Fréttablaðið - 30.11.2012, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 30.11.2012, Blaðsíða 72
30. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR| MENNING | 44 BÆKUR ★★★★ ★ Myndin í speglinum Ragnheiður Gestsdóttir VERÖLD Ragnheiður Gestsdóttir hefur hlot- ið verðskuldaða athygli síðustu árin fyrir vandaðar barna- og unglinga- bækur. Nýjasta bók hennar, Mynd- in í speglinum, segir frá hinni 13 gömlu Rúnu sem undirbýr ferm- inguna og glímir við ýmis vanda- mál í fjölskyldu sinni. Foreldrar hennar eru fráskildir og neita að talast við. Eldri systur hennar, Helgu, dreymir um að verða fyr- irsæta og er hætt að borða og er orðin föl og kinnfiskasogin. Hvern- ig getur Rúna hjálpað systur sinni þegar hennar nánustu tala ekki lengur saman og þegar enginn virð- ist reiðubúinn til að viðurkenna að eitthvað bjáti á hjá Helgu? Myndin í speglinum er stór- skemmtileg þroskasaga ungrar stúlku. Ragnheiður tekur á erfiðum málum í bók sinni. Sagan fjallar um sjálfsmyndir. Hvaða augum lítum við okkur í speglinum? Hvaða áhrif hefur útlitsdýrkun samtímamenn- ingarinnar á það hvernig við sjáum okkur sjálf? Og hvað gerist þegar sjálfsmynd okkar brenglast svo svakalega að við sveltum okkur þar til allur þróttur er uppurinn og við lendum á sjúkrahúsi? Tungutak Ragnheiðar er skýrt og látlaust en ekki barnalegt. Myndin í speglinum er bók sem for- eldrar geta notið jafn vel og börnin, en Ragnheiður er einn af fáum íslensk- um höfundum sem skrifa bækur sem liggja á þeim óskilgreindu mörkum sem skilja að barna- og unglingabækur og fullorðinsbækur. Ragnheiður treystir lesend- um sínum og talar ekki niður til þeirra. Hún treystir því að les- endur geti tekist á við erfiðar hugmyndir og vandamál sem erfitt er að leysa, vandamál sem jafnvel verða ekki leyst í bókinni sjálfri. Við lok bókarinnar er ljóst að erfiðir mán- uðir og ár eru fram undan hjá Helgu sem þarf að glíma við sjúkdóm sem margir læknar hafa kallað ólæknandi. Og Rúnu hefur tekist að fá fjöl- skyldu sína til að ræða saman, en það þýðir ekki að allir séu orðnir vinir. Rúna er hetja. Hún lendir kannski ekki í sérstökum ævintýr- um, glímir hvorki við skrímsli né óvætti. En hún er hetja hvunndags- ins. Hún þroskast og lærir að fylgja eigin sannfæringu. Hún stelst inn á Facebook-síðu systur sinnar til að leita að vinum sem geta hjálpað henni að taka fyrstu skrefin í átt að bata. Við getum öll verið hetjur. Við þurfum bara að taka af skarið og hjálpa þeim sem þurfa á hjálp að halda. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir NIÐURSTAÐA: Stórskemmtileg sam- tímasaga og fallega skrifuð um grafal- varlegt málefni. Ætluð börnum 11 ára og eldri en á erindi við okkur öll. Spegilmyndir samtímans HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER Sýningar 16.00 Sýningin Hefurðu séð bleika hvalinn? opnar í Húsi Hákarla-Jörundar og Sæborg í Hrísey. Listamennirnir Yun og Rubin standa að sýningunni sem skoðar samspil manns og náttúru með því að nota þá orku sem býr í umhverf- inu. 17.00 Aðventusýning félagsmanna SÍM opnar í sal SÍM hússins að Hafnarstræti 16. Á sýningunni verða verk í öllum miðlum eftir 60 félagsmenn. 20.30 Verkið Inanna og Ereskigal verður frumflutt í Rýminu á Akureyri. Það er fjöllistakonan Anna Richards og dansarinn Ernesto Camilo Aldazabal Valdes sem standa að sýningunni. Upplestur 12.10 Margrét Blöndal og Pétur Blöndal lesa úr bókum sínum í húsnæði Ráð- gjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8. Boðið verður upp á te, kaffi og brauð. Tónlist 12.15 Guðný Guðmundsdóttir og Peter Máté, félagar úr Tríói Reykjavíkur, efna til tónleika í anda jóla á Kjarvals- stöðum. Aðgangur er ókeypis. 12.30 Auður Gunnarsdóttir sópran og Snorri Wium tenór koma fram á hádegistónleikum í Háteigskirkju ásamt kammerhópnum Stillu. Almennt miða- verð er kr. 1.000. 19.30 Caput hópurinn heldur tónleika tileinkaða tónskáldinu Atla Ingólfssyni í sal Kaldalóns í Hörpu. 21.00 Stebbi og Eyfi spila á tónleikum í Salnum, Kópavogi. Ásamt því að flytja lög af ábreiðuplötunum sínum munu þeir flytja margar helstu söngperlur sem þeir hafa sent frá sér í gegnum tíðina, ýmist saman eða hvor í sínu lagi. Miðaverð er kr. 3.000. 21.00 Söngkonan Jussanam da Silva heldur útgáfutónleika vegna útgáfu annars geisladisks síns, Rio/Reykjavík. Tónleikarnir fara fram í Fríkirkjunni og er miðaverð kr. 2.500. 21.00 Sigurður Guðmudnsson og Memfismafían halda árlega jólatónleika sína í Háskólabíói. 22.00 Vintage Caravan heldur útgáfu- tónleika á Græna hattinum, Akureyri. Miðaverð er kr. 1.500. 22.00 Beggi og Mood flytja blús á Café Rosenberg. 23.00 Ingvar Grétarsson spilar á Ob-La- Dí Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 500. Leiðsögn 12.00 Boðið verður upp á leiðsögn um sýningu Þórunnar Elísabetar Sveins- dóttur, Lauslega farið með staðreyndir – sumt neglt og annað saumað fast, og sýningu Þuríðar Rósar Sigurþórsdóttur, Hinumegin. Báðar sýningarnar standa nú yfir í Hafnarborg og er aðgangur ókeypis. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@ frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.