Fréttablaðið - 14.11.2012, Síða 21

Fréttablaðið - 14.11.2012, Síða 21
| FÓLK | 3VEIÐARFÆRI Ísfell er eitt öflugasta fyrirtæki landsins á sviði veiðarfæraþjónustu og sölu á útgerðar-vörum, björgunarvörum og ýmsum rekstrar- vörum fyrir sjávarútvegs- og iðnfyrirtæki. Fyrir- tækið rekur sex netaverkstæði hérlendis undir heitinu Ísnet þar sem veitt er alhliða veiðar- færa- og verslunarþjónusta með útgerðar,- rekstrar,- og björgunarvörur. Magnús Eyjólfs- son, sölu- og markaðsstjóri Ísfells, og Birkir Agnarsson, framleiðslustjóri Ísnets, segja starfs- menn netaverkstæðanna búa yfir mikill þekk- ingu og starfsreynslu sem nýtist vel íslenskum sjávarútvegi. „Nú höfum við á að skipa tuttugu starfsmönnum á verkstæðum okkar víða um land enda áhersla á þjónustu í heimabyggð,“ segir Magnús. „Það gerir okkur kleift að flytja til verkefni milli starfsstöðva og þannig getum við afgreitt mjög stór verkefni á skömmum tíma. Við getum líka fært til mannskap tímabundið milli stöðva ef verkefnin kalla á það. Starfsmenn okkar eru reynslumiklir og hver starfsstöð hefur ákveðna sérhæfingu. En til samans getum við tekið öll verkefni að okkur.“ MENNTUN SKIPTIR MÁLI Starfsmenn netaverkstæða Ísnets sinna bæði almennri framleiðslu og hönnun á nýjum veiðar- færum ásamt viðhaldi og viðgerðum á eldri veiðarfærum. Magnús og Birkir benda á að mikil verðmæti liggi í veiðarfærum og því skiptir miklu máli fyrir útgerðarmenn og skipstjórnendur að geta stólað á sérfræðinga Ísnets á þessu sviði sem geta metið kostnað við breytingar og lagfæringar. „Við leggjum líka mikla áherslu á menntun starfsmanna okkar. Nýlega tókum við til dæmis inn þrjá starfsmenn hjá okkur sem eru að læra veiðarfæragerð á námssamningi. Það skiptir okkur miklu máli að hér séu sem flestir starfs- menn menntaðir sem veiðarfæramenn. Auk þess eru á öllum þjónustustöðvum okkar faglærðir menn í forsvari.“ STÖÐUG ÞRÓUNARVINNA Helstu viðskiptavinir Ísnets eru útgerðarfélög en fyrirtækið þjónustar flestar stærri útgerðir landsins. „Það fer fram mjög fjölbreytt starfsemi á vegum okkar, allt frá því að fella þorskanet í að framleiða stærstu gerðir af flottrollum og loðnunótum og síldarnótum og allt þar á milli. Á þjónustustöðvum okkar sinnum við í raun veiðar- færagerð frá a til ö.“ Magnús og Birkir benda einnig á að stór hluti af starfsemi Ísnets felist í þróun á veiðarfærum. „Við erum stöðugt að leitast við að framleiða hagkvæmari veiðarfæri, bæði léttari til að spara olíu og jafnframt vinnum við með birgjum okkar við þróun á efni til veiðarfæragerðar. Við erum meðvitaðir um að vinna með útgerðum og fáum meðal annars skipstjóra í lið með okkur til að þróa vörurnar.“ ÍSNET VEITIR FJÖLBREYTTA VEIÐARFÆRAÞJÓNUSTU ÍSFELL KYNNIR Fyrirtækið Ísfell rekur sex netaverkstæði hérlendis undir heitinu Ísnet. Flestar stærri útgerðir landsins eru í viðskiptum hjá Ísnet en fyrirtækið hefur á að skipa vel menntuðum starfsmönnum. Ekkert veiðarfæri eða nokkurt annað áhald hef-ur fyrr né síðar komið okkur Íslendingum að jafnmiklu liði í lífsbaráttunni og botnvarpan. Fyrir hennar tilverknað hafa framfaramöguleikar þjóðarinnar skapast beint og óbeint hina síðustu áratugi. Hún hefur veitt milljónum króna inn í land- ið og veitt þúsundum manna lífsframfæri. Botn- varpan, eða „trollið“, eins og þetta veiðarfæri er venjulega nefnt í daglegu tali, fundu Englendingar upp. Notuðu þeir það fyrst á seglskútum í Norður- sjónum laust eftir 1850 (bómu trollið). Næstu áratugi var það mikið endurbætt, t.d. voru settar á það botnsköfur eða járnbryddir tréhlerar, sem strjúkast eftir botninum og halda netinu opnu. Fyrir nokkrum árum kom franska „pa- tentið“ til sögunnar, en það er í því fólgið, að 15-30 faðma strengir eru hafðir úr hlerunum og í netið. Áður voru hlerarnir fastir við netið. Aðalhlutur trollsins, þessa gullháfs fiskiþjóðanna, er topp- netið, en það er efri vængur netsins, sem skagar lengst fram í sjóinn, þegar það er dregið eftir botn- inum, og varnar fiskinum að synda upp fyrir það, þegar það nálgast. Aftan við toppnetið tekur svo við belgurinn og aftastur liggur pokinn eða belgtot- an, sem að neðan er gerður úr uxa húðum. Þangað safnast fiskurinn meðan á toginu stendur. Pokinn er einnig notaður til að innbyrða fiskinn, og af því er talað um að þetta og þetta margir pokar hafi fengist í hverju hali, eða „holi“, eins og sjómenn kalla það. Neðan á netið eru festar járnkúlur, eða sívalir tréhnallar, sem bobbingar nefnast. Þetta er gert til þess að netið rifni síður, þar sem botn er ósléttur. Efri armur (höfuðlína) netsins er aftur á móti alsettur litlum álkúlum til að halda því uppi. Annars mundi netið leggjast saman og dragast eins og gólfmotta eftir hafsbotninum. Dráttarstrengirnir, eða trollvírarnir, eru tveir, sinn í hvorn hlera, og eru festir í kefli gufuspilsins, sem er á þilfari fram- anvert við mitt skipið. Þessir vírar, sem venjulega eru um 500 faðma langir, leika í hinum svonefndu gálgum, en þeir eru tveir á hvorri hlið skipsins, annar framundir stefni, en hinn afturundir skut. Frá gufuspilinu liggja vírarnir báðir fram dekkið og gegnum masturspallana. Þar skiptast þeir og sá sem liggur í afturhlerann leikur um trissu á borð- stokknum, sem nefnd er síðupolli, og þaðan aftur með lunningunni að innan og í fótrúllu, eða polla, afturgálgans og þaðan upp í topprúlluna. Þar taka við keðjurnar, sem tengja vírinn í sjálfan hlerann. Vírinn í fremri gálganum fer beint úr masturspoll- anum í fótrúllu fremri gálgans og upp í topp- rúlluna, uns keðjunni er náð. Þegar kastað er og trollið komið í botn, eru báðar dráttartaugarnar hespaðar inn í dálítið járnauga aftast á skipinu, sem nefnt er togblökk. Þetta er gert til þess að minna slingur komi á vírana og dráttarorka skips- ins nái sem beinustu taki á trollinu. Hve mikill vír er „gefinn út“ fer eftir dýpinu, sem togað er á, í það og það skipti. Venjuleg lengd dráttartauganna, meðan á togun stendur, er þrisvar sinnum dýpið. Meðan trollið er innbyrt og losað, og því aftur varpað fyrir borð, er skipið stöðvað. En þegar búið er að velta vörpunni fyrir borð, er slakað á taugunum, uns komnir eru út 15-20 faðmar. Þá er skipið komið til gangs og því stýrt í stóra hringi og vörpunni slakað til botns, þegar skipið er komið á beina stefnu. Venjulega er togað í eina klukkustund, en skemur ef vel fiskast, en lengur ef treglega gengur.“ Í VEIÐIFERÐ MEÐ GULLTOPPI ÁRIÐ 1937 Í Lesbók Morgunblaðsins 28. febrúar 1937 birtist grein eftir Sigurð Benediktsson blaðamann sem fór í veiðiferð með togaranum Gulltoppi. Með því vildi hann gefa lesendum blaðsins innsýn í líf togarasjómanna. Áhugaverð frásögn sem hægt er að nálgast á Timarit.is en hún lýsir vel tíðarandanum. Hér er gripið niður í greinina þar sem veiðarfærinu er lýst. BREYTINGAR Veiðar- færin hafa stækkað og breyst i áranna rás. LOÐNUNÓT Myndin til vinstri sýnir starfsmenn vinna við loðnunót hjá Ísneti í Hafnarfirði. MYND/ANTON REYNSLA „Starfsmenn okkar eru reynslumiklir og hver starfsstöð hefur ákveðna sérhæfingu.“

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.