Fréttablaðið - 18.12.2012, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 18.12.2012, Blaðsíða 51
ÞRIÐJUDAGUR 18. desember 2012 | MENNING | 43 ★★★★ ★ God´s Lonely Man Pétur Ben EIGIN ÚTGÁFA God‘s Lonely Man er önnur sóló- plata Péturs Ben. Sú fyrri, Wine for My Weakness, kom út árið 2006 og fékk mjög góða dóma, var meðal annars valin besta rokk- og jaðartónlistarplatan á Íslensku tónlistarverðlaununum árið eftir. Pétur hefur samt ekki setið auðum höndum þessi sex ár sem liðu á milli platna. Hann hefur unnið sem upptökustjóri, laga- höfundur og hljóðfæra- leikari, meðal annars með Mugison, Bubba og Ellen Kristjáns, auk þess að hafa samið tón- list fyrir kvikmynd- ir og leikhús. Í fyrra gerði hann svo plötuna Numbers Game í sam- starfi við Eberg. Það fór mikil vinna í God‘s Lonely Man. Hún var meðal ann- ars tekin upp tvisvar þar sem Pétur var ekki nógu sátt- ur við útkomuna í fyrra skiptið. Það er ekki hægt að segja annað en að umstangið hafi borgað sig. Þetta er óvenju kraftmikil og sann færandi rokkplata. God‘s Lonely Man sækir stíft í jaðarrokk síðustu áratuga. Það er til dæmis greinileg All Tomorrow‘s Parties (Velvet Underground) stemning í upphafslaginu Pieces of the Moon (ásláttur inn, gítar- inn, fiðlan …), titillagið minn- ir töluvert á tónlist Nick Cave & the Bad Seeds og á laginu Yellow Flower er Jesus & Mary Chain- blær. Hljóm- ur plötunnar er frekar hrár og djúpur og mjög vel heppnaður. Auk hefðbundinna rokkhljóðfæra eru strengir í öllum lögunum nema lokalaginu. Þeir eru mis- áberandi í hljóðblönduninni, en setja oft sterkan svip á tónlistina. Loka lagið, Tomorrow‘s Rain, sker sig svolítið úr og er eitt af bestu lögunum. Í því gegnir kórsöngur mikilvægu hlutverki og sá kór er ekki verri endanum; Sindri Sin Fang, Lay Low, Snorri Helgason og fleiri. Það er reyndar valinn maður í hverju rúmi á plötunni. Sigtryggur Baldursson trommar, Davíð Þór Jónsson spilar á ham- mond og píanó, Amiinu-stelpurn- ar sjá um strengjaleikinn og svo fram vegis. Margir þessara snill- inga sýna fín tilþrif en Pétur sjálf- ur er samt í aðalhlutverki og sýnir enn á ný hvað hann er frábær gítar leikari. Þó að áhrif heyrist frá jaðar- rokki síðustu áratuga á God‘s Lonely Man hefur Pétur Ben fundið sína eigin samsetningu og útkoman er heilsteypt og flott plata. Textarnir, sem eru á ensku, eru líka góðir. Þeir eru bæði persónu legir og fullir af skemmti- legum pælingum. Trausti Júlíusson NIÐURSTAÐA: Sterk og persónuleg rokkplata frá Pétri Ben. Persónuleg og heilsteypt rokkplata GOD’S LONELY MAN „Þetta er óvenju kraftmikil og sannfærandi rokkplata.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Kaffipúðarnir passa í venjulegar skeiðar Senseo vélanna E M M E N N E E N N E / S ÍA / N M 5 5 7 9 2 NÝTT MEIRI FYLLING & MEIRImunaður UPPGÖTVAÐU NÝJAN BRAGÐHEIM SENSEO „Kaffipúðarnir passa í allar tvöfaldar skeiðar sem fylgja með Senseo vélum“ ALLT AÐ KG45 | www.flytjandi.is | sími 525 7700 | Viðtakandi fær tilkynningu þegar sækja má sendingu. Hámarksstærð pakka er 0,5 x 0,5 x 0,5 m og hámarksþyngd 45 kg. Glimrandi gott verð fyrir allt að 45 kg þungan pakka – aðeins 750 krónur hvert á land sem er. Sendu jólapakkann þinn fljótt og örugglega með Eimskip Flytjanda. Upplýsingar um næsta afgreiðslustað á www.flytjandi.is OG EIMSKIP FLYTJANDI KEMUR JÓLAPÖKKUNUM TIL SKILA 750KR. 80 ÁFANGASTAÐIR UM ALLT LAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.