Fréttablaðið - 18.12.2012, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 18.12.2012, Blaðsíða 22
18. desember 2012 ÞRIÐJUDAGUR| SKOÐUN | 22 TRÚMÁL Örn Bárður Jónsson sóknarprestur í Neskirkju Tri ehf. Suðurlandsbraut 32 Sími: 571 8111 www.tri.is Verslunin er opin: Alla virka daga kl. 09:00-18:00 Laugardaga kl. 10:00-16:00 Ég leik golf mér til ánægju en sú íþrótt er sú kristilegasta sem ég þekki og líklega sú eina sem getur talist það og stenst það með guðfræðilegum rökum. Erindi þessara skrifa er samt ekki það að útskýra þennan leyndar- dóm en ég skal gera það síðar. Ástæðan fyrir þessum skrifum er fjárhagur trú- félaga í landinu, allra skráðra trúfélaga, aðventista, hvítasunnumanna, búddista, mús- líma, lúterskra fríkirkna, kaþ- ólsku kirkjunnar, þjóðkirkjunnar og fleiri. Enn fremur er tilgangur greinarinnar að bera saman fjár- hag golfklúbbs og fjölmennrar sóknar. Hér áður fyrr þurftu gjald- kerar trúfélaga að rukka inn félagsgjöld sinna meðlima og sú var tíðin að menn gengu í hús til að innheimta sóknargjöld. Síðar tóku gjaldheimtan í Reykjavík og sýslumenn um land allt þetta að sér og reyndar ekki í neinni í sjálfboðavinnu því þessir aðilar höfðu drjúg innheimtulaun. Loks var kerfinu breytt árið 1987 og þá var ákveðið að ríkið sæi al farið um innheimtuna og í stað nef- skatts var sóknargjaldið reiknað sem föst krónutala sem síðan var umreiknuð í tiltekið hlutfall tekjuskatts til að verðtryggja gjaldið. Skrýtin ráðsmennska Núna borga ég skv. þessu fyrir- komulagi sem meðlimur í þjóð- kirkjunni um 1.100 krónur á mán- uði í sóknargjald en sá hængur er á að ríkið skilar ekki nema rúmlega 700 krónum til sóknar minnar. Fyrir slíka meðhöndlun á fé eru menn dæmdir í fang- elsi þ.e.a.s. ef þeir sitja ekki í ríkisstjórn. Trú- félög eru ekki rekin af ríkinu og þar með ekki þjóðkirkjan heldur eins og menn tönnlast gjarnan á í fáfræði sinni í fjöl- miðlum og bloggfærslum, jafnvel þingmenn og ráð- herrar. Ríkið rekur engin trúfélög. Sláandi samanburður Nessókn, sem ég þjóna, hefur um 50 milljónir í tekjur á ári en hún er önnur fjölmennasta sókn í Reykjavík. Í sókninni búa tæp- lega 11 þúsund manns og gjald- endur, þ.e. 16 ára og eldri sem til- heyra þjóðkirkjunni, eru eitthvað á sjöunda þúsund. En hvað kemur golfið þessu við? Ég skal útskýra það. Nýlega sótti ég aðalfund Nesklúbbsins (NK) sem rekur golfvöllinn á Seltjarnar nesi. Þar eru um 600 félagar. Það sem vakti athygli mína og kveikti hjá mér saman- burð er að NK hafði 57 milljónir í tekjur af þessum hópi á sínu rekstrarári. NK með 600 félaga hefur m.ö.o. meiri tekjur en Nes- sókn sem er með á 7. þúsund gjaldendur. Meðlimafjöldi NK er ekki nema 1/10 af Nessókn sem þýðir auðvitað að árgjaldið fyrir golfið er margfalt hærra en klúbburinn starfar þó ekki nema í 5 mánuði en kirkjan allt árið. Fyrir 700 krónur á mánuði eiga sóknarbörnin aðgang að öfl- ugu starfi. Messur eru fjölsóttar í Neskirkju og þar fær fólk nær- ingu fyrir sálu sína og anda, eflir félagsþroska og skilning á hinu stóra samhengi lífsins og fer heim að loknu starfi í trú, von og kær- leika til að láta gott af sér leiða í lífi og leik. Barna- og unglinga- starf er fjölbreytt og fjölsótt. Sérstakt starf er fyrir eldri borgara. Sönglíf er blómlegt og í kirkjunni starfa fjórir kórar. Fræðslustarf fer þar fram, s.s. foreldramorgnar, og fyrir lestrar eru fluttir af og til um ýmis mál sem varða lífið og tilveruna. Fjöldi barna er skírður til kristinnar trúar, flest 14 ára börn fermast og mörg brúðhjón ganga í það heil- aga í kirkjunni. Sóknarbörn sem deyja eru flest kvödd í Neskirkju og miklu skiptir að sú þjónusta sé vel af hendi leyst. Innihaldsríkt ritúal tengt dauðanum er gríðar- lega mikilvægt í hvaða þjóðfélagi sem er og ég fullyrði að þjóð- kirkjan hefur þróað mjög áhrifa- ríkt ferli og merkilegt í þessu sambandi sem á sér margra alda hefð. Þá hýsir Neskirkja margs konar starf, s.s. AA og Al-Anon fundi, lánar og leigir út sali til einstaklinga og félagasamtaka svo nokkuð sé upp talið. Víða um land er með sambærilegum hætti reynt að halda úti öflugu safnaðarstarfi þrátt fyrir mannfæð sums staðar og litlar tekjur og slök skil gera það enn erfiðara en áður. Kirkja og kylfi ngar Ökumenn hafa eflaust tekið eftir því að ljósabúnaði bif- reiða á höfuðborgarsvæðinu er oft ábótavant. Brautin – bindindisfélag ökumanna framkvæmdi nýlega at- hugun þar sem ljósa- búnaður bifreiða var kann- aður. Skoðað var ástand og notkun framljósa 2.200 bif- reiða og afturljósa ríflega 2.000 bifreiða. Ekki var litið á stefnuljós eða hemlaljós. 31% bíla með biluð ljós Langalgengast var að númersljós væru biluð, eða rúm 18%. Þá voru tæp 7% bíla eineygð að framan og tæp 5% með annað afturljósið bilað. Eflaust aka margir lengi án þess að ganga úr skugga um að ljósin séu í lagi. Þó er mjög auðvelt að kanna ástand þeirra. Þegar bíl er lagt framan við stórar rúður verslana og fyrirtækja sést auðveldlega hvort framljósin eru í lagi. Á sama hátt má bakka að slíkum rúðum til að kanna afturljós, hemlaljós og bakkljós. Undirritaður átti samtal við starfsmann á verkstæði sem fær oft til sín bíla með biluð ljós. Hann fullyrti að algengt væri að menn sneru við þegar þeir heyrðu hvað það kostaði að skipta um eina peru. Ef bíleigendur geta sjálfir skipt um peruna felst kostnaðurinn eingöngu í perunni sjálfri. Sá kostnaður getur verið allt frá nokkur hundruð krónum fyrir peru í númersljós, 1.000-2.000 kr. fyrir hefðbundnar perur í framljós en þó eru dæmi um að framljósaperur kosti allt að 40.000 kr. Þá er um að ræða gas- fylltar perur sem eru mjög dýrar en endast á móti nokkuð lengi. Við þetta bætist kostn- aður við að skipta um perur því í ákveðnum tegundum bíla getur það verið snúið og í sumum tilfellum þarf sérhæfð verkfæri til verksins. Verð fyrir að skipta um perur getur farið upp í 10.000 kr. Kostnaður með peru og vinnu getur þannig verið á bilinu 40.000-50.000 kr. þar sem um dýrar perur er að ræða. Í einstaka bílteg- undum hafa jafnvel sést hærri upp- hæðir. Þessi kostnaður fælir marga bíleigendur frá og þeir ákveða frekar að bíða með peruskiptin þar til betur stendur á. Öryggið í fyrirrúmi Það ætti aldrei að draga það að láta gera við öryggisþætti bílanna, hvort sem það eru perur, hemlar eða hjóla- búnaður. Að hafa ljósin í lagi eykur öryggi í umferðinni talsvert, þar sem ökumaður sér betur í kringum sig og bifreiðin verður sýnilegri með ljósin í lagi. Hver kannast ekki við að hafa yfirsést aðvífandi ljóslaus bifreið? Brautin skorar á þig, ágæti öku- maður, að næst þegar þú sest upp í bílinn athugir þú ástand ökuljósa og gerir þá viðeigandi ráðstafanir til þess að laga þau ef með þarf. Er of dýrt að skipta um peru?➜ Núna borga ég skv. þessu fyrirkomulagi sem meðlimur í þjóðkirkjunni um 1.100 krónur á mánuði í sóknargjald en sá hængur er á að ríkið skilar ekki nema rúmlega 700 krónum… UMFERÐ Einar Guðmundsson formaður Brautar- innar– bindindis- félags ökumanna ➜ Hann fullyrti að algengt væri að menn sneru við þegar þeir heyrðu hvað það kostaði að skipta um eina peru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.