Fréttablaðið - 30.11.2012, Side 72
30. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR| MENNING | 44
BÆKUR ★★★★ ★
Myndin í speglinum
Ragnheiður Gestsdóttir
VERÖLD
Ragnheiður Gestsdóttir hefur hlot-
ið verðskuldaða athygli síðustu árin
fyrir vandaðar barna- og unglinga-
bækur. Nýjasta bók hennar, Mynd-
in í speglinum, segir frá hinni 13
gömlu Rúnu sem undirbýr ferm-
inguna og glímir við ýmis vanda-
mál í fjölskyldu sinni. Foreldrar
hennar eru fráskildir og neita að
talast við. Eldri systur hennar,
Helgu, dreymir um að verða fyr-
irsæta og er hætt að borða og er
orðin föl og kinnfiskasogin. Hvern-
ig getur Rúna hjálpað systur sinni
þegar hennar nánustu tala ekki
lengur saman og þegar enginn virð-
ist reiðubúinn til að viðurkenna að
eitthvað bjáti á hjá Helgu?
Myndin í speglinum er stór-
skemmtileg þroskasaga ungrar
stúlku. Ragnheiður tekur á erfiðum
málum í bók sinni. Sagan fjallar um
sjálfsmyndir. Hvaða augum lítum
við okkur í speglinum? Hvaða áhrif
hefur útlitsdýrkun samtímamenn-
ingarinnar á það hvernig við sjáum
okkur sjálf? Og hvað gerist þegar
sjálfsmynd okkar brenglast svo
svakalega að við sveltum okkur
þar til allur þróttur er
uppurinn og við lendum
á sjúkrahúsi?
Tungutak Ragnheiðar
er skýrt og látlaust en
ekki barnalegt. Myndin í
speglinum er bók sem for-
eldrar geta notið jafn vel
og börnin, en Ragnheiður
er einn af fáum íslensk-
um höfundum sem skrifa
bækur sem liggja á þeim
óskilgreindu mörkum sem
skilja að barna- og unglingabækur
og fullorðinsbækur.
Ragnheiður treystir lesend-
um sínum og talar ekki niður til
þeirra. Hún treystir því að les-
endur geti tekist á við
erfiðar hugmyndir og
vandamál sem erfitt
er að leysa, vandamál
sem jafnvel verða ekki
leyst í bókinni sjálfri.
Við lok bókarinnar er
ljóst að erfiðir mán-
uðir og ár eru fram
undan hjá Helgu sem
þarf að glíma við
sjúkdóm sem margir
læknar hafa kallað ólæknandi.
Og Rúnu hefur tekist að fá fjöl-
skyldu sína til að ræða saman, en
það þýðir ekki að allir séu orðnir
vinir.
Rúna er hetja. Hún lendir
kannski ekki í sérstökum ævintýr-
um, glímir hvorki við skrímsli né
óvætti. En hún er hetja hvunndags-
ins. Hún þroskast og lærir að fylgja
eigin sannfæringu. Hún stelst inn
á Facebook-síðu systur sinnar til
að leita að vinum sem geta hjálpað
henni að taka fyrstu skrefin í átt
að bata. Við getum öll verið hetjur.
Við þurfum bara að taka af skarið
og hjálpa þeim sem þurfa á hjálp
að halda.
Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir
NIÐURSTAÐA: Stórskemmtileg sam-
tímasaga og fallega skrifuð um grafal-
varlegt málefni. Ætluð börnum 11 ára
og eldri en á erindi við okkur öll.
Spegilmyndir samtímans
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER
Sýningar
16.00 Sýningin Hefurðu séð bleika
hvalinn? opnar í Húsi Hákarla-Jörundar
og Sæborg í Hrísey. Listamennirnir Yun
og Rubin standa að sýningunni sem
skoðar samspil manns og náttúru með
því að nota þá orku sem býr í umhverf-
inu.
17.00 Aðventusýning félagsmanna SÍM
opnar í sal SÍM hússins að Hafnarstræti
16. Á sýningunni verða verk í öllum
miðlum eftir 60 félagsmenn.
20.30 Verkið Inanna og Ereskigal
verður frumflutt í Rýminu á Akureyri.
Það er fjöllistakonan Anna Richards og
dansarinn Ernesto Camilo Aldazabal
Valdes sem standa að sýningunni.
Upplestur
12.10 Margrét Blöndal og Pétur Blöndal
lesa úr bókum sínum í húsnæði Ráð-
gjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins
að Skógarhlíð 8. Boðið verður upp á te,
kaffi og brauð.
Tónlist
12.15 Guðný Guðmundsdóttir og Peter
Máté, félagar úr Tríói Reykjavíkur,
efna til tónleika í anda jóla á Kjarvals-
stöðum. Aðgangur er ókeypis.
12.30 Auður Gunnarsdóttir sópran
og Snorri Wium tenór koma fram á
hádegistónleikum í Háteigskirkju ásamt
kammerhópnum Stillu. Almennt miða-
verð er kr. 1.000.
19.30 Caput hópurinn heldur tónleika
tileinkaða tónskáldinu Atla Ingólfssyni í
sal Kaldalóns í Hörpu.
21.00 Stebbi og Eyfi spila á tónleikum
í Salnum, Kópavogi. Ásamt því að flytja
lög af ábreiðuplötunum sínum munu
þeir flytja margar helstu söngperlur
sem þeir hafa sent frá sér í gegnum
tíðina, ýmist saman eða hvor í sínu lagi.
Miðaverð er kr. 3.000.
21.00 Söngkonan Jussanam da Silva
heldur útgáfutónleika vegna útgáfu
annars geisladisks síns, Rio/Reykjavík.
Tónleikarnir fara fram í Fríkirkjunni og
er miðaverð kr. 2.500.
21.00 Sigurður Guðmudnsson og
Memfismafían halda árlega jólatónleika
sína í Háskólabíói.
22.00 Vintage Caravan heldur útgáfu-
tónleika á Græna hattinum, Akureyri.
Miðaverð er kr. 1.500.
22.00 Beggi og Mood flytja blús á Café
Rosenberg.
23.00 Ingvar Grétarsson spilar á Ob-La-
Dí Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangseyrir
er kr. 500.
Leiðsögn
12.00 Boðið verður upp á leiðsögn um
sýningu Þórunnar Elísabetar Sveins-
dóttur, Lauslega farið með staðreyndir
– sumt neglt og annað saumað fast, og
sýningu Þuríðar Rósar Sigurþórsdóttur,
Hinumegin. Báðar sýningarnar standa
nú yfir í Hafnarborg og er aðgangur
ókeypis.
Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@
frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá
inni á visir.is.