Fréttablaðið - 30.11.2012, Síða 86
30. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR| SPORT | 58
visir.is
Frekari upplýsingar um
leikina má finna á Vísi.
N1-DEILDIN
HK 23
HAUKAR 24
HK - Mörk (skot): Bjarki Már Elísson 8/3 (12/3),
Atli Karl Bachmann 5 (9), Leó Snær Pétursson 3
(7), Eyþór Már Magnússon 3 (8), Garðar Svansson
2 (4), Tryggvi Þór Tryggvason 1 (1), Daníel Örn
Einarsson 1 (3), Bjarki Már Gunnarsson (1), Ólafur
Víðir Ólafsson (1),
Varin skot: Arnór Freyr Stefánsson 5/1 (26/2,
19%), Björn Ingi Friðþjófsson 4 (7, 57%),
Haukar - Mörk (skot): Stefán Rafn Sigurmanns-
son 9/1 (11/2), Tjörvi Þorgeirsson 4 (9), Sveinn Þor-
geirsson 2 (3), Gylfi Gylfason 2 (3), Jón Þorbjörn
Jóhannsson 2 (3), Gísli Jón Þórisson 2 (6), Árni
Steinn Steinþórsson 2 (7)
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 21 (43/2, 49%),
Einar Ólafur Vilmundarson (1/1, 0%),
FRAM 26
FH 31
Fram - Mörk (skot): Haraldur Þorvarðarson
8/1 (10/2), Róbert Aron Hostert 6 (13), Stefán
Baldvin Stefánsson 3 (3), Stefán Darri Þórsson 2
(3), Jóhann Gunnar Einarsson 2/1 (6/2), Sigurður
Eggertsson 2 (8), Ólafur Magnússon 1 (2), Hákon
Stefánsson 1 (2), Ægir Hrafn Jónsson 1 (3), Arnar
Freyr Dagbjartsson (1), Þorri Gunnarsson (3),
Varin skot: Magnús Erlendsson 16 (40/3, 40%),
Björn Viðar Björnsson (7/1, 0%),
FH - Mörk (skot): Ragnar Jóhannsson 7 (11),
Einar Rafn Eiðsson 6/3 (9/3), Ásbjörn Friðriks-
son 4/1 (5/1), Sigurður Ágústsson 3 (4), Þorkell
Magnússon 3 (5), Andri Berg Haraldsson 3 (6),
Magnús Óli Magnússon 2 (2), Logi Geirsson 2 (3),
Ari Magnús Þorgeirsson 1 (2),
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 18/2 (44/4,
41%),
DOMINOS-DEILD KARLA
KR 80
GRINDAVÍK 87
KR: Helgi Már Magnússon 20/8 fráköst, Brynjar
Þór Björnsson 16/4 fráköst, Kristófer Acox 15/12
fráköst, Martin Hermannsson 15, Finnur Atli
Magnusson 10/8 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 4.
Grindavík: Aaron Broussard 27/6 fráköst, Samuel
Zeglinski 23/7 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurður
Gunnar Þorsteinsson 12/6 fráköst, Ómar Örn
Sævarsson 10/6 fráköst, Þorleifur Ólafsson 8,
Davíð Ingi Bustion 4, Jóhann Árni Ólafsson 3
KFÍ 86
ÍR 90
KFÍ: Damier Erik Pitts 37/8 fráköst/7 stoðsend-
ingar, Tyrone Lorenzo Bradshaw 18, Mirko Stefán
Virijevic 15/8 fráköst, Kristján Pétur Andrésson
14/11 fráköst, Jón Hrafn Baldvinsson 2/5 fráköst.
ÍR: Eric James Palm 23/4 fráköst/6 stoðsend-
ingar, Nemanja Sovic 21/7 fráköst, Hreggviður
Magnússon 15/9 fráköst, Isaac Deshon Miles
11/14 fráköst, Sveinbjörn Claessen 7, Hjalti Frið-
riksson 7, Vilhjálmur Jónsson 4, Ellert Arnarson 2
FJÖLNIR 86
NJARÐVÍK 110
Fjölnir: Sylverster Cheston Spicer 20/12 fráköst,
Tómas Heiðar Tómasson 16, Paul Anthony
Williams 11, Elvar Sigurðsson 9, Jón Sverrisson 7,
Gunnar Ólafsson 2, Árni Ragnarsson 2.
Njarðvík: Ágúst Orrason 22, Elvar Már Friðriksson
17, Nigel Moore 13/9 fráköst/11 stoðsendingar,
Marcus Van 10/19 fráköst, Friðrik E. Stefánsson
7/6 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 6, Ólafur
Helgi Jónsson 6, Hjörtur Hrafn Einarsson 5, Óli
Ragnar Alexandersson 4, Oddur Birnir Pétursson 2
TINDASTÓLL 85
ÞÓR 101
Tindastóll: George Valentine 23, Þröstur Leó
Jóhannsson 15, Drew Gibson 13/8 fráköst/7
stoðsendingar, Helgi Rafn Viggósson 11/6 fráköst,
Ingvi Rafn Ingvarsson 10, Hreinn Gunnar Birgis-
son 8, Pétur Rúnar Birgisson 3, Svavar Birgisson 2.
Þór Þ.: Benjamin Curtis Smith 31/6 stoðsendingar,
David Bernard Jackson 30/11 fráköst, Darri Hilm-
arsson 24/5 fráköst, Darrell Flake 14/6 fráköst,
Guðmundur Jónsson 2/5 fráköst/7 stoðsendinga
KEFLAVÍK 86
SNÆFELL 82
Keflavík: Stephen Mc Dowell 28/7 fráköst, Valur
Orri Valsson 19, Darrel Keith Lewis 17/6 fráköst,
Michael Craion 15/19 fráköst/4 varin skot,
Magnús Þór Gunnarsson 5, Ragnar Albertsson 2.
Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 31/9 fráköst,
Asim McQueen 13/6 fráköst, Jay Threatt 12/8
fráköst/10 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson
11, Sveinn Arnar Davíðsson 5, Pálmi Freyr Sigur-
geirsson 4/4 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 3,
Ólafur Torfason 2/4 fráköst
SKALLAGRÍMUR X
STJARNAN X
Skallagrímur: Carlos Medlock 23/4 fráköst/5
stoðsendingar, Haminn Quaintance 21/8 fráköst/5
stoðsendingar, Sigmar Egilsson 14, Trausti Eiríks-
son 7/4 fráköst/6 stoðsendingar, Orri Jónsson 6/4
fráköst, Birgir Þór Sverrisson 5, Davíð Ásgeirsson
5, Davíð Guðmundsson 3.
Stjarnan: Brian Mills 35/14 fráköst, Justin Shouse
21/16 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 18/12
fráköst, Jovan Zdravevski 12/5 fráköst, Kjartan Atli
Kjartansson 5/5 fráköst, Fannar Freyr Helgason 4,
Dagur Kár Jónsson 3/5 fráköst
FÓTBOLTI Sauðkrækingurinn
Rúnar Már Sigurjónsson er
nýkominn til landsins en hann
hefur verið á ferð og flugi frá því
Pepsi-deildinni lauk í sumar.
Þessi efnilegi Valsmaður hefur
vakið athygli víða um Evrópu og er
eftirsóttur. Það er því afar ólíklegt
að við sjáum hann í Pepsi-deildinni
næsta sumar.
„Þetta hefur verið stór pakki og
nú er loks smá frí frá ferðalögum.
Nú bíð ég bara eftir því hvað liðin
vilja gera. Ég býst fastlega við því
að heyra í þeim á næstu tveimur
vikum,“ sagði Rúnar Már en leik-
tíðunum í Noregi og Svíþjóð er
lokið og danska deildin er á loka-
sprettinum.
„Ég byrjaði á því að fara í viku-
tíma til SönderjyskE í Danmörku
og þaðan fór ég þriggja daga ferð
til Tromsö í Noregi. Þaðan lá leið-
in til Kalmar í Svíþjóð þar sem ég
var í fimm daga. Svo fór ég með
landsliðinu til Andorra og loks
aftur til SönderjyskE nú síðast,“
sagði Rúnar sem mokar inn flug-
punktum en er feginn að vera kom-
inn aftur heim.
„Þetta gekk ágætlega hjá mér.
Fyrsta vikan í Danmörku var róleg
enda þeir að spila mikið á þeim
tíma. Þess vegna fór ég aftur og
spilaði leik með varaliðinu sem
mér fannst reyndar ekki ganga
nógu vel. Ég fór aðallega til Nor-
egs að skoða aðstæður. Ég tók
flottar æfingar í Svíþjóð og það
gekk best þar fannst mér.“
Fleiri félög vildu fá Rúnar til
æfinga en hann ásamt umboðs-
manni sínum ákvað að taka þess-
um boðum þar sem þau þóttu
meira spennandi sem stendur.
„Ég vonast eftir því að fá tvö til
þrjú tilboð svo ég geti valið besta
kostinn. Danmörk heillar mest og
ég vil helst spila þar. Það er besta
deildin. Ef ekkert af þessu gengur
upp þá skoða ég líklega hina kost-
ina,“ sagði Rúnar en hann er samn-
ingsbundinn Val og spilar með
þeim næsta sumar fari svo að hann
komist ekki í atvinnumennsku á
þessum tímapunkti.
„Það eru nánast engar líkur á
því að ég spili hér heima næsta
sumar en ég gæti fótbrotnað eða
eitthvað og það myndi þá eyði-
leggja möguleikann á að fara út
núna. Ein ástæðan fyrir því að ég
samdi við Val var að hafa starfs-
öryggi. Ég býst samt við því að
fara út,“ sagði Skagfirðingurinn
sem var valinn besti leikmaður
Pepsi-deildarinnar 2012 af Frétta-
blaðinu. - hbg
Langar helst að spila með liði í Danmörku
Rúnar Már er nýkominn heim úr miklu ferðalagi um Evrópu og bíður nú eft ir tilboðum.
EFTIRSÓTTUR Fjölmörg lið í Skandinavíu vildu skoða Skagfirðinginn sterka.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
GOLF Hinn 25 ára gamli Manuel de los San-
tos kemur frá Dóminíska lýðveldinu. Hann
hefur alla tíð verið hæfileikaríkur íþrótta-
maður og átti bjarta framtíð fyrir sér sem
hafnaboltamaður. Það var nánast frágengið
að hann myndi spila með Toronto Blue Jays
í MLB-deildinni í Bandaríkjunum þegar líf
hans breyttist skyndilega.
Hann var þá 18 ára gamall og lenti í mót-
orhjólaslysi sem leiddi til þess að það varð
að taka af honum annan fótinn. Eftir það
varð De los Santos að hugsa lífið upp á nýtt.
De los Santos lét fötlun sína ekki aftra
sér frá því að taka þátt í íþróttum og árið
2003, er hann flutti til Frakklands, byrjaði
hann að æfa golf. Það var Tiger Woods að
þakka. „Tiger Woods er hetjan mín,“ sagði
De los Santos sem fór að æfa eins og Tiger
og notaði ráðleggingar frá honum í bókum.
Hann varð líka fyrir miklum áhrifum
er hann sá myndina „The Legend of Bag-
ger Vance“ en hún fjallar um kylfing sem
lendir í miklu mótlæti.
„Daginn eftir að ég sá myndina bað ég
um að fá að fara út golfæfingasvæði. Það
skiptir ekki máli þó ég hafi bara einn fót-
legg. Þegar lífið gefur manni tækifæri þá
verður maður að grípa það. Ég ákvað að
gera það,“ sagði þessi ungi maður sem er
orðinn fyrirmynd um allan heim.
De los Santos hefur náð ótrúlegum
árangri í golfinu og er þegar kominn með
þrjá í forgjöf. Það sem gerir árangur hans
enn eftirtektarverðari er að hann notar
ekki gervifót. Hann stendur á einum fæti og
slær. Það er hreint ótrúlegt að sjá hvern-
ig hann nær að
slá hátt í 300
metra og vipp-
ar síðan eins og
atvinnumaður. Hann styðst þó
við hækjur á milli högga.
Hann fékk stóran draum upp-
fylltan á dögunum er hann fékk að
spila á móti atvinnumanna og áhuga-
manna á St. Andrew‘s-vellinum í Skot-
landi.
„Ég hef líklega aldrei séð eins góðan
kylfing með þrjá í forgjöf,“ sagði atvinnu-
maðurinn Gavin Dear eftir hringinn með
De los Santos en hann kom í hús á 76 högg-
um á þessum gríðarlega erfiða velli sem
hann hafði ekki leikið áður.
John Hopkins, fyrrum kylfingur og
blaðamaður, var á meðal þeirra sem fylgd-
ust með einfætta kylfingnum.
„Á golfvellinum í morgun varð ég vitni að
líklega því ótrúlegasta sem ég hef séð á 50
ára ferli í sportinu. Augun stóðu á stilkum er
ég horfði á De los Santos spila. Einfættur án
gervifótar með upphafshögg sem ná tæplega
300 metra. Svo vippaði hann með álíka til-
finningu og Seve Ballesteros gerði á sínum
tíma. Þessu mun ég aldrei gleyma,“ skrifaði
Hopkins. henry@frettabladid.is
Einfætti kylfi ngurinn
Manuel de los Santos er enginn venjulegur kylfi ngur. Þrátt fyrir að vera með
aðeins einn fótlegg hefur honum tekist að ná ótrúlegum tökum á golfíþróttinni.
Hann er kominn með þrjá í forgjöf og slær hátt í 300 metra upphafshögg.
Á SÖGUSLÓÐUM De los Santos er hér að slá upphafshöggið á 18. holu á frægasta golfvelli heims, St. Andrew‘s. Hann lék þann
völl á 76 höggum. NORDICPHOTOS/GETTY
KÖRFUBOLTI Hel-
ena Sverrisdótt-
ir fékk lang-
þráðar mínútur
með Good Ang-
els Kosic í Euro-
league í fyrra-
kvöld og skilaði
sínu (11 stig og 4 fráköst) í naumu
91-93 tapi á móti tyrkneska liðinu
Fenerbahce. Helena átti loka-
skot leiksins og gat tryggt sínu
liði sigur með því að hitta en því
miður geigaði skotið sem var
tekið úr afar erfiðri stöðu.
Helena hefur aðeins fengið
alvöru mínútur í tveimur leikj-
um í Euroleague í vetur en er
með samtals 29 stig og 11 fráköst
í þeim sem ætti að kalla á fleiri
mínútur í framhaldinu.
Frábær skotnýting hennar
vekur athygli. Helena hefur nýtt
6 af 9 þriggja stiga skotum sínum
í þessum tveimur leikjum og er
eins og er búin að nýta 55 prósent
þriggja stiga skota sinna í keppn-
inni (6 af 11). Hún er þessa stund-
ina í 4. sæti yfir bestu þriggja
stiga skytturnar í Euroleague en
auk þess hefur hún nýtt öll sex
vítin sín.
Helena fj órða
besta skyttan
JAFNVÆGI
De los Santos
heldur ótrúlegu
jafnvægi á
einum fæti.
Hann vill
ekki sjá
gervifót.
FÓTBOLTI Rafael Benítez, knatt-
spyrnustjóri Chelsea, er á þeirri
skoðun að Fernando Torres, fram-
herji liðsins, þurfi að rífa í lóðin í
lyftingasalnum til þess að ná fyrri
getu. Torres hefur átt erfitt upp-
dráttar frá því hann kom til Chelsea
frá Liverpool fyrir um 10 milljarða kr.
í lok janúar á síðasta ári.
Benítez segir í viðtali við íþrótta-
fréttavefinn Sportinglife að hann viti
ekki hvort Torres nái fyrri styrk. Hinn
28 ára gamli Torres lék gríðarlega vel
undir stjórn Benítez hjá Liverpool.
„Torres þarf að leggja áherslu á þá
hluti sem bæta hann sem leikmann.
Við erum að finna út úr því hvað það
er, og það mun taka tíma. Hann þarf
að bæta styrk sinn og það gerir hann
í lyftingasalnum,“ sagði Benítez m.a.
í viðtalinu. Hann bætti því við að
slakt gengi Torres á vellinum hefði
ekkert með meiðsli eða aldur hans
að gera.
Torres þarf að
rífa í lóðin
SPORT