Fréttablaðið - 30.11.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 30.11.2012, Blaðsíða 16
30. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | KRÖFUHAFAR Í GLITNI Reykjavíkurborg ı 411 1111 ı www.reykjavik.is/fer R ey kj av ík u rb o rg 2 8. n ó ve m b er 2 01 2 / JH J Útstím er ráðgjafarverkefni þar sem íslensk fyrirtæki fá aðstoð við að ná fótfestu á erlendum markaði fyrir vörur sínar og þjónustu. Fjöldi íslenskra fyrirtækja hefur góða reynslu af þátttöku í verkefninu og hafa sum þeirra tekið þátt oftar en einu sinni til að styrkja stöðu sína erlendis. Áhersla er lögð á að finna rétta samstarfsaðila og aðstoða við val á dreifingaraðilum út frá kröfum sem skilgreindar hafa verið í samráði við þátttakanda. Ráðgjafi skipuleggur 3-6 fundi við væntanlega samstarfsaðila á markaði, en þátttakendur fara á eigin vegum á þessa fundi og reyna að ná samningum. Ráðgjafi er fyrirtækjum innan handar við gerð viðskiptasamninga. Á vef Íslandsstofu www. Islandsstofa.is eru frekari upplýsingar um Útstím, umsóknarferlið og framkvæmd verkefnisins. Upplýsingar veita, Andri Marteinsson verkefnsstjóri, andri@islandsstofa.is og Hermann Ottósson forstöðumaður markaðsþróunar, hermann@islandsstofa.is Sjóðir 47,9% Erlendir bankar 20,3% Aðrir 20,5% Íslenskir bankar 10,8% Aðrir stórir kröfuhafar 0,5% ➜ Burlington Loan Management ➜ CCP Credit Acquisition ➜ Silver Point ➜ Owl Creek Investments ➜ ACMO ➜ Max Participations ➜ Perry Luxco ➜ Leonardo ➜ Botticelli ➜ Thingvellir ➜ CSCP Credit Acquisi- tion ➜ Holdings Luxco ➜ Credit Agricole Vita ➜ TCA Opportunity Investment ➜ Goldman Sachs Lending Partners ➜ Gardur Partners ➜ Aristeia European Investments ➜ Hilcrest Investors Limited ➜ Geysir Fund ➜ York Global Finance Offshore BDH ➜ MSD Credit Opport- unity Master Fund ➜ Venor Capital Master Fund Ltd. ➜ Eksportfinans ASA ➜ Silfra Funds ➜ Calvert Income Fund ➜ Double Black Dia- monds Offshore ➜ FCCD Limited ➜ Norsk Tillitsmann ➜ Vlaams Woningsfonds van de Grote Gezinnen cvba ➜ Scoggin International Fund ➜ Baejarins Partners ➜ GS Raven Holdings ➜ Royal Bank of Scotland ➜ Deka Bank ➜ Deutsche Bank ➜ Barclays Bank ➜ Morgan Stanley ➜ Serengeti Manyara ➜ Nomura International ➜ Goldman Sachs ➜ BNP Paribas ➜ Merrill Lynch ➜ Intesa Sanpaolo Bank Ireland ➜ Landsbanki þrotabú ➜ Sparisjóðabanki þrotabú ➜ Kaupþing þrotabú ➜ Saga Capital þrotabú ➜ Íslandbanki ➜ Síminn ➜ 2.991 kröfuhafi VIÐSKIPTI Vogunarsjóðir og aðrir fjárfestingasjóðir eiga um helming allra krafna á Glitni. Verði nauða- samningur bankans samþykktur og kláraður munu þeir eiga meiri- hluta í eignarstýringafélaginu sem stofnað verður á grunni hins fallna banka. Á meðal eigna þess verður Íslandsbanki. Þetta má lesa út úr skrá yfir 50 stærstu samþykktu kröfuhafa Glitnis sem birt var á kröfuhafafundi bankans í gær. Fréttablaðið hefur skrána undir höndum. Samkvæmt skránni hefur mikil samþjöppun átt sér stað í eignar- haldi á kröfum á Glitni á síðustu tveimur árum. Sumarið 2010 áttu fimmtíu stærstu kröfuhafar bank- ans 60,4 prósent allra krafna. Nú eiga þeir fimmtíu stærstu 79,5 prósent krafnanna, en alls nema samþykktar kröfur í búið 2.263 milljörðum króna. Rúmlega þrjátíu sjóðir, að mestu vogunarsjóðir, eiga sam- tals 47,9 prósent allra krafna á hinn fallna banka. Þeir hafa aukið hlut sinn mjög mikið á undanförn- um tveimur árum. Verði nauða- samningur Glitnis samþykktur, og margir minni kröfuhafar borgaðir út, mun eignarhlutur þessara sjóða vaxa nægilega mikið til að þeir verði meirihluti eigenda Glitnis. Auk þess eiga íslenskir bankar, sem annaðhvort eru í slitameð- ferð eða eru í eigu þrotabúa, 10,8 prósent krafna. Margir vogunar- sjóðanna sem eru á meðal stærstu kröfuhafa Glitnis eiga líka kröfur á þessa banka og verða á meðal eigenda þeirra ef fram fer sem horfir. Erlendir bankar, sem upp- haflega voru stærstu kröfuhaf- ar bankans, eiga nú um 20,3 pró- sent krafna. Tæplega 3.000 aðrir almennir kröfuhafar eiga síðan samtals 20,5 prósent. Nokkrir vogunarsjóðir hafa verið mjög duglegir við að sanka að sér kröfum á Glitni á undan- förnum árum. Á meðal tíu stærstu kröfuhafa bankans eru nú sjóðir á borð við CCP Credit Acquisition Holdings (4,61 prósent krafna), Silver Point Luxemburg Platform (4,14 prósent krafna) Owl Creek Investments (3,08 prósent krafna) og ACMO (2,79 prósent krafna). Samtals er nafnvirði krafna þess- ara sjóða 331 milljarður króna. thordur@frettabladid.is Sjóðir eiga helming krafna í bú Glitnis Vogunarsjóðir eiga tæpan helming krafna á Glitni. Sjóðir munu eiga meirihluta. Burlington stærsti einstaki eigandi krafna. Heildarkröfur nema 2.263 milljörðum. STAÐAN KYNNT Slitastjórn Glitnis hélt fund fyrir kröfuhafa sína í gær þar sem farið var yfir fjárhagsstöðu búsins. Þar var líka gerð grein fyrir því hverjir væru 50 stærstu kröfuhafar þess. Steinunn Guðbjartsdóttir og Páll Eiríksson mynda slitastjórn Glitnis. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Burlington Loan Management, írskt skúffufyrirtæki sem er fjármagnað og stýrt af bandaríska sjóðstýringarfyrirtækinu Davidson Kempner, er langstærsti einstaki kröfuhafi Glitnis. Alls á Burlington 8,46 prósent allra samþykktra krafna. Heildarumfang krafna sjóðsins er 191 milljarður króna. Sjóðurinn hefur bætt duglega við sig á síðustu tveimur árum. Um mitt ár 2010 átti hann 5,6 prósent allra krafna á Glitni, samtals upp á 142 milljarða króna. Burlington er einnig á meðal stærstu kröfuhafa Kaupþings, sem á 2,03 prósenta kröfu á Glitni. Nafnvirði hennar er um 45 milljarðar króna. Þá er Burlington á meðal stærstu eigenda Klakka, áður Existu. Dótturfélag Klakka, Síminn hf., á 10,6 milljarða króna kröfu á Glitni, eða 0,47 prósent allra krafna. Burlington langstærsti eigandinn ASKÝRING | 16 FJÁRHAGSSTAÐA ÞROTABÚS GLITNIS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.