Fréttablaðið - 18.12.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 18.12.2012, Blaðsíða 6
18. desember 2012 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 6 Sölustaðir: Epli, Bókabúð Máls og menningar, Bókaverslun Stefáns Þórarinssonar, Myndiðjan, Omnis, Símabúðin Firði, Superkaup.is Dreifing: Demantskort, sími 860-8832 i-Helicopter Stjórnað með iPhone, iPad, iPod touch Hafdís og Klemmi eru sniðugir krakkar sem snúa hversdags- legum atburðum upp í ævintýri! Þau velta ýmsu fyrir sér. Af hverju að standa við gefin loforð? Geta góðverk lýst öðrum veginn? Brúður og syngjandi börn koma einnig við sögu ásamt Tinnu táknmálsálfi. Fæst í verslunum víða um land. 1. Hver er áætlaður byggingar- kostnaður Húss íslenskra fræða? 2. Hvar á Norðurlöndum er öryggi gangandi vegfarenda minnst? 3. Hvaða nýju ríkisstofnun á að koma á legg á næsta ári? SVÖRIN 1. Rúmir þrír milljarðar króna. 2. Á Íslandi. 3. Mannréttindastofnun. FRÉTTABLAÐIÐ, BRUSSEL Tveir veigamestu samningskaflarnir í aðildarviðræðum Íslands við ESB, varðandi landbúnað og sjávar- útveg, munu standa eftir um mitt næsta ár, gangi væntingar innan framkvæmdastjórnar ESB eftir. Þetta herma heimildir Frétta- blaðsins innan ESB, og yfir maður innan stækkunardeildar segist vonast til þess að viðræður um þá kafla muni hefjast á næsta ári. Á ríkjaráð- stefnu mi l l i Íslands og ESB í dag munu við- ræður hefjast um sex kafla og í einum kafla, varðandi sam- keppnismál, mun viðræðum ljúka með bráðabirgðasamkomulagi. Með því hafa viðræður hafist í 27 köflum af 33 og bráðabirgðasam- komulag hefur náðst um ellefu þeirra. Á fyrri hluta næsta árs er gert ráð fyrir að fjórir kaflar til viðbótar verði teknir til umræðu, en þá standi hinir tveir veiga- mestu eftir. Kaflarnir sem verða teknir fyrir í dag varða frjálsa vöru- flutninga, skattamál, efnahags- og peningamál, byggðastefnu, umhverfismál og utanríkistengsl. Á ríkjaráðstefnu í mars er von- ast til þess að hægt verði að hefja Stærstu kaflarnir tveir verði eftir í júní Viðræður hefjast um sex kafla í aðildarviðræðum Íslands og ESB í Brussel í dag. Þá standa sex kaflar eftir, en vonast er til að viðræður hefjist um fjóra til viðbótar í mars og júní á næsta ári. Þá verði sjávarútvegur og landbúnaður einir eftir. Í BRUSSEL Viðræður munu hefjast um sex samningskafla í aðildarviðræðum milli Íslands og ESB í Brussel í dag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Eftir það verða viðræður hafnar í um 27 af 33 köflum. FRÉTTABLAÐIÐ/ÞORGILS STEFANO SANNINO Óvíst er hvert framhaldið yrði ef Ísland drægi ESB- umsóknina til baka eða setti hana til hliðar eftir þing- kosningarnar næsta vor. Þetta segir Evrópuþingmaðurinn Christian Dan Preda frá Rúmeníu aðspurður, en hann hefur haft umsjón með aðildarviðræðum Íslands gagnvart Evrópuþinginu. „Það myndi valda nokkurri óvissu og þykja illskiljanlegt, en það yrði þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda. Þið sóttuð um aðild og eruð góður kandídat, samningahópur ykkar er fagmannlegur og viðræðurnar ganga vel. Ég skil vel að Íslendingar hafi varann á gagnvart sjávarútvegi, en um leið er ég bjart- sýnn og viss um að viðræðurnar muni verða árangursríkar, því að ykkar samningamenn hafa mikla reynslu í þessum efnum og ESB er tilbúið að vinna að lausn sem báðir aðilar geta sætt sig við.“ Ef viðræður færu í frost CHRISTIAN DAN PREDA viðræður um matvælaöryggi og dóms- og innanríkismál, og í júní verði þá hafnar viðræður um staðfesturétt og þjónustufrelsi og frjálsa fjármagnsflutninga. „Okkar markmið er að opna við- ræður um sem flesta kafla sem fyrst og við miðum að því að búið verði að opna fyrir alla kaflana fyrir lok næsta árs,“ segir Stefano Sannino, sem stýrir stjórnunar- skrifstofu stækkunarmála innan framkvæmdastjórnarinnar, í sam- tali við Fréttablaðið. Sjávarútvegskaflinn hefur enn ekki verið afgreiddur frá hendi ESB en nú stendur yfir rýnivinna þar sem íslensk löggjöf er metin með tilliti til fiskveiðistefnu sam- bandsins. Ekki liggur fyrir hve- nær þeirri vinnu gæti lokið, en Sannino segir að endurskoðanir í sjávarútvegsmálum, bæði hjá ESB og Íslandi gætu spilað inn í væntan legar samningsaðstöður beggja aðila. „Þegar þau mál taka að skýr- ast á komandi vikum og mánuð- um ættum við að geta tekið næstu skref á þessu viðkvæma sviði,“ segir hann. Spurður hvort komandi alþing- iskosningar muni koma til með að setja strik í reikninginn í viðræð- unum segir hann það ekki sitt að leggja mat á það. „Verði ný stjórn mynduð munum við með glöðu geði halda starfinu áfram. Ég vona þó að við munum geta lokið viðræðunum því að við höfum áorkað miklu, en það verður ákvörðun íslenskra stjórn- valda.“ thorgils@frettabladid.is AKRANES „Tilkynning bæjar- stjórnar segir allt sem segja þarf,“ segir Jón Pálmi Páls- son, sem leystur hefur verið frá störfum sem settur bæjarstjóri Akraness vegna gruns um brot í starfi. Bæjarstjórnin samþykkti sam- hljóma á lokuðum fundi á sunnu- daginn að leysa Jón Pálma undan vinnuskyldum til og með 21. des- ember. „Ástæðan er sú að vaknað hefur grunur um að um geti verið að ræða brot á starfsskyldum,“ segir í tilkynn- ingu frá bæjar- stjórninni. „Þetta eru ábendingar sem komust í hendur okkar og ég get ekki tjáð mig neitt um það vegna þeirra reg l n a sem gilda um svona mál,“ svarar Sveinn Kristinsson, forseti bæjarstjórnar, spurður um málavöxtu. Sveinn segir að á næstu dögum verði reynt að kom- ast til botns í málinu áður en fram- haldið verði ákveðið. Jón Pálmi hefur starfað hjá Akraneskaupstað í 25 ár og er þar bæjarritari. Hann var settur tímabundið bæjarstjóri í nóvem- ber eftir að þáverandi bæjar- stjóri hætti vegna ágreinings við hluta bæjarstjórnarinnar. Regína Ásvaldsdóttir var á dögunum ráðin sem bæjarstjóri og tekur við starf- inu um áramótin. - gar Ábending um brot bæjarstjóra á starfsskyldum rædd á lokuðum fundi: Grunaður um brot og vikið frá JÓN PÁLMI PÁLSSON BAREIN Aðgerðasinnar í Barein saka lögreglu um að hafa beitt táragasi gegn mótmælendum á sunnudag. Mótmælin áttu sér stað í höfuðborginni Manama, á þjóðhátíðardegi Barein. Mikil ólga hefur ríkt í Barein síðastliðin tvö ár. Meirihluti þjóðarinnar tilheyrir trúflokki sjíamúslima og hafa þeir farið fram á aukin völd í landinu. Mótmælendur hafa hvatt til frekari mótmæla síðar í vik- unni. - sm Uppþot í Barein: Táragasi beitt á mótmælendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.