Fréttablaðið - 08.12.2012, Síða 86

Fréttablaðið - 08.12.2012, Síða 86
Þegar 20. öldin var að ganga í garð áttu sér stað miklar breytingar í húsakosti fólks á Íslandi. Húsin sem oft og tíðum voru ekki mjög stór þurftu oft að hýsa margt fólk. Timbur- og steinsteypuhús voru að taka við af torfbæjunum, en þó bjó um helmingur þjóðarinnar enn í torfbæjum á fyrsta áratugnum. Á þessum tíma hafðist fólk mest við í baðstofunum, en þar var oft þröng á þingi. Fólk stundaði flesta sína iðju þar. Þar var unnið og sofið og á kvöldin var þar unnin ull, kembt, spunnið, prjónað, þæft, og svo framvegis. Baðstofur voru eins misjafnar og þær voru margar, og á það við um stærð þeirra líka. Stærð þeirra var mæld í álnum, sem var mikil- vægasta lengdareiningin hér áður fyrr. Erfitt er að segja nákvæmlega til um hversu löng ein alin var, en hún hefur verið í kringum 50-60 sm. Sumar baðstofur voru 5 álnir á breidd og 8-9 á lengd en aðrar voru 12 álnir á lengd. Allar áttu þær þó það sameiginlegt að föst rúm voru á báðum hliðum. Í baðstofunni voru einnig borð, bekkir, kistur og stólar, eins mikið og þurfti. Rekkjunautar Langalgengast var að tveir svæfu saman í rúmi, og voru þeir þá kallaðir rekkjunautar, rúm- fé lagar eða jafnvel lagsmenn. Vegna plássleysis þurftu stundum að vera þrír saman í rúmi, þá oft hjón og eitt barn, og þurfti þá barnið að sofa til fóta. Þeir sem sváfu saman í rúmi voru oft rekkjubræður og rekkju systur. Börn og unglingar sem þurftu að sofa upp í hjá fullorðnum voru nefnd hjálúrur. Misjafnt var hvenær hátta- tími var hjá börnum. Sums staðar voru þau háttuð fyrr en aðrir en á öðrum stöðum fóru þau ekki bælið fyrr en á sama tíma og þeir fullorðnu, nema þau kysu sjálf að fara fyrr að sofa. Einnig fór eftir árstíðum hvenær fólk háttaði, en oftast gekk fólk seinna til rekkju á vorin heldur en í skammdeginu. Þegar tveir voru saman í rúmi var misjafnt hvernig þeir lágu. Ef annar var með höfuðið til fóta en hinn með höfuðið á höfðalagi, kall- aðist það að sofa andfætis. Ef báðir voru með höfuð við höfðalag kall- aðist það oft að sofa upp í arminn. Gera má ráð fyrir að í hverri bað- stofu hafi sofið allt að 10 manns, og þar sem fjölmennast var hafa jafnvel verið hátt í 20 manns sem deildu rýminu. Frágangur fata og fatavenjur Margar mæður vöndu börn sín strax á það að ganga snyrti- lega um föt sín þegar þau hátt- uðu. Algengast virðist hafa verið að ganga snyrtilega og fallega frá fötunum sínum annað hvort á rúmstokkinn, eða koffort sem stóð við rúm stokkinn. Var þetta gert svo auðveldara yrði að finna fötin í myrkrinu þegar farið var á fætur, og var það líka hentugt ef ske kynni að fólk þyrfti að klæða sig í flýti af einhverjum ástæðum. Oft var buxunum þó stungið undir koddaendann, sokkum undir rekkjuvoðina, og kjólar hengdir á snaga eða lagðir á bekki og borð. Á mörgum stöðum tíðkaðist að geyma sokkana undir laki yfir nóttina, svo þeir yrðu þurrir og hlýir að morgni. Þrátt fyrir að þetta hafi verið algengast eru líka til dæmi um að sokkar og skór hafi alls ekki verið geymdir í baðstof- unni yfir nóttina. Á sumum stöðum þótti það heldur letilegt að klæða sig úr öllum hamnum í einu, frekar átti að taka eina spjör af sér í einu. Skór voru geymdir á gólfinu og sokkar oft ofan á þeim, og þá brotnir á hæl svo þeir væru til- búnir daginn eftir. Næstum algilt var að skór skyldu snúa þannig að tærnar sneru fram, og þeir hafðir undir rúminu, eða eins nálægt því og kostur gæfist, svo fólk myndi ekki fella sig á þeim í myrkrinu. Þvegið upp úr hangikjötssoðinu Yfirleitt tíðkaðist ekki að sofa nak- inn, enda var líklega of kalt til þess, að minnsta kosti á veturna. Þó eru dæmi um að fólk hafi ávallt sofið nakið. Helst var það elsta kyn slóðin á heimilinu sem svaf berrössuð. Algengara virðist hafa verið að karlar svæfu naktir en konur. Dæmi er þekkt um eldri mann sem hafði þann sið að berhátta, enda hafði hann ekki fataskipti nema einu sinni á ári, á Þorláksmessu. Þá voru nærfötin þvegin upp úr hangikjöts- soðinu, en eftir hálft ár var þeim snúið við og farið í þau úthverf. Náttföt tíðkuðust ekki. Vitað er til þess að gamlar konur með þunnt hár hafi sofið með nátthúfu, og líka gamlir sköllóttir menn. Sumir höfðu þann sið að sofa í öllum fötunum, og var það oftast kallað að sofa í belgnum, leggja sig fyrir eða fá sér dúr. Fólk sofnaði oft í öllum fötunum ef það tók lúr yfir daginn, en annars þótti það hinn mesti ósiður að leggjast svona til svefns, og merki um leti. Á sumum stöðum var einungis sofið í öllum fötunum ef fólk óttaðist yfirvofandi jarðskjálfta. Einhverjir siðir varðandi háttu- mál hafa haldist í gegnum tíðina og aðrir lagst algjörlega af. Lík- lega fylgir því ekki lengur hjátrú hvernig fólk háttar sig eða hvar það geymir fötin. Fróðlegt gæti verið að kanna hvort og þá hvernig siðir eru nú í kringum þá daglegu athöfn að ganga til náða. Hvernig gengur fólk í dag frá fötunum sínum, eru þau brotin snyrtilega saman eða er þeim hent á gólfið eða næsta stól? Þröngt máttu sáttir sofa Svefnvenjur Íslendinga hafa tekið stakkaskiptum í gegnum tíðina. Í kringum aldamótin 1900 var persónulegt rými fólks mun minna en nú og varð fólk að sætta sig við að sofa í þeim þrengslum sem húsakostur þess tíma bauð upp á. Hjátrú var nokkuð almenn í byrjun 20. aldarinnar, sem hefur jafnvel fylgt fólki í gegnum tíðina, og sumt þekkjum við enn í dag. Einhver hjátrú fylgdi einnig háttumálum. Margir trúðu því að ef sokkar voru geymdir undir koddanum um nóttina gætu þeir misst minnið, og því var það aldrei gert. Sumir tengdu þetta ekki við hjátrú, sögðu bara að þetta þætti argasti sóðaskapur. Að klæða sig rangt úr sokkum og skófatnaði gat haft ýmsar afleiðingar í för með sér. Ef fólk klæddi sig úr skó og sokk af sama fæti í einu lagi var talað um að klæða sig úr gæfunni og þetta forðuðust margir. Sumir gerðu þetta ávallt, en hægt var að klæða sig í gæfuna aftur með að hafa sama hátt á þegar maður klæddi sig aftur í að morgni. Einnig var það kallað að hengja smalann ef svona var farið að því að klæða sig úr. Ein hjátrúin er þó frábrugðin þessum. Sumir töldu það varhugavert að láta sjá sig ef maður klæddi sig í sokk og skó á annan fótinn áður en farið væri í sokk á hinn. Sá sem þetta sá átti að geta ráðið hverjum sú manneskja giftist. Sumir sögðu það skipta máli hvort um vinstri eða hægri fót væri að ræða, og var þá misjafnt hvort var verra. Líka var talað um að skemmta skrattanum ef farið var úr sokk og skó í einu lagi af sama fæti. HJÁTRÚ FYLGDI HÁTTUMÁLUM AÐ KLÆÐA SIG Í OG ÚR GÆFUNNI BAÐSTOFA Í ÁRBÆJARSAFNI Persónulegt rými var ekki mikið í baðstofunum og þurfti fólk að sætta sig við að deila svefnstað með mörgum öðrum, ekki bara vistarveru heldur einnig rúmi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Elísa Björt Guðjónsdóttir þjóðfræðinemi ➜ Oftast sváfu tveir saman í rúmi, og voru þeir þá kallaðir rekkjunautar, rúmfélagar eða jafnvel lagsmenn. ➜ Margir geymdu sokkana undir laki yfir nóttina, svo þeir yrðu þurrir og hlýir þegar nota átti þá næst. ➜ Þegar sofið var í öllum fötunum kallaðist það að sofa í belgn- um. Það þótti ósiður nema fólk væri að leggja sig yfir daginn. Í BAÐSTOFUNNI Mörgum vökustundum var eytt í baðstofunni. Ýmis iðja var þar stunduð, og hér sést fólk við kaffidrykkju í baðstofu í Galtalæk árið 1890. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR 8. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 62 Skátahreyfingin hefur um árabil selt sígræn eðaltré í hæsta gæðaflokki og prýða þau þúsundir heimila og fyrirtækja. Sígrænu jólatrén eru seld í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123 í Reykjavík, s: 550 9800 og á skátavefnum: www.skatar.is Frábærir eiginleikar: -eðaltré ár eftir ár!Sígræna jólatréð 10 ára ábyrgð 12 stærðir (90-500 cm) Stálfótur fylgir Ekkert barr að ryksuga Veldur ekki ofnæmi Eldtraust Þarf ekki að vökva Íslenskar leiðbeiningar prýðum &plöntum Við gróðursetjum lifandi tré í skógrækt skáta að Úlfljótsvatni fyrir hvert Sígrænt jólatré sem keypt er. Þú prýðir híbýli þín með Sígrænu jólatré og stuðlar að skógrækt um leið!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.