Fréttablaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 42
| HELGIN | 8. desember 2012 LAUGARDAGUR42 ● Árið 1989 kom björgunarskipið Henry A. Hálfdanarson og leysti þar með af hólmi björgunarbát- inn Gísla J. Johnsen sem stað- settur hafði verið í Reykjavíkur- höfn frá árinu 1956. ● Árið 1993 kom björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein til Sandgerðis og markviss uppbygging björg- unarskipaflotans hefst. ● Á árunum 1996-7 voru fimm björgunarskip keypt frá þýsku og hollensku sjóbjörgunarfélög- unum og voru þau staðsett á Rifi, Ísafirði, Siglufirði, Raufarhöfn og Norðfirði. ● Árið 1998 kom svo ARUN-björg- unarskip til Grindavíkur sem keypt hafði verið frá Konunglega breska sjóbjörgunarfélaginu. ● Við sameiningu SVFÍ og Lands- bjargar árið 1999 bættist björgunarskipið Þór í Vestmanna- eyjum við flota Landsbjargar. ● Hringnum var lokað árið 2005, m.a. með styrkveitingu frá Alþingi, þegar skip voru keypt til Skagastrandar og Hafnar í Horna- firði, en á árinu 2004 höfðu skip verið staðsett í Hafnarfirði, á Patreksfirði og á Vopnafirði. ● Endurnýjun björgunarskipa- flotans lauk árið 2006. Þá voru björgunarskipin orðin 14 talsins, þar af 13 sömu gerðar, og gátu brugðist við á öllu hafsvæðinu kringum Ísland og náð þar til hvaða staðar sem er á fimm til sex klukkustundum. BJÖRGUNARSKIPIN SAGA UPPBYGGINGAR Sandgerði Grindavík Ísafj örður Patreksfj örður Siglufj örður Skagaströnd Raufarhöfn Vopnafj örður Neskaupstaður Vestmannaeyjar Reykjavík– Hafnarfj örður Rif Lögð hefur verið fram á Alþingi ályktun um að fela innanríkisráðherra að gera samkomulag við Slysavarnafélagið Lands-björg um endurbætur og viðhald björgunarskipa félags- ins fyrir árin 2014 til 2021. Eins að fela ráðherra að kanna þörf og möguleika á að fá enn öflugri skip á tiltekna staði á landinu, en skipin eru nú fjórtán talsins. Gömul en góð Flutningsmenn tillögunnar telja eðlilegt að samkomulagið feli í sér fjárframlag af hálfu ríkis- sjóðs að upphæð 30 milljónir króna hvert samningsár, miðað við verðlag ársins 2012, eða um 250 milljónir á samningstíman- um. Er þá ekki talinn kostnaður við nýsmíði. Flest skip, sem Slysavarna- félagið Landsbjörg notar í dag, eru svokölluð ARUN-björgunar- skip sem eru talin mjög örugg og hafa reynst afar vel við íslenskar aðstæður. Þessi skip voru keypt notuð af Konunglega breska sjó- björgunarfélaginu í mjög góðu ásigkomulagi. Skipin höfðu reglu- lega farið í skipulagt viðhald en nú er svo komið að tvö til þrjú skip þurfa nauðsynlega á slíkri klössun að halda. Að auki þarf að endurnýja eitt skip að fullu. Í greinargerð segir að jafn- framt megi búast við að öll önnur skip í björgunarskipaflotanum þurfi áþekka klössun á næsta áratug, auk þess sem gera verður gangskör í því að endurnýja tæki og búnað í samræmi við þróun í siglinga- og leiðsögutækjabúnaði síðustu ára. Gott ástand skipanna gefur tilefni til að álykta að þau endist önnur 15 ár hið minnsta, og því hagkvæmt að leggja í kostnað við viðhald þeirra sem gæti numið 20 til 30 milljónum á skip, auk skatta. Kostnaður við nýsmíði á einu skipi, samsvarandi og eru hér nú, er metinn á bilinu 350 til 400 milljónir króna, sam- kvæmt greinargerðinni. Aðrir sem Fréttablaðið ræddi við telja það vanmat. Aðkallandi verkefni Hörður Már Harðarson, formað- ur Landsbjargar, segir verkefnið aðkallandi. „Skipin eru gömul og þurfa endurnýjunar við. Þetta hefur verið í skoðun í nokkur ár og mikilvægt að þetta sé sett af stað. Þetta er tiltölulega umfangs- mikið verkefni enda þurfa skip stöðugt viðhald og það á ekki síst við um björgunartæki eins og þessi.“ Ljóst er að þörfin fyrir björg- unarskipin er mikil en á árinu 2010 voru 76 útköll skráð á lands- vísu eða um fimm á hvert skip. Þetta eru eingöngu útköll þar sem hætta eða vá var talin vera fyrir hendi. Þar að auki sinna björg- unarskipin ótal öðrum verkefnum og æfingum, meðal annars með þyrlum og varðskipum Land- helgisgæslunnar. Hörður segir að á fundi for- svarsmanna allra björgunarbáta- sjóðanna úti um land nýlega hafi verið rætt um að fækka skip- um eða finna leiðir til að halda þeim gangandi. Niðurstaðan var að halda öllum skipunum úti en sætta sig við minna fé til rekst- ursins. Strandveiðar breyttu miklu Um þörfina til að þétta net bátanna segir Hörður ljóst að með strandveiðunum hafi þörf- in fyrir björgunarskipin auk- ist; ekki síst við Vesturland og Vestfirði. Hugsanlegt sé í því samhengi að skip verði færð til, þó engin niðurstaða liggi fyrir um slíkt. Eins sé net bátanna kannski ekki nægilega þétt á Austurlandi, en þá þurfi til þess að hugsa að á bak við hvern bát þarf mannskap. „Bátarnir eru reknir af sjálfboðaliðum og áhugi og mannskapur þarf að vera til staðar, enda er það tölu- verð útgerð að reka svona skip. Þetta er miklu meira en að segja það,“ segir Hörður. „En fyrir okkur er það spurning um fram- tíð þessarar útgerðar að við fáum stuðning til lengri tíma litið, svo hægt sé að skipuleggja starfið fram í tímann.“ Þingmenn fjögurra flokka standa að ályktuninni. Jón Gunn- arsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, Björn Valur Gíslason, Vinstri grænum, Gunnar Bragi Sveinsson, Framsóknarflokki, og Oddný G. Harðardóttir, Sam- fylkingu. Tillagan hefur efnislega verið lögð fram í tvígang áður, á árunum 2007-2009. Björgunarskipin þurfa klössunar við Leggja þarf í endurbætur og viðhald björgunarskipa Landsbjargar sem eru fjórtán alls. Meta þarf þörfina á öflugri skipum á tiltekna staði á landinu. Lagt er til á Alþingi að leggja verkefninu til minnst 250 milljónir króna á átta ára tímabili. BJÖRGUNARSKIP VIÐ STÖRF Einar Sigurjónsson, skip Björgunarfélags Hafnarfjarðar, er eitt fjórtán skipa sem Landsbjörg hefur á sínum snærum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ú tb re ið sla björ gunarskipa L an dsb jargar ● Björgunarskip Slysavarnafélags- ins Landsbjargar eru fjórtán talsins. Skipin eru staðsett þar sem slysahætta er talin mest vegna sjósóknar. Sérstakir sjóðir sjá um rekstur þeirra í samvinnu við björg- unarsveit hvers staðar fyrir sig. ● Áhafnir björgunarskipanna eru mannaðar sjálfboðaliðum en umsjónarmaður hvers björg- unarskips er ábyrgur fyrir því að skipið sé ávallt klárt í útkall og að áhafnir fái nauðsynlega þjálfun. ● Áhafnir björgunarskipanna eru í nánu samstarfi við Vaktstöð siglinga en öll boðun til aðgerða á sjó kemur frá vaktstöðinni. ● Viðbragðstími björgunarskipanna er um 5 til 20 mínútur og á skýringarmyndinni má sjá út- breiðslu þeirra og viðmiðun á því hafsvæði sem þeir ná til á fimm til sex klukkustundum eftir útkall. Höfn í Hornafi rði ➜ Í greinargerð segir að búast megi við að öll önnur skip í björgunarskipaflotan- um þurfi jafnframt áþekka klössun á næsta áratug, auk þess sem gera verður gang- skör í því að endurnýja tæki og búnað í samræmi við þróun í siglinga- og leiðsögu- tækjabúnaði síðustu ára. Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ/JÓNAS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.