Fréttablaðið - 14.11.2012, Síða 18
14. nóvember 2012 MIÐVIKUDAGUR18
timamot@frettabladid.is
Afmæli
Vegna stærðar blaðsins á morgun, fimmtudag,
verður Fréttablaðið prentað í tvennu lagi.
Frestur til að skila inn dánarauglýsingum í
fimmtudagsblaðið færist því fram til kl. 13.30.
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Sverrir
Einarsson
Kristín
Ingólfsdóttir
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Alúð - virðing - traust
Áratuga reynsla
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HALLDÓRA JÓHANNA
ÞORVALDSDÓTTIR
fv. stöðvarstjóri Pósts og síma,
Reykholti, Borgarfirði,
lést á Hjúkrunar-og dvalarheimilinu
Brákarhlíð, Borgarbyggð 9. nóvember sl.
Útförin fer fram frá Reykholtskirkju laugardaginn 17. nóvember
nk. kl. 11.00.
Þórir Jónsson Hulda Olgeirsdóttir
Þorvaldur Jónsson Ólöf Guðmundsdóttir
Eiríkur Jónsson Björg Guðrún Bjarnadóttir
Kolbrún Jónsdóttir Haraldur Gunnarsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar kæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
REYNIR JÓHANNSSON
Skúlaskeiði 32, Hafnarfirði,
lést 12. nóvember að Sólvangi Hafnarfirði.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Hólmfríður Finnbogadóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
INGIBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR
frá Klauf, Eyjafjarðarsveit,
sem lést föstudaginn 2. nóvember á
dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, verður
jarðsungin frá Munkaþverárkirkju
föstudaginn 16. nóvember kl. 13.30.
Geir Guðmundsson Heiðbjört Eiríksdóttir
Hólmfríður Guðmundsdóttir Jón Eggertsson
Guðný Ósk Agnarsdóttir
Leifur Guðmundsson Þórdís Karlsdóttir
Anna Sigríður Guðmundsdóttir Haukur Geir Guðnason
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.
Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi, bróðir
og mágur,
ÓLAFUR ÓSKAR ANGANTÝSSON
lést á heimili sínu 6. nóvember síðastliðinn.
Útför hans fer fram frá Guðríðarkirkju
föstudaginn 16. nóvember kl. 13.00.
Styrmir Þór Ólafsson Sandra Penttinen
Miranda
Alva Björk
Íbsen Angantýsson Hulda Guðmundsdóttir
Bára Angantýsdóttir Einar Sigurgeirsson
Auður Angantýsdóttir
Guðrún Angantýsdóttir Viðar Már Matthíasson
Elskuleg systir okkar og mágkona,
ÞÓREY SIGURÐARDÓTTIR
Holtsgötu 24, Reykjavík,
lést á Elliheimilinu Grund sunnudaginn
11. nóvember. Útförin fer fram frá Neskirkju
þriðjudaginn 20. nóvember kl. 13.00.
Lilja Sigurðardóttir
Sigurjón Sigurðsson Guðbjörg Elentínusardóttir
Kristinn Sigurðsson Erna Gunnarsdóttir
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
ODDNÝ LAXDAL JÓNSDÓTTIR
Skálagerði 6, Akureyri,
lést á heimili sínu laugardaginn
10. nóv ember. Útför hennar fer fram
frá Akureyrarkirkju föstudaginn
23. nóvember kl. 13.30.
Jón Laxdal Halldórsson Aðalheiður S. Eysteinsdóttir
Ólafur Halldórsson Gígja Gunnarsdóttir
Halldór Halldórsson Halldóra B. Skúladóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
„Það er gaman að stjórna þessari sveit
því það er metnaður í fólkinu sem legg-
ur henni lið,“ segir Lárus Grímsson,
stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur,
en sveitin fagnar 90 ára afmæli sínu
með stórtónleikum í Norðurljósasal
Hörpu í kvöld klukkan 20. Lárus segir
ánægjulegt að tengja saman fortíð-
ina og framtíðina í nýju tónlistarhúsi
okkar Íslendinga.
Úrval söngvara og hljóðfæraleik-
ara kemur fram með sveitinni í kvöld.
Egill Ólafsson syngur Maístjörnuna
við lag Jakobs Hallgrímssonar, Stein-
dór kvæðamaður Andersen flytur Viki-
vaka eftir Lárus Grímsson, Áshildur
Haraldsdóttur leikur einleik á flautu
í verkinu Óður II eftir sama tónskáld
og Grímur Helgason einleik í Klarin-
ettulaginu eftir Báru Sigurjónsdóttur.
Þá verða frumflutt tvö verk, Gengið úr
skugga eftir Egil Ólafsson og Beyglað-
ir trompetar eftir Daníel Þ. Sigurðsson.
Lárus segir Beyglaða trompeta fyrsta
verk Daníels og mjög vel heppnað.
„Verkið hans Egils er líka flott stykki
fyrir fullskipaða lúðrasveit.“
Lúðrasveit Reykjavíkur var stofn-
uð í júlí 1922 er lúðrafélögin Gígja og
Harpa sameinuðust. Lárus segir að
það hafi verið mun meira um útispila-
mennsku í árdaga sveitarinnar en nú.
„Það var farið út á Austurvöll að spila
á góðviðrisdögum og á sumrin var
sveitin stundum um borð í gufuskipi
sem fór í skemmtisiglingar inn í Hval-
fjörð og upp á Akranes, jafnvel alla leið
að Búðum á Snæfellsnesi.“ Strax á öðru
ári sveitarinnar, 1923, kom hún sér upp
æfingahúsnæði. Það er Hljómskálinn
sem reistur var á haugunum við Tjörn-
ina í Reykjavík og var fyrsta húsið
sem byggt var sérstaklega yfir tónlist
á Íslandi. Þar æfir lúðrasveitin enn í
dag, auk skólalúðrasveitar. „Senni-
lega eru engir veggir á landinu eins
rækilega mettaðir af tónlist og vegg-
ir Hljómskálans,“ segir Lárus. Sjálf-
ur hlaut hann sitt tónlistaruppeldi að
hluta til í þessu áttstrenda húsi, meðal
annars hjá Páli Pampichler Pálssyni,
stjórnanda Lúðrasveitar Reykjavíkur.
Lárus tók við sprotanum af Páli árið
1998 og hafði þá spilað í sveitinni frá
14 ára aldri. „Tíminn hefur liðið hratt,“
segir hann. „Við höfum gert mikið af
því að frumflytja ný blásaraverk og
láta umskrifa fyrir okkur. Einnig hefur
fjöldi einleikara og söngvara komið
fram með sveitinni á undanförnum
árum.“
Lárus segir einungis karla hafa
skipað Lúðrasveit Reykjavíkur í upp-
hafi. „Fyrsta konan byrjaði um 1960.
Hún var kanadísk og var hér í háskól-
anum,“ minnist hann. „Nú eru konur
með okkur alveg til jafns við karla og í
skólasveitum eru stelpur í meirihluta.“
gun@frettabladid.is
LÚÐRASVEIT REYKJAVÍKUR: FAGNAR 90 ÁRA STARFSAFMÆLI
Engir veggir á Íslandi eins
rækilega mettaðir af tónlist
STJÓRNANDINN MEÐ EINLEIKURUM OG SÖNGVURUM Steindór Andersen, Lárus Grímsson, Grímur Helgason, Áshildur Haraldsdóttir og Egill
Ólafsson. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL RÚNARSSON
AUÐUR BJARNADÓTTIR dansari á afmæli í dag.
„Ég leitast eftir því að styrkja það æðra í sjálfri
mér og reyna að sjá það í öðrum.“
54
Björn Bjarnason
fyrrverandi ráð-
herra er sextíu og
átta ára.
Karl Bretaprins
er sextíu og fjög-
urra ára.
Logi Ólafsson
knattspyrnuþjálf-
ari er fimmtíu og
átta ára.
Er útikennsla málið?, Ullað (upp)
á íslenska tungu og Nýjar leiðir að
gömlum markmiðum eru heiti erinda
á málþingi um málfræðikennslu í
skólum sem haldið verður á morgun,
fimmtudaginn 15. nóvember í hús-
næði Menntavísindasviðs við Stakka-
hlíð – Bratta. Það hefst kl. 15 og
stendur til 17.30. Yfirskriftin er Víst
er málfræði skemmtileg og undir-
titillinn er – en skapandi málfræði-
kennsla gerir hana enn skemmti-
legri.
Markmiðið með málþinginu er að
ræða um áherslur í málfræðikennslu
sem eru til þess fallnar að auka
skilning og áhuga á málinu. Meðal
annars verður rætt um mikilvægi
þess að málfræðihugtök séu kennd
þannig að nemendur skilji að þau séu
aðeins formleg heiti á þeirra eigin
þekkingu og tengist innbyrðis hversu
ólík sem þau kunna að virðast.
Málfræðingar og málfræðikennar-
ar á öllum skólastigum standa saman
að þinginu. - gun
Að auka skilning með skemmtun
ÚTISKÓLASTOFA Skapandi kennsla gerir mál-
fræði skemmtilegri en ella. MYND/GVA