Fréttablaðið - 18.12.2012, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 18.12.2012, Blaðsíða 40
18. desember 2012 ÞRIÐJUDAGURMENNING F J Ö R U VERÐLAUNIN JÓHANNES ÁGÚSTSSON Hefur lengi verið niðursokkinn í barokktónlist og rakst við grúsk í Dresden á konsert sem mögulega er eftir Vivaldi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Mér líður eins og ég sé að æfa Paganini,“ segir Una Sveinbjarnar- dóttir fiðluleikari, sem leikur einleik í umræddum konsert á tón- leikum Kammersveitarinnar annað kvöld. Hún segir það síst orðum aukið hjá Jóhannesi að einleiks- kaflinn sé erfiður. „Hann er mjög erfiður en líka stórskemmtilegur og greinilegt að höfundurinn hefur verið mikill fiðluvirtúós,“ segir Una sem hefur æft verkið undanfarna tvo mánuði. „Þetta er gríðarleg fingraleikfimi og fer mjög hátt upp á fiðluna.“ Sjálf hallast hún að því að verkið sé ekki eftir Vivaldi heldur Cattaneo. „Ég var að skoða á netinu aðra konserta eftir hann sem eru líka í a-dúr, eins og þessi. Það er merkilegt því þeir eru ekki ýkja margir konsertarnir frá þessum tíma sem eru í a-dúr. Cattaneo virðist hafa verið poppari síns tíma, greinilega mjög vinsæll og spilaður víða. Það er líka mikið af öfugum rytma í verkunum hans, sem er líka mikið notað í djassi og er mjög skrautlegur.“ Una segir það mikla ábyrgð að leika opinberlega konsert sem hefur legið óbættur hjá garði í fleiri aldir en um leið ómetanlegt tækifæri. „Þetta er auðvitað vandasamt; þetta er svolítið eins og að búa til „souffle“– mjög erfitt en ef það heppnast rennur það mjög ljúflega niður.“ En er hún búin að ná full- komnum tökum á verkinu? „Neineinei,“ segir hún og hlær. „Þetta er rosalegt áhættuatriði.“ „Rosalegt áhættuatriði“ Það er ekki á hverjum degi sem óþekkt tónverk eftir löngu látna meistara eru flutt í fyrsta sinn eftir aldalanga þögn á Íslandi. Það gæti þó orðið reyndin á ár- legum jólatónleikum Kammer- sveitar Reykjavíkur í Hörpu annað kvöld. Á efnisskrá er meðal annars fiðlukonsert þar sem Una Sveinbjarnardóttir fiðlu- leikari leikur einleik. Höfundur konsertsins er skráður óþekkt- ur en grunur leikur hins vegar á að hann geti verið eftir sjálfan Vivaldi eða nemanda hans. Tildrög málsins eru þau að Jóhannes Ágústsson, útgefandi og annar af eigendum 12 tóna, hefur lengi verið niðursokkinn í barokktónlist og hefur grúskað í handritasöfnum háskólabóka- safnsins í Dresden. Dresden var jafnan álitin höfuðborg barokks- ins á árunum 1720 til 1750 og þar sameinuðust tónlistarstefnur frá Frakklandi, Ítalíu og Þýskalandi. „Háskólabókasafnið í Dresden geymir ansi merkilegt hand- ritasafn frá þessum tíma,“ segir Jóhannes. „Nú er búið að skanna inn þann hluta safnsins sem er með hljóðfæratónlist. Ég var að fara yfir á netinu verk sem eru höfundarlaus og rakst þá á þenn- an konsert.“ Það vakti athygli Jóhannesar að í verkinu voru hlutar bæði fyrir orgel og sembal, sem þýddi að konsertinn hafði verið leikinn í bæði höll og kirkjum, sem bendir aftur til að hann hafi verið vin- sæll og mikið spilaður. „Það sem stuðaði mig mest voru hins vegar ákveðnar skip- anir í handritinu fyrir hljóðfæra- leikarana. Þær voru með orðalagi sem hingað til hefur eingöngu verið þekkt úr verkum Vivaldis. Ég hafði samband við einn helsta Vivaldi-sérfræðing okkar daga og hann sannfærðist fljótlega um að hér væri mögulega á ferð áður óþekktur konsert eftir meistar- ann.“ Málið er enn til rannsóknar og meðan fræðimenn reyna að brjóta málið til mergjar er höf- undur konsertsins enn skráður óþekktur eða „anonymous“. „Kannski kemur aldrei ljós með óyggjandi hætti hver höfundur- inn er,“ segir Jóhannes. „En það eru þarna nánast beinar tilvitn- anir í verk Vivaldis og ákveðinn stíll sem bendir til að hann sé tón- skáldið.“ Á hinn bóginn kemur til greina annar fiðluleikari sem starfaði í Dresden, Cattaneo. „Það er hugsanlegt að hann hafi verið nemandi Vivaldis og sé höfundur konsertsins. Það kom að minnsta kosti í leitirnar annar konsert sem er sannanlega eftir hann og þar er þetta orðalag notað líka.“ Jóhannes segir að fyrir fræði- menn á sviði tónlistar sé háskóla- bókasafnið í Dresden eins og fjár- sjóðskista, þar sem enn eru að finnast týndir gimsteinar. „Bókasafnið í Dresden hefur getið af sér margar stórar upp- götvanir, til dæmis á verkum eftir Vivaldi. Það er ógrynni af verkum sem enn á eftir að rekja til höfunda sinna, svo það bíða eflaust ófáir fjársjóðir þess enn að vera uppgötvaðir.“ Konsertinn verður fluttur í fyrsta sinn síðan líklega á 18. öld í Hörpu annað kvöld og Jóhann- es hrósar Kammersveitinni fyrir frumkvæðið og hlakkar mikið til að heyra það. „Það er mikið hugrekki að flytja svona óþekktan konsert. Ég heyrði í kollega mínum í Bret- landi, sem hefur hljóðritað mikið af konsertum eftir Vivaldi. Hann hafði setið við æfingar á þessum og sagði að þarna hefði verið einn erfiðasti sólópartur sem hann hefði fengist við. Þetta verða í öllu falli mjög spennandi tón- leikar og í raun merkileg stund í barokksögunni.“ bergsteinn@frettabladid.is Gleymd barokkperla ómar aft ur í Hörpu Kammersveit Reykjavíkur heldur sínu árlegu jólatónleika í Hörpu annað kvöld. Á efnisskrá er fi ðlukonsert sem Jóhannes Ágústsson fann í háskólabókasafninu í Dresden og áhöld eru uppi um að sé eft ir sjálfan Vivaldi eða nemanda hans. UNA SVEINBJARNARDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.