstarfinu. Ráðherrar, alþingismenn og aðrir stjórnmálamenn eru duglegir að mæta á viðburði þegar afreksfólk- ið okkar nær góðum árangri – það er flott að láta taka myndir af sér með íþróttamönnum og vinsælt er að koma með örlítil peningaverðlaun líka svo þeir geti nú sagst hafa stutt íþróttafólkið til góðra verka. Þetta virkar þó hjákátlegt gagnvart öllum þeim sem koma að afreksstarfi í íþróttum. Til þess að halda úti öflugu afreksstarfi þarf fjármagn og til þess að ná árangri þarf fjármagn! Innan ÍSÍ eru 28 sérsambönd og halda þau öll úti afreksstarfi. Hvað gerir ríkisvaldið til þess að styðja við bakið á þessum 28 sérsambönd- um? Jú, það greiðir 34,7 milljónir í Afrekssjóð ÍSÍ á þessu ári eða um ríflega 1,2 milljón fyrir hvert sér- samband ef við gefum okkur þá reikniformúlu. Það sjá allir að þetta er heldur dapurt. Á fjárlögum fyrir árið 2013 er ekki gert ráð fyrir hækkun í Afreks- sjóð ÍSÍ. Það eru mikil vonbrigði og því spyr ég þeirrar einföldu spurn- ingar: „Er það vilji alþingismanna okkar að leggja niður afreksíþróttir á Íslandi?“ Körfuknattleikssambandið, KKÍ, er eitt af stærri sérsamböndum innan ÍSÍ. Körfuknattleikur er ein stærsta og vinsælasta íþróttagrein í heimi og mjög erfitt getur verið fyrir Ísland að ná árangri á alþjóð- legum vettvangi í jafn stórri íþrótta- grein. Innan raða KKÍ er mikill metnaður og vilji til að halda úti öfl- ugu afreksstarfi – starfi sem getur leitt til þess að við náum viðunandi og góðum árangri á alþjóðlega vísu. Þá kemur að kjarna málsins – það kostar pening að ná árangri! Ísland hefur átt nokkra Norð- urlandameistara í yngri lands- liðum körfuknattleiks á undan- förnum árum, ásamt því að hafa komist í úrslitamót í Evrópukeppni yngri landsliða. Fjölskyldur þess- ara landsliðsmanna hafa þurft að greiða stóran hluta þessa kostnað- ar því annars hefði KKÍ ekki getað sent þessi landslið til keppni. Finnst alþingismönnum að við eigum að velja í landslið eftir efnahag for- eldranna? Það er himinn og haf á milli Íslands og annarra landa í Evr- ópu þegar kemur að fjárveiting- um til íþróttamála. Engin ríkis- stjórn þeirra landa í Evrópu sem við Íslendingar viljum helst bera okkur saman við styður eins lítið við íþróttahreyfinguna og ríkisstjórn Íslands. Þetta er miður. Það vill því miður oft gleymast hversu góð landkynning okkar góða íþróttafólk er, einnig vill oft gleym- ast að íþróttirnar er góð tekjulind fyrir þjóðarbúið. Langstærsti kostn- aðarliður afreksstarfsins er ferða- og uppihaldskostnaður og hverj- ir eru það sem njóta þess? Það eru ríkissjóður og fyrirtækin í ferða- og veitingahúsastarfsemi. Afreks- íþróttir skapa tekjur og laða að fólk til landsins! Vegna þess að afreksfólkið fær lítinn fjárstuðning frá ríkisvald- inu og fyrirtækin í landinu hafa þurft að minnka stuðning sinn við afreksfólkið okkar, þá stöndum við frammi fyrir því að efnilegir og góðir íþróttamenn sjá ekki fram á að fá tækifæri til að keppa með sínum landsliðum. Þrátt fyrir lít- inn skilning ríkisvaldsins þá erum við hér á Íslandi svo heppin að mörg fyrirtæki í landinu sjá sér fært að styðja með ýmsum hætti við bakið á afreksstarfinu og fyrir það ber að þakka og geri ég það af heilum hug. Við sem förum fyrir íþróttahreyf- ingunni vitum og gerum okkur grein fyrir að ríkissjóður þarf að forgangsraða í sínum fjármálum eins og staðan er á Íslandi í dag. Það eru hins vegar forvarnir til framtíð- ar að ríkissjóður styðji myndarlega við afrekssjóð íþróttahreyfingar- innar. Það er staðreynd að afreks- íþróttir á Íslandi eru komnar að fjárhagslegum þolmörkum. Metn- aðurinn, getan, viljinn og þróttur- inn hjá íslenskri íþróttahreyfingu er svo sannarlega til staðar til að halda áfram á sigurbraut íslenskra íþrótta. Um það skal enginn efast. Ég bið alþingismenn að hoppa um borð með okkur núna áður en það verður um seinan, tíminn er naum- ur. Að lokum langar mig að þakka þingkonunum Ragnheiði Ríkharðs- dóttur og Þorgerði Katrínu Gunn- arsdóttur fyrir þingsályktunartil- lögu sem þær lögðu nýverið fram á Alþingi um mótun heildstæðrar stefnu um afreksfólk í íþróttum. Afreksíþróttir við þolmörk Til Ragnars Þorsteinssonar.Hvernig er það réttlætanlegt að þið hjá menntaráði byrjið á því að útiloka öll börn frá Klettaskóla og takið þar af leiðandi í burtu val foreldra þroskaskertra barna og barnanna sjálfra og farið síðan að athuga hvað eigi að gera við þessi börn einhvern tímann seinna? Hefði ekki verið eðlilegra að útfæra raunverulegt úrræði fyrst svo að það væri þá eitthvað raunverulegt val? Í dag búa mörg þroskaskert börn við skóla án aðgreiningar. Þú spyrð þig væntanlega: „Hvað er skóli án aðgreiningar?“ Skólaaðgreining er þegar börn eins og sonur minn eru neydd í sinn heimaskóla og eru aðgreind frá ófötluðum börnum þegar þau t.d. fara í sund. Sonur minn er tekinn úr bekk til að fara til sérkennara EINN, er tekinn úr bekk til að fara í námsver eða er alltaf með starfs- mann sér við hlið þegar hann fær að vera með inni í bekk eða þegar það eru frímínútur og hann getur ekki tekið þátt í fótbolta, klifur- grind eða eltingarleik, eða þegar allir aðrir eru að fara að gera eitt- hvað allt annað eftir skóla þannig að hann þarf að labba einn heim og leika við mun yngri systur eða fara í sund með afa af því að hann getur ekki farið í sund í skólanum. Nú eru liðin nokkur ár síðan þið ákváðuð að útiloka þennan hóp barna í Klettaskóla og enn er ekk- ert raunhæft val komið í staðinn og samkvæmt frétt á Visir.is í gær er ekki enn vitað hvenær það verður. Þetta er ekki boðlegt lengur. Skóli án aðgreiningar er fín stefna svo langt sem hún nær, en hvernig væri að þið færuð að átta ykkur á því að þegar sú stefna virk- ar ekki þá snýst hún í andhverfu sína og er virkilega vond fyrir þau börn sem hún nær ekki að þjónusta? Kæri Ragnar Um þessar mundir sitja fulltrúar presta og leikmanna á Kirkju- þingi. Á þinginu í ár er fjallað um skipulagsmál, niðurskurð, kaup og sölu á fasteignum, hlunnindi af kirkjujörðum og fleira. Ljóst er að kirkjunnar menn þurfa að kunna skil á fleiru en trú og þjónustu. Íslenska þjóðkirkj- an starfar í samfélagi þar sem á tímum hraða og samkeppni er kraf- ist skilvirkni og árangurs. En það er ekki eingöngu samfélagsgerðin sem hefur áhrif á starfsemi þjóð- kirkjunnar. Síðustu ár og áratugi hefur átt sér stað mikil breyting á vinnustöðum presta. Prestar, sem áður sátu einir að embætti og nutu virðingar í sinni sveit, starfa í dag sem hluti af starfsmannaheild. Það eru jafnvel tveir eða fleiri prestar á sama vinnustað ásamt starfsmönn- um, launuðum og ólaunuðum. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar doktorsrannsóknar eru íslenskir prestar ekki í stakk búnir til þess að mæta hröðum breytingum í starfsumhverfinu. Þá skortir þekk- ingu til þess að takast á við stjórnun og þá skortir skilning á tengslum trúarlegrar stjórnunarþekkingar við markmið prestsstarfsins. Óljós verkferli, skortur á starfslýsingum og ómarkvissar markmiðslýsingar eru meðal þeirra þátta sem hindra grósku og árangur í safnaðarstarfi. Sá söfnuður í íslensku rannsókninni sem sýndi mesta þekkingu á leið- toga- og stjórnunarfræðum og bjó til afmarkaðan ramma um starfið, sýndi mestan mælanlegan árangur hvað varðar gæði og grósku í safn- aðarstarfi. Prestarnir voru jafn- framt þeir ánægðustu í starfi. Í þeim söfnuðum þar sem skort- ur var á trúarlegri stjórnunarþekk- ingu voru prestar úrvinda af líkam- legri og andlegri þreytu. Þá skorti ekki eingöngu líkamlega hvíld heldur einnig andlega hvíld. Prest- ar þurfa að eiga möguleika til þess að rækta eigið trúarlíf til þess að geta gefið öðrum af sér. Það þarf að skapa skilvirkan ramma um starfið. En hvernig? Prestar í íslensku þjóðkirkjunni eiga ekki miklar fyrirmyndir í breyttri skipan. Þeir geta hvorki byggt á gömlum hefðum né skipu- lagðri leiðtoga- og stjórnunar- þekkingu úr guðfræðinámi. Engin formleg kennsla fer fram meðal prestsefna um stjórnunar- og leið- togafræði sem tekur mið af trú. Nið- urstöður íslensku rannsóknarinnar sýna brýna þörf á endurskipulagn- ingu fræðslu í stjórnunar- og leið- togafræðum meðal prestsefna og presta. Þegar stuðlað er að grósku og gæðum í öllum söfnuðum birtist sterk og öflug þjóðkirkja sem sýnir leiðtoga- og stjórnunartakta á ögur- stundu. Úrvinda prestar Jón Karl Helgason kvikmynda-gerðarmaður hefur gert heim- ildarmynd um sund. Við fyrstu sýn hljómar það ekkert sérstaklega spennandi, en myndin er afskaplega vel heppnuð, sýnir annars vegar keppni þeirra nafna Benedikts Hjartarsonar og Benedikts Lafleur um að verða fyrstur Íslendinga að synda yfir Ermarsund og hins vegar sýnir myndin ýmis þrekvirki sem hafa verið unnin í sundi kring- um Ísland í gegnum aldirnar þar sem fólk hefur átt líf sitt undir því að kunna að synda. Og það er ein- mitt sá vinkill sem heldur myndinni saman og skýrir hversu mikil afrek þeir Benedikt og Benedikt unnu í tilraunum sínum við að synda yfir Ermarsundið. Fyrir Sundsamband Íslands og sundhreyfinguna í landinu er þessi mynd gulls ígildi, því hún sýnir mikilvægi þess að kunna að synda, hún sýnir fegurð og dreng- skap sundíþróttarinnar, hún sýnir að einhverju leyti það álag sem keppnissundfólk býr við í undir- búningi fyrir keppni og hún segir sögu sundíþróttarinnar á Íslandi frá landnámsöld. Það var ekki sjálfgefið að þessar upplýsingar og þessi saga byggju áfram í minni þjóðarinnar fyrr en nú að Jón Karl og hans fólk setja hana í mynd. Fyrir það ber að þakka og halda á lofti nöfnum þess fólks sem af einskærum áhuga og elju leggst í slíka vinnu. Það er von okkar að þessi mynd, Sundið, haldi okkur Íslendingum við efnið, þannig að við týnum ekki niður sundkunnáttu okkar og gætum þess að kenna öllum börnum okkar að synda hér eftir sem hingað til. Gleymum því ekki að drukknun er önnur helsta dánarorsök vegna slysa í heiminum. Aðferðin við að minnka hættu á drukknun er að kenna sund snemma og viðhalda kunnáttunni alla ævi. Það eykur líka lýðheilsu þjóðarinnar. Sundið Íþróttir Hannes S. Jónsson formaður KKÍ Íþróttir Hörður J. Oddfríðarson formaður Sundsambands Íslands Menntamál Ágúst Kristmanns sölumaður og faðir þroskahamlaðs barns Trúmál Ádís Emilsdóttir Petersen doktor í guðfræði KJARAMÁL ELDRI BORGARA Landssamband eldri borgara og Alþýðusamband Íslands halda ráðstefnu fimmtudaginn 15. nóvember 2012 kl. 13-16 á Icelandair Hótel Natura (áður Hótel Loftleiðir) Ráðstefna um 1. Setning: Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður LEB 2. Hagur eldri borgara á Íslandi Stefán Ólafsson prófessor við HÍ og formaður stjórnar TR. 3. Hækkandi lífaldur – nauðsynleg viðbrögð Árni Gunnarsson f.v. alþingismaður og formaður starfshóps um endurskoðun almannatrygginga. 4. Lífeyriskerfin verða að vinna saman að bættum kjörum aldraðra Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ 5. Launakönnun BSRB – Tekjutengingar í almannatryggingakerfinu Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB 6. Lífeyrissjóðir – Réttindi – Eign Þórey S. Þórðardóttir hrl., framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða 7. Baráttan um brauðið – Enn er þörf Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Kjaranefndar LEB Umræður – Fyrirspurnir – Lokaorð. Ráðstefnustjóri: Halldór Sig. Guðmundsson félagsráðgjafi og lektor við HÍ Allir velkomnir – Aðgangur ókeypis

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.