Fréttablaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 42
| HELGIN | 8. desember 2012 LAUGARDAGUR42
● Árið 1989 kom björgunarskipið
Henry A. Hálfdanarson og leysti
þar með af hólmi björgunarbát-
inn Gísla J. Johnsen sem stað-
settur hafði verið í Reykjavíkur-
höfn frá árinu 1956.
● Árið 1993 kom björgunarskipið
Hannes Þ. Hafstein til Sandgerðis
og markviss uppbygging björg-
unarskipaflotans hefst.
● Á árunum 1996-7 voru fimm
björgunarskip keypt frá þýsku
og hollensku sjóbjörgunarfélög-
unum og voru þau staðsett á Rifi,
Ísafirði, Siglufirði, Raufarhöfn og
Norðfirði.
● Árið 1998 kom svo ARUN-björg-
unarskip til Grindavíkur sem
keypt hafði verið frá Konunglega
breska sjóbjörgunarfélaginu.
● Við sameiningu SVFÍ og Lands-
bjargar árið 1999 bættist
björgunarskipið Þór í Vestmanna-
eyjum við flota Landsbjargar.
● Hringnum var lokað árið 2005,
m.a. með styrkveitingu frá
Alþingi, þegar skip voru keypt til
Skagastrandar og Hafnar í Horna-
firði, en á árinu 2004 höfðu skip
verið staðsett í Hafnarfirði, á
Patreksfirði og á Vopnafirði.
● Endurnýjun björgunarskipa-
flotans lauk árið 2006. Þá voru
björgunarskipin orðin 14 talsins,
þar af 13 sömu gerðar, og gátu
brugðist við á öllu hafsvæðinu
kringum Ísland og náð þar til
hvaða staðar sem er á fimm til
sex klukkustundum.
BJÖRGUNARSKIPIN
SAGA UPPBYGGINGAR
Sandgerði
Grindavík
Ísafj örður
Patreksfj örður
Siglufj örður
Skagaströnd
Raufarhöfn
Vopnafj örður
Neskaupstaður
Vestmannaeyjar
Reykjavík– Hafnarfj örður
Rif
Lögð hefur verið fram á Alþingi ályktun um að fela innanríkisráðherra að gera samkomulag við Slysavarnafélagið Lands-björg um endurbætur og
viðhald björgunarskipa félags-
ins fyrir árin 2014 til 2021. Eins
að fela ráðherra að kanna þörf
og möguleika á að fá enn öflugri
skip á tiltekna staði á landinu, en
skipin eru nú fjórtán talsins.
Gömul en góð
Flutningsmenn tillögunnar telja
eðlilegt að samkomulagið feli í
sér fjárframlag af hálfu ríkis-
sjóðs að upphæð 30 milljónir
króna hvert samningsár, miðað
við verðlag ársins 2012, eða um
250 milljónir á samningstíman-
um. Er þá ekki talinn kostnaður
við nýsmíði.
Flest skip, sem Slysavarna-
félagið Landsbjörg notar í dag,
eru svokölluð ARUN-björgunar-
skip sem eru talin mjög örugg og
hafa reynst afar vel við íslenskar
aðstæður. Þessi skip voru keypt
notuð af Konunglega breska sjó-
björgunarfélaginu í mjög góðu
ásigkomulagi. Skipin höfðu reglu-
lega farið í skipulagt viðhald en
nú er svo komið að tvö til þrjú
skip þurfa nauðsynlega á slíkri
klössun að halda. Að auki þarf að
endurnýja eitt skip að fullu.
Í greinargerð segir að jafn-
framt megi búast við að öll önnur
skip í björgunarskipaflotanum
þurfi áþekka klössun á næsta
áratug, auk þess sem gera verður
gangskör í því að endurnýja tæki
og búnað í samræmi við þróun í
siglinga- og leiðsögutækjabúnaði
síðustu ára. Gott ástand skipanna
gefur tilefni til að álykta að þau
endist önnur 15 ár hið minnsta,
og því hagkvæmt að leggja í
kostnað við viðhald þeirra sem
gæti numið 20 til 30 milljónum á
skip, auk skatta. Kostnaður við
nýsmíði á einu skipi, samsvarandi
og eru hér nú, er metinn á bilinu
350 til 400 milljónir króna, sam-
kvæmt greinargerðinni. Aðrir
sem Fréttablaðið ræddi við telja
það vanmat.
Aðkallandi verkefni
Hörður Már Harðarson, formað-
ur Landsbjargar, segir verkefnið
aðkallandi. „Skipin eru gömul og
þurfa endurnýjunar við. Þetta
hefur verið í skoðun í nokkur ár
og mikilvægt að þetta sé sett af
stað. Þetta er tiltölulega umfangs-
mikið verkefni enda þurfa skip
stöðugt viðhald og það á ekki síst
við um björgunartæki eins og
þessi.“
Ljóst er að þörfin fyrir björg-
unarskipin er mikil en á árinu
2010 voru 76 útköll skráð á lands-
vísu eða um fimm á hvert skip.
Þetta eru eingöngu útköll þar sem
hætta eða vá var talin vera fyrir
hendi. Þar að auki sinna björg-
unarskipin ótal öðrum verkefnum
og æfingum, meðal annars með
þyrlum og varðskipum Land-
helgisgæslunnar.
Hörður segir að á fundi for-
svarsmanna allra björgunarbáta-
sjóðanna úti um land nýlega hafi
verið rætt um að fækka skip-
um eða finna leiðir til að halda
þeim gangandi. Niðurstaðan var
að halda öllum skipunum úti en
sætta sig við minna fé til rekst-
ursins.
Strandveiðar breyttu miklu
Um þörfina til að þétta net
bátanna segir Hörður ljóst að
með strandveiðunum hafi þörf-
in fyrir björgunarskipin auk-
ist; ekki síst við Vesturland og
Vestfirði. Hugsanlegt sé í því
samhengi að skip verði færð til,
þó engin niðurstaða liggi fyrir
um slíkt. Eins sé net bátanna
kannski ekki nægilega þétt á
Austurlandi, en þá þurfi til þess
að hugsa að á bak við hvern bát
þarf mannskap. „Bátarnir eru
reknir af sjálfboðaliðum og
áhugi og mannskapur þarf að
vera til staðar, enda er það tölu-
verð útgerð að reka svona skip.
Þetta er miklu meira en að segja
það,“ segir Hörður. „En fyrir
okkur er það spurning um fram-
tíð þessarar útgerðar að við fáum
stuðning til lengri tíma litið, svo
hægt sé að skipuleggja starfið
fram í tímann.“
Þingmenn fjögurra flokka
standa að ályktuninni. Jón Gunn-
arsson, þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins, Björn Valur Gíslason,
Vinstri grænum, Gunnar Bragi
Sveinsson, Framsóknarflokki,
og Oddný G. Harðardóttir, Sam-
fylkingu. Tillagan hefur efnislega
verið lögð fram í tvígang áður, á
árunum 2007-2009.
Björgunarskipin þurfa klössunar við
Leggja þarf í endurbætur og viðhald björgunarskipa Landsbjargar sem eru fjórtán alls. Meta þarf þörfina á öflugri skipum á
tiltekna staði á landinu. Lagt er til á Alþingi að leggja verkefninu til minnst 250 milljónir króna á átta ára tímabili.
BJÖRGUNARSKIP VIÐ STÖRF Einar Sigurjónsson, skip Björgunarfélags Hafnarfjarðar, er eitt fjórtán skipa sem Landsbjörg hefur
á sínum snærum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Ú
tb
re
ið
sla
björ
gunarskipa L
an
dsb
jargar
● Björgunarskip Slysavarnafélags-
ins Landsbjargar eru fjórtán
talsins. Skipin eru staðsett þar sem
slysahætta er talin mest vegna
sjósóknar. Sérstakir sjóðir sjá um
rekstur þeirra í samvinnu við björg-
unarsveit hvers staðar fyrir sig.
● Áhafnir björgunarskipanna eru
mannaðar sjálfboðaliðum en
umsjónarmaður hvers björg-
unarskips er ábyrgur fyrir því að
skipið sé ávallt klárt í útkall og að
áhafnir fái nauðsynlega þjálfun.
● Áhafnir björgunarskipanna eru
í nánu samstarfi við Vaktstöð
siglinga en öll boðun til aðgerða
á sjó kemur frá vaktstöðinni.
● Viðbragðstími björgunarskipanna
er um 5 til 20 mínútur og á
skýringarmyndinni má sjá út-
breiðslu þeirra og viðmiðun á því
hafsvæði sem þeir ná til á fimm
til sex klukkustundum eftir útkall.
Höfn í Hornafi rði
➜ Í greinargerð segir að
búast megi við að öll önnur
skip í björgunarskipaflotan-
um þurfi jafnframt áþekka
klössun á næsta áratug, auk
þess sem gera verður gang-
skör í því að endurnýja tæki
og búnað í samræmi við
þróun í siglinga- og leiðsögu-
tækjabúnaði síðustu ára.
Svavar
Hávarðsson
svavar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ/JÓNAS