Fréttablaðið - 18.12.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 18.12.2012, Blaðsíða 4
18. desember 2012 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4 VINNUMARKAÐUR Samtök atvinnu- lífsins (SA) ætla ekki að eiga frumkvæði að uppsögn kjara- samninga í janúar. Samtökin telja að enginn ávinningur myndi fylgja slíkri aðgerð og stöðug- leiki á vinnumarkaði sé aðal- keppikeflið. Forysta Alþýðusambands Íslands hefur enga ákvörðun tekið varðandi uppsögn samninganna enn þá. Gylfi Arnbjörnsson, for- seti ASÍ, segir það athyglisvert að SA skuli þegar hafa komist að niðurstöðu um að samningar skuli halda. „Við viljum freista þess að sann- færa þá um lagfæringu á næstu vikum, en gerum okkur grein fyrir að ekki er um auðugan garð að gresja. En það breytir því ekki að við teljum efnislegar ástæður til þess að fara yfir málin; skoða það hvort við getum í sameiningu komið til móts við þá sem hafa orðið út undan, að minnsta kosti. Það eru hópar hjá okkur sem eru með skertan kaupmátt þegar litið er til baka,“ segir Gylfi. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri SA, og Vil mundur Jósefsson, formaður SA, fóru yfir forsendur kjarasamninga á almennum vinnumarkaði með fjölmiðlum í gær. SA mun kapp- kosta, að þeirra sögn, að ná sátt við aðila vinnumarkaðarins um að auka kaupmátt með öðrum aðgerðum en beinum kaup- hækkunum, og forðast þannig fyrir sjáanlegt verðbólguskot. Þeir fóru yfir forsendur kjara- samninganna, sem undirritaðir voru 5. maí 2011. Þær hafa ekki haldið nema að litlum hluta, að þeirra mati. Kaupmáttur hefur aukist lítillega en það vegur mest í heildarmyndinni, að þeirra mati. Verðbólguforsendur standast hins vegar ekki frekar en for- sendur um gengisþróun og fyrir- heit stjórnvalda um auknar fjár- festingar í atvinnulífinu. Þessu mati er Gylfi sammála og segir að meginforsenda kjarasamn- inga, kaupmátturinn, hafi haldið en verðbólga sé of mikil. Á fundi SA kom það skýrt fram að launahækkanir koma ekki til greina á þessum tímapunkti. Aðspurður um þá fullyrðingu segir Gylfi að ef verkalýðsforyst- an í landinu hefði alltaf tekið neit- un sem endanlegt svar frá sínum viðsemjendum þá væri staðan önnur í landinu en raun ber vitni. „Við höfum tíma fram í janúar til að fjalla um þetta, en hvaða afleiðingar þetta hefur gagnvart þessu samstarfi, hvort samning- um verður sagt upp eða ekki, en jafnframt samstarfi samtakanna við að undirbúa næstu samninga, munum við einfaldlega bara meta.“ Samninganefnd ASÍ hitti fram- kvæmdastjórn SA á fundi í gær þar sem rætt var um endurskoð- un samninganna. Engin niður- staða var af fundinum, en þetta var fyrsti fundurinn í aðdraganda síðustu endurskoðunar þeirra. Niðurstaða þarf að liggja fyrir 21. janúar 2013. svavar@frettabladid.is SA vilja að samningar haldi Samtök atvinnulífsins munu ekki eiga frumkvæði að uppsögn kjarasamninga en segja hækkun launa ekki raunhæfan kost. Forysta ASÍ hefur enga ákvörðun tekið og vill freista þess að ná kjarabót fyrir vissa hópa. FJANDVINIR Vilhjálmur Egilsson hjá SA og Gylfi Arnbjörnsson hjá ASÍ eru ekki í öllu sammála um næstu skref. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Forsendur kjarasamninga Kaupmáttur Verðbólga Gengisþróun Fjárfestingar í atvinnulífinu MAT SAMTAKA ATVINNULÍFSINS Við viljum freista þess að sannfæra þá um lagfær- ingu á næstu vikum, en gerum okkur grein fyrir að ekki er um auðugan garð að gresja. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. 227,8393 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,04 126,64 204,31 205,31 165,75 166,67 22,211 22,341 22,476 22,608 18,941 19,051 1,5047 1,5135 194,1 195,26 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR GENGIÐ 17.12.2012 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is LEIÐRÉTT Ranglega kom fram í Fréttablaðinu í gær að ný byggingarreglugerð hefði tekið gildi. Hið rétta er að beðið verður með að gefa út nýja reglugerð til 15. apríl og tíminn þangað til nýttur til samráðs um breytingu á ákvæðum. ÁRÉTTING Af stærri útsölustöðum jólatrjáa í byggingarvöru- og blómaverslunum er Bauhaus eina verslunin sem einvörð- ungu selur innflutt jólatré. Lesa mátti annað úr setningu í frétt í helgarblaði Fréttablaðsins. Dúnsokkar fylgja með hverri keyptri sæng VÍSINDI Myndir sem teknar voru úr könnunarfari NASA sýna risavaxinn árfarveg á yfirborði Títans, eins af tunglum Satúrnus- ar. Árfarvegurinn þykir minna á Nílar fljótið í Egyptalandi. Farvegurinn er um 400 kíló- metra langur. Ekkert vatn rennur í ánni heldur er talið að vökvinn sem þar rennur sé blanda af ýmsum efnum á borð við metan. Títan er eini hnötturinn fyrir utan Jörðina þar sem staðfest hefur verið að vökvi renni á yfir- borðinu. - bj Finna „Nílarfljót“ á Títan: Greina 400 km langan árfarveg FLJÓT Fljótið hefur ekki fengið nafn, en það þykir minna á Nílarfljót. MYND/NASA DÓMSMÁL Tíu fyrrverandi ljós- myndarar af Tímanum hafa ákveð- ið að stefna Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra og Margréti Hallgrímsdóttur þjóðminjaverði fyrir dóm. Frá þessu segir á vef Blaðamannafélags Íslands, sem rekur málið fyrir ljósmyndarana. Ljósmyndararnir telja að ljós- myndasafn Tímans hafi ratað ólög- lega í hendur Þjóðminjasafnsins og að þeir hafi með því verið sviptir umráða- og höfundarrétti sínum. Þar sé safnið notað á ólögmætan hátt. Um aldamót var safnið í eigu Frjálsrar fjölmiðlunar, síðasta útgáfufélags Tímans. Eftir að Frjáls fjölmiðlun varð gjaldþrota falaðist starfsmaður Þjóðminjasafnsins eftir safninu við skiptastjóra bús- ins, Sigurð Gizurarson, og fékk það afhent árið 2003. Ljósmyndararnir voru ósáttir við þetta – vildu frekar að safnið yrði hýst hjá Ljósmyndasafni Íslands – en viðræður lögmanns þeirra við Þjóðminjasafnið hafa ekki borið árangur og því er svo komið að þeir hafa ákveðið að höfða mál. Á vef Blaðamannafélagsins segir að Þjóðminjasafnið hafi afhent óvið- komandi aðilum myndir úr safninu til notkunar án leyfis ljósmyndar- anna. - sh Telja Þjóðminjasafnið hafa komist yfir safn Tímans á ólöglegan hátt: Ljósmyndarar stefna Katrínu KATRÍN JAKOBSDÓTTIR Ráðherra verður stefnt í málinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Fimmtudagur 5-10 m/s. BJARTVIÐRI Fínasta veður um allt land í dag, hægur vindur og bjart veður. Á morgun gengur smám saman í stífa austanátt og verða allt að 20 m/s syðst. 0° 8 m/s 0° 6 m/s -1° 5 m/s 3° 5 m/s Á morgun Vaxandi A-átt, hvassast syðst. Gildistími korta er um hádegi 5° 1° 5° 4° 2° Alicante Basel Berlín 18° 5° 3° Billund Frankfurt Friedrichshafen 4° 7° 4° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 4° 4° 23° London Mallorca New York 7° 18° 11° Orlando Ósló París 24° -2° 9° San Francisco Stokkhólmur 11° 0° -3° 3 m/s 2° 3 m/s -1° 3 m/s 1° 4 m/s 0° 3 m/s -1° 3 m/s -8° 1 m/s 3° 0° 4° 2° -1° BARNAVERND Barnaverndar- nefndir landsins fengu 5.800 til- kynningar á fyrstu níu mánuðum ársins, um 640 í mánuði, sam- kvæmt frétt á vef Barnaverndar- stofu. Tilkynningum hefur fækkað um 12,7% frá því á sama tímabili í fyrra, þegar tilkynningarnar voru 6.644 eða um 740 á mánuði. Flestar tilkynningar voru vegna áhættuhegðunar barna, um 41%. Um 36% tilkynninga voru vegna vanrækslu og 23% vegna ofbeldis. - bj Færri til barnaverndarnefnda: Tilkynningar 640 á mánuði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.