Fréttablaðið - 30.11.2012, Blaðsíða 82
30. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR| MENNING | 54
Enski tónlistarmaðurinn Square-
pusher spilar á Sónarhátíðinni sem
verður haldin í Hörpunni í febrúar.
Squearepusher, sem heitir réttu
nafni Tom Jenkinson, er einn af
sérstæðustu tónlistarmönnum
heimsins. Hann er mikilsvirtur,
bæði sem tilraunakenndur raf-
tónlistarmaður og sem framúr-
stefnulegur djassisti. Hann steig
fram á sjónarsviðið á tíunda ára-
tugnum með óvenjulegum stíl þar
sem hann blandaði saman hröðum
breikbít-trommutöktum, teknói,
jungle, acid house, hipphoppi og
djassi.
Squarepusher, sem er afar fær
bassaleikari, hefur gefið út fimm-
tán plötur á ferli sínum, flestar á
vegum bresku útgáfunnar Warp.
Sú nýjasta heitir Ufabalum þar sem
kappinn einbeitir sér að hröðum og
flóknum töktum á kostnað bassa-
leiks og djasstónlistar.
Fréttablaðið hafði samband við
þennan tónlistargúrú þegar hann
var staddur á hóteli í Tókýó. Hann
hlakkar mikið til að heimsækja
Ísland í fyrsta sinn og kveðst ætla
að nýta tækifærið og kynnast
íslenskri tónlist í leiðinni.
Sjónræni þátturinn mikilvægur
Aðspurður segir hann nýju plötuna
Ufabalum vera bæði hljóð- og sjón-
rænt verkefni. „Á sama tíma og ég
tók upp tónlistina í hljóðverinu var
ég að vinna að myndefninu, sem
sést bæði á umslagi plötunnar og
á tónleikunum mínum. Platan er í
raun aðeins hluti af því sem gerðist
í sköpunarferlinu,“ segir Square-
pusher.
„Að hluta til er ég að vinna að
þessu tvennu á sama tíma til að
sjá hvort ég geti búið til sterkt
samband á milli tónlistarinnar
og myndefnisins. Margir leggja
ekkert á sig til að tengja mynd-
efnið við tónlistina á tónleikun-
um sínum og þess vegna verður
myndefnið merkingarlaust. Ég veit
ekki hvort fólk kemur auga á teng-
inguna sem ég er að búa til en við-
brögðin sem ég hef fengið frá fólki
gefa til kynna að það hefur gaman
af þessu,“ segir hann djúpraddaður
og hlær svo lítillega.
Ópersónulegur með hjálm
Uppi á sviði er Squarepusher með
forláta hjálm á höfðinu sem hann
bjó til frá grunni ásamt aðstoðar-
fólki sínu. Á honum birtist mynd-
efni sem tengist tónlistinni og því
sem er varpað á stóran skjá á bak
við hann.
„Með þessum hjálmi er ég að reyna
að fjarlægjast þessa rótgrónu
dýrkun á þeim sem stendur fremst
á sviðinu, að hann sé miðdepillinn.
Þegar ég er með hjálminn á mér
Bjó til tónlist úr drasli
Tónlistarmaðurinn Squarepusher spilar á Sónarhátíðinni í Hörpu á næsta ári.
Hann lærði að búa til tónlist upp úr drasli og er þakklátur fyrir það.
Á LEIÐ TIL ÍSLANDS Tónlistarmaðurinn Squarepusher spilar á Sónarhátíðinni sem verður haldin í fyrsta sinn í Hörpunni 15. og
16. febrúar.
Squarepusher hefur haft mikil
áhrif á aðra tónlistarmenn.
Aðspurður hvort hann
sjálfur eigi sér einhvern
áhrifavald, segist hann vissulega líta upp til
ákveðinna aðila. „En allt sem ég heyri, og þá
er ég ekki bara að meina tónlist, reyni ég að
notfæra mér. Ég er alltaf að fylgjast með því
sem er að gerast í kringum mig, hvort sem það
eru hljóð í flugvélum, öðrum vélum, eða önnur
umhverfishljóð. Þetta hefur stanslaus áhrif
á mig. Þetta geta líka verið hljóð í fram-
leiðslutækjum eða stálborum. Ég ólst
upp rétt hjá járnbrautarteinum og
verksmiðju sem býr til stálbolta.
Öll þessi hljóð heilluðu mig sem
barn.“
Áhrif frá verksmiðjum og flugvélum
verð ég augljóslega miðdepillinn en
mér finnst fólk ekki vera að horfa
á mig lengur. Ég er orðinn að skjá
sem birtir upplýsingar. Þannig get
ég komið fram á ópersónulegri
hátt, sem mér finnst þægilegra.“
Vill ekki sóa tíma fólks
Hann vill ekki meina að nýja plat-
an sé afturhvarf til fyrri verka.
„Fljótt á litið er kannski svipur
með henni og gamla efninu, ef litið
er á tempóið og forritaða tónlist-
ina, en mér finnst þetta ekki vera
líkt mínum gömlu verkum, enda
myndi ég aldrei gefa út eitthvað
sem væri afturhvarf til gamla tím-
ans. Það sem ég er að gera verður
að hafa eitthvað nýtt fram að færa,
því annars finnst mér ég vera að
sóa tíma fólks. Ég geri mér grein
fyrir því að það eru til stereótýp-
ur af mér sem fólk vill að ég upp-
fylli. Þetta er minn stærsti bardagi
og ég legg mikið upp úr því að láta
ekki undan þessum kröfum.“
Með upptökur á heilanum
Squarepusher byrjaði að grúska í
tónlist ungur að aldri þegar hann
tók upp á segulband lög úr útvarp-
inu og setti á kassettur. Einnig
tók hann upp alls konar hljóð með
hljóðnema á segulbandstæki og
reyndi í framhaldinu að búa til
eigin tónlist.
„Ég reyndi að smíða trommur
heima hjá mér og þegar ég eign-
aðist pening keypti ég notuð hljóð-
færi. Allt tengdist þetta upptökum
því ég hef alltaf verið með á heilan-
um að búa til góðar upptökur. Mér
finnst mjög heillandi að hljóðrita
eitthvað ákveðið hljóð sem fang-
ar hluta af veruleikanum og sjá
til þess að hægt verði að spila það
hvenær sem er í framtíðinni.“
Bjó til tónlist úr drasli
Þegar hann var ungur byrjaði
hann að spila á bassa, var í nokkr-
um hljómsveitum og kynntist
fólki sem í staðinn lánaði honum
tækjabúnað. „Það ferli að semja
nýja tónlist hefur alltaf tengst því
að finna rétta búnaðinn og kaupa
hann. Snemma á níunda áratugnum
þegar ég var ungur var tölvutækn-
in mjög lítil en í dag getur þú verið
með háþróað hljóðver innbyggt
í litla fartölvu. Á þessum tíma
voru bara til hljóðver sem kostuðu
hundruð þúsundir punda. Ég held
að það hafi verið gott fyrir mig
að búa til tónlist nánast úr engu,
eiginlega upp úr drasli. Það kitlaði
hugmyndaflugið og maður gat séð
alla þá möguleika sem hljóðfær-
ið eða tækið sem maður var með
í höndunum hafði upp á að bjóða.
Þegar maður er með takmarkaða
möguleika í höndunum nýtir maður
þá betur.“
Ný tækni umlykur einmitt okkur
öll og alltaf er einhver nýr snjall-
sími eða tölva að koma á markað.
„Það eru margir ónotaðir mögu-
leikar í þessum tækjum. Mín kyn-
slóð varð að notfæra sér það besta
úr þeim fáu möguleikum sem
voru í boði. Nýja tæknin verður
að stórum hluta ókönnuð því við
verðum alltaf að fá ný tæki. Þetta
er eiginlega kapítalísk bilun sem
gerir fólk heimskara. Þetta letur
fólk til að notfæra sér að fullu það
tæki sem það er með í höndunum.“
freyr@frettabladid.is
Frá kr. 119.900
Heimsferðir bjóða frábært tilboð á allra síðustu sætunum til Tenerife þann
20. desember.
Í boði er m.a. sértilboð á Paraiso del Sol íbúðahótelinu. Hótelið býður uppá
hálft fæði og „allt innifalið“
Athugið að mjög takmörkuð gisting er í boði!
Frá kr. 119.900 Paraiso del Sol
Netverð á mann m.v. tvo fullorðna og 2 börn, 2 – 11 ára, í íbúð á Paraiso del Sol.
Netverð á mann kr. 149.900 m.v. tvo fullorðna í studio búð.
Ótrúle
gt sért
ilboð!
*****
Tenerife
Jólaferð 20. desember í 14 nætur
Tónlistarmaðurinn vinsæli Ásgeir
Trausti kemur fram á ókeypis tón-
leikum á Degi íslenskrar tónlistar í
Hörpu á laugardaginn.
Tónleikarnir eru í boði FTT (Félags
tónskálda og textahöfunda). Þeir
verða á jarðhæð Hörpunnar, nánar
tiltekið í Munnhörpunni, og hefjast
kl. 15.00. Einnig koma fram Agent
Fresco, Hafdís Huld, Lára Rúnars,
Svavar Knútur, Magni, Thin Jimi og
Benóný Ægisson.
Ásgeir Trausti hefur fengið boð
um að spila á bransahátíðunum
Eurosonic í Hollandi og by:Larm í
Noregi á næsta ári og hver veit nema
einhver útgáfufyrirtæki komi þar
auga á hann.
Ásgeir Trausti
ókeypis í Hörpu
SPILAR Í HÖRPU Ásgeir Trausti spilar á
ókeypis tónleikum í Hörpunni.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Upplifið notalega jólastemningu á Garðatorgi alla
föstudaga og laugardaga til og með 15. des.
Fjöldi söluaðila, fallegt handverk, kórsöngur
og gleði.
Jólamarkaðurinn
Garðatorgi
Jólamarkaðurinn Garðatorgi