Fréttablaðið - 08.12.2012, Page 24
8. desember 2012 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 24
Hvað ef landnámsmenn-
irnir forðum daga hefuðu
snúið við og sagt „Þetta er
bara vesen. Hættum við
að leita á vit nýrrar fram-
tíðar“?
Hvað ef Leifur, Þorfinn-
ur, Guðríður og co. hefðu
hætt við förina til Amer-
íku og aldrei fundið hina
nýju álfu?
Hvað ef bandamenn í
seinni heimstyrjöldinni
hefðu sagt „Við skulum
ekkert vera að skipta okkur af
þessum málum. Látum þetta bara
eiga sig“?
Hvað ef Lúther hefði ekki þorað
að negla greinarnar 95 á dyr
hallar kirkjunnar í Wittenberg
og við værum enn föst í viðjum
þröngsýni og afturhalds?
Hvað ef við hefðum ekki þorað
að færa út landhelgina í 12 mílur,
50 mílur, 200 mílur?
Hvað ef Vestmannaeyingar
hefðu ekki nennt upp á land í gos-
inu? Hvað ef þeir hefðu hætt við
að dæla köldum sjó á hraunið?
Hvað ef Guðlaugur hefði snúið
aftur til skipsflaksins í stað þess
að synda í land?
Hvað ef við hefðum ekki þorað
að taka á hruninu? Og
svo framvegis og fram-
vegis.
Eða erum við kannski
í þeim sporum að þora
ekki að taka á hruninu?
Nú hrópar úrtölu-
fólk hátt á málþingum
og í fjölmiðlum og vill
snúa þjóðinni til baka,
þjóðinni sem er á ferð
á vit nýrrar framtíðar.
Hættum við, segja þau,
förum varlega, skoðum
þetta betur, snúum við, hættum
við ferðina til fyrirheitna lands-
ins, höfum þetta bara eins og það
hefur verið, spillt, rotið, grugg-
ugt, óskýrt, óréttlátt, ósanngjarnt,
ójafnt – ó, ó, ó!
Já, svei, segi ég nú bara.
Höldum för okkar áfram
Það tók fámennan hóp 116 daga að
setja saman bandarísku stjórnar-
skrána árið 1787 sem margar
stjórnarskrár frjálsra landa hafa
síðan verið byggðar á. Hún var
samþykkt með naumum meiri-
hluta í mörgum ríkjum en náði
þó í gegn. Það tók stjórnlaga-
ráð 115 daga að ljúka gerð nýrr-
ar stjórnarskrá fyrir Ísland árið
2011, stjórnarskrá sem fær flotta
dóma þeirra erlendu sérfræðinga
sem búa yfir alvöru þekkingu og
kunna að lesa hana í samhengi við
aðrar stjórnarskrár heimsins. En
hér heima á klakanum eru úrtölu-
menn, einkum af félagsvísinda-
og lögfræðisviðum háskólanna,
orðnir hásir við að öskra á fólk
um að snúa við, fara til baka. Mér
koma til huga orð Salómons kon-
ungs, þess vitra manns: „Eins og
hundur sem snýr aftur til spýju
sinnar, svo er heimskingi sem
endurtekur fíflsku sína.“
Ætlum við að að vera þær gung-
ur að snúa við? Ætlar þú, þjóð
mín, að snúa aftur til spýjunnar?
Hlustum ekki á úrtölufólkið,
brýnum alþingismenn okkar til
að sýna nú djörfung og dug og
klára málið án þess að eyðileggja
listaverkið sem stjórnarskrár-
frumvarpið er. Höldum för okkar
áfram, ferðinni til nýrrar fram-
tíðar, fegurri veraldar, réttlátara
samfélags.
Úrtölufólkið og spýjan
Því fylgir jafnan ein-
kennileg blanda af kát-
ínu, furðu og ónotum að
lesa frásagnir af boðunar-
samkomum langt leiddra
hægrimanna. (Með því á
ég bara við jaðar hópinn
sem heldur fastar í ósýni-
legu höndina en skynsemi
sína.) Í Morgunblaðinu
20. nóvember sl. var við-
tal við erlendan farand-
predikara sem hélt stól-
ræðu yfir innvígðum
úr þessum hópi á dögunum. (Og
blaðamanni Morgunblaðsins, ef
gera ber einhvern skilsmun þar
á.) Trú- eða te boðinn var Daniel
nokkur Mitchell, bandarísk-
ur starfsmaður Cato Institute í
Washington DC, USA, og pípa nú
kannski strax reykskynjarar hjá
mörgum en látum gott heita og
höldum áfram.
Doktor í hagfræði, doktor í
hagfræði, doktor í hagfræði
Til að tryggja eftirtekt lesenda
og kannski eitthvað meira taldi
blaðamaður Morgunblaðsins
augsýnilega nauðsynlegt að til-
taka ekki bara einu sinni, ekki
tvisvar heldur þrisvar sinnum að
Mitchell væri með doktorsgráðu
í hagfræði. Sjálf umfjöllunin var
svo á kósí-kunnuglegum slóðum.
„Meira frelsi og velmegun ef
umsvif ríkisins eru lítil.“ Og: „Við
viljum hagvöxt því þá hefur fólk
það betra.“ Og: „Flatir skattar eru
æskilegir samkvæmt hagfræði
og siðfræði“. Gott og vel – það er
trúfrelsi á Íslandi. Hápunkturinn
var hins vegar ekki þarna heldur
undir myndinni með viðtalinu.
Einn útúrdúr fyrst: Fram kom
í viðtalinu hverjir safnaðar-
meðlima höfðu veg og vanda af
komu Mitchell hingað. Þar voru
tvö hátimbruð nöfn, annars vegar
Rannsóknarsetur um nýsköpun
og hagvöxt en hins vegar Sam-
tök skattgreiðenda. Ég veit ekki
með hið fyrrnefnda en af gramsi
á netinu virðist hið síðara vera
nafn á bloggsíðu Skafta Harðar-
sonar. Og ekki mikið meira. Ef til
vill er þó eitthvað fleira í skúffu
þessa félags, ég veit það ekki, en
manni fyrirgefst vonandi að verða
hugsað til gamanmála Flosa heit-
ins Ólafssonar um Berg og Stóra-
Aðalberg.
Ein-tök? Sam-eind?
Óháð því má velta nánar fyrir sér
þeirri tilhneigingu hjá sumum að
koma á fót í kringum sjálfa sig, en
kannski ekki svo marga aðra, ein-
hverjum nostursamlega skírðum
„samtökum“. Koma svo
þaðan í frá helst ekki fram
sem maður sjálfur held-
ur sem holdgerð Samtök-
in. Maður hefði kannski
hneigst til að heimfæra
þetta undir metnaðar-
fulla og e.t.v. dálítið mis-
skilda félagshyggju. Það
er þó víst ekki nokkuð
sem maður myndi kenna
Skafta Harðarsyni eða
ýmsum öðrum sem þetta
stunda. Hvað þá?
Ef gengið er á hold- og höfuð-
gervinga svona samtaka og þeir
spurðir hverjir eða hversu marg-
ir aðrir séu undir skikkjunni og
memm í klúbbnum er svo oftar
en ekki viðkvæðið að fara undan í
flæmingi eða jafnvel neita blákalt
að gefa nokkuð upp um það.
Úr verður eitthvað í ætt við
ævintýrið um hina keisaralegu
nekt. Nema hvað barnið bend-
ir ekki á bera kallinn og hrópar
heldur er nógu kurteist og tillits-
samt (eða meðvirkt) til að spyrja
hann fyrst í hálfum hljóðum eins-
lega hvort hann sé nú alveg örugg-
lega viss um að vera í öllum föt-
unum. Og keisarinn, á fremur
efnisrýrum þveng einum klæða
(í víðlesnu og virðulegu blaði er
rétt að gæta lágmarksvelsæmis
í myndgervingum), svarar með
nokkrum þjósti að hann geti nú
ekki tjáð sig neitt um það en hinu
megi fólk treysta að sjálfum líði
honum líkt og kappklæddum.
Endalok heimspekinnar?
En ég var að tala um guðspjallið
samkvæmt Daniel Mitchell sem
Morgunblaðið miðlaði lesend-
um sínum fyrir skömmu. Ógetið
var um hápunktinn úr helgihald-
inu. Og þar dugir ekkert minna
en að vitna beint til endursagnar
myndatextasmiðs Morgunblaðs-
ins á egghvössu innsæi dr. Daniel
Mitchell:
„Hann nefnir að það sé mun
fýsilegra að búa í ríku landi, líkt
og Íslandi, en fátæku, eins og Ind-
landi.“
Nú eru skattalækkanir góðar
og blessaðar þar sem við á. Öll
viljum við fá sem mest í vasana
og skattana eins lága og unnt er
hverju sinni. En hér er annað og
meira undir. Aldrei áður í heims-
sögunni (kannski gat Churchill
betur fullyrt svona en ég) hefur
jafnsnyrtilega, í jafnfáum orðum
og á jafnbarnslega blá eygan hátt
verið smættuð niður sjálf lífs-
gátan. Dömur mínar og herrar í
heimspekideildunum, þið getið
pakkað niður doðröntunum og
tekið ofan flöskubotnana, kannski
bara drifið ykkur loksins í leiser
en því næst heim og hallað ykkur
og svo strax í fyrramálið fengið
ykkur alminlega vinnu: Daniel
Mitchell og Mogginn eru búnir
að þessu fyrir ykkur.
Vöxtur með vorinu
Eða ekki. Ég veit ekki með aðra en
við lestur þessa viðtals í Morgun-
blaðinu varð mér einkum hugs-
að til eins, og það var ekki hvað
ég gæti loksins grætt og grillað
mikið ef ég fengi allt þetta frelsi
sem boðað var, heldur var það
Peter Sellers sem Chance úr kvik-
myndinni Being There, klæddur
í kjól og hvítt og með Mónulísu-
bros, segjandi undirfurðulegum
rómi við bergnuminn hóp fyrir-
menna: „There will be growth in
the spring.“
Alveg hreinskilnislega í þetta
sinn held ég að sjaldan í heims-
sögunni hafi jafnsnyrtilega, í
jafnfáum orðum og á jafnbarns-
lega bláeygan hátt verið rifin
niður hin brenglaða sjálfsmynd
hagfræðinnar, sem sumir kyndil-
berar eða sjálfskipaðir stafnbúar
hennar þreytast ekki á að troða
upp á hana beint eða óbeint, nefni-
lega að hún sé innst inni raunvís-
indi en ekki félagsvísindi. (Eins
og hið síðara sé annars eitthvað
til að skammast sín fyrir!) Von-
andi er að þessi eðlisáttunarvandi
rjátlist sem fyrst af þeim sem við
hann stríða. Vonandi er að þeir
leyfi hagfræðinni að vera það sem
hún í raun er og hvorki meira né
minna en það: samnefnari fyrir
misjafnlega viðeigandi tilgátur,
stundum kenningar, um manninn
og samfélagið en ekki – alls ekki!
– fyrir nein járnhörð náttúru-
lögmál um hið sama.
Frelsið mun gjöra yður sanna
ÞJÓÐFÉLAGSMÁL
Sr. Örn Bárður
Jónsson
sóknarprestur í
Neskirkju
➜ Ætlum við að að vera
þær gungur að snúa við?
Ætlar þú, þjóð mín, að snúa
aftur til spýjunnar?
STJÓRNMÁL
Finnur Þór
Vilhjálmsson
lögfræðingur
➜ Nú eru skattalækkanir
góðar og blessaðar þar sem
við á. Öll viljum við fá sem
mest í vasana og skattana
eins lága og unnt er hverju
sinni. En hér er annað og
meira undir. Aldrei áður í
heimssögunni (kannski gat
Churchill betur fullyrt svona
en ég) hefur jafn snyrtilega,
í jafnfáum orðum og á jafn-
barnslega bláeygan hátt
verið smættuð niður sjálf
lífsgátan.