Fréttablaðið - 18.12.2012, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 18.12.2012, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 18. desember 2012 | SKOÐUN | 19 Um hátíðir minnumst við hinna látnu, ástvina og maka, fjöl- skyldumeðlima og vina. Heim- sókn í kirkjugarðinn tilheyrir hátíðunum og það eru tregafull spor á stundum að ganga að leiði ástvinar. Það að missa einhvern náinn er sár sem aldrei grær að fullu, sérstaklega þegar sá sem frá hverfur er í blóma lífsins. Hvert okkar tekst á við slíkt á sinn eigin hátt, minningarnar eru margar og tilfinning arnar geta verið miklar, sveiflast mikið og varað lengi. Því þykir okkur flestum ákveðin huggun í því að votta hinum látnu virð- ingu okkar með heimsókn til þeirra og jafnvel kveikja á kerti og leggja niður skreytingu til marks um það að viðkomandi var hluti af lífi okkar sem við munum ekki gleyma. Stolið af leiðinu Ég fór í blómabúð um helgina með konunni til að kaupa skreyt- ingu á leiði látins ættingja. Það sem ég heyrði þar fékk á mig og gerði mig leiðan og í raun líka reiðan. Þar var eldri maður sem var að koma annan daginn í röð til að kaupa skreytingu á leiði fyrrverandi eiginkonu sinnar, en þeirri sem hann hafði keypt daginn áður hafði verið stolið af leiðinu af einhverjum óprúttnum aðilanum. Ég var steinhissa og fann til með honum enda sárt að missa ástvini og þykir tilhlýði- legt að skreyta og hugsa vel um leiði sinna nánustu. Um leið og hann gengur hnar- reistur út með pokann á leið í kirkjugarðinn og lokar á eftir sér segir afgreiðslukonan að þetta sé ekki sá fyrsti né heldur sá síðasti sem muni þurfa að koma til að endurnýja skreyt- ingar sem hefur verið hnuplað. Þetta er rakalaus ósvífni og eiginlega alveg ótrúlegt að ein- hver skuli leggjast svo lágt að stela af hinum látnu og þar með vanvirða minningu þeirra. Ég kannaði hvort slík háttsemi væri algeng og var mér tjáð að því miður kæmi þetta fyrir og væri afar sorgleg hegðun. Einn sagð- ist hafa fundið ráð svo það væri erfiðara að fjarlægja skreyting- ar, en það væri gert með því að berja niður festingar einhvers konar ofan í jörðina, helst hella vatni meðfram svo þar frjósi og nota slíkt sem „akkeri“ nokkurs konar og festu til að þær fjúki ekki eða sé hreinlega stolið. Ættu að skammast sín Nú kann svo að vera að þessi hegðun hafi eitthvað breyst frá því sem áður var, mögulega hefur fólk minna fé milli hand- anna sökum hinnar margum- töluðu kreppu og því komi til þessa. Það er hins vegar léleg skýring og ónothæf um athæfi sem þetta og tek ég ekkert mark á henni. Þá ætlast ég hreinlega til þess að það sem ég ákveð að leggja á leiði fái að vera þar í friði. Nú er auðvitað mikilvægt að kirkjugarðar séu vel hirtir og er skiljanlegt að blóm sem eru farin að fölna séu tekin niður af starfsmönnum garðanna eða aðstandendum sjálfum, en það er ekki það sem ég er að tala um. Þeir sem hafa stolið af leiðum annarra, og gildir þá einu hver ástæðan er, ættu vitaskuld að skammast sín og gera slíkt aldrei framar. Það er harð- neskjulegt og er vond framkoma við tilfinningar og ást þeirra sem leggja sig fram um að sinna leiði þeirra sem þeir hafa misst. Það er ekkert sem réttlætir þá hegðun og eflaust hægt að við- hafa mörg orð um þann sem slíkt framkvæmir, en að mínu viti ber það vott um fyrirlitn- ingu og dómgreindarleysi við- komandi. Það er í mínum huga eiginlega ekki hægt að kalla slíkan aðila annað en liðleskju og aumingja, afsakið orðbragðið. Liðleskjur og aumingjar! Þetta er rakalaus ósvífni og eiginlega alveg ótrúlegt að einhver skuli leggjast svo lágt að stela af hinum látnu og þar með vanvirða minningu þeirra. Ég kannaði hvort slík háttsemi væri algeng og var mér tjáð að því miður kæmi þetta fyrir og væri afar sorgleg hegðun. HEILSA Teitur Guðmundsson læknir „Ja, mikið óskaplega ertu nú góð að vera að vinna með þessu fólki,“ sagði eldra fólk stundum við mig þegar ég byrjaði að vinna fyrir 15 árum. Ekki fannst mér það, ég hafði valið mér eitt skemmti- legasta, fjölbreyttasta og mest spennandi starf að loknu sérnámi við Háskóla Íslands, starf sem krefst þess að ég komi víðar við í samfélaginu en flestir, ef ekki allir, aðrir gera í sínum störfum. Ég hef verið við störf inni á leikskólum, grunnskólum, fram- haldsskólum, háskólum, einnig á fæðingardeild og við jarðarfarir. Sömuleiðis hef ég sinnt mínum störfum á fasteignasölum og hjá lögfræðingum, lögreglunni og bráðamóttökunni, í áttræðisaf- mælum og brúðkaupsveislum, hjá spákonu og í hjónabandsráðgjöf. Ekki má gleyma ungbarnaeftir- liti og stofugangi á sjúkrahúsi eða stjórnar- og húsfundum, atvinnu- viðtölum og fermingum, gay pride og framboðsfundum, ráðuneytum og Alþingi. Varla er hægt að nefna þann atburð þar sem við höfum ekki verið að störfum. Ég er tákn- málstúlkur. Sammála gömlum frænkum Undanfarin ár hefur mér þó fund- ist að mínir æðstu yfirmenn hjá mennta- og menningarmálaráðu- neytinu séu sammála gömlum frænkum um að við séum góðar – já, við erum kvennastétt. Því ekki virðist þeim finnast þörf á því að greiða mér mannsæmandi laun fyrir mína vinnu. Að loknu háskólanámi fær táknmálstúlkur rétt rúmar 280 þúsund krónur á mán- uði. Á mínum vinnustað, Sam- skiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, vinna 18 KONUR sem táknmálstúlkar með yfir sjö ára starfsreynslu að meðaltali. Starfsreynslan gerir okkur kleift að sinna öllum þessum fjölbreyttu störfum sem við komum að og er okkur nauðsynleg. Við vinnum ekki á vöktum og meðal dagvinnu- launin okkar eru 349.611 kr. á mán- uði. Ekkert vaktaálag, en við erum jafnvel kallaðar út á nóttunni og vinnum oft á kvöldin og um helgar. Ef við segjum upp Ef við segjum upp getum við ekki fengið vinnu í Noregi; þar er talað norskt táknmál. Ef við segjum upp fær fólk sem fékk móðurmál sitt nýverið viður- kennt í lögum sem jafnrétthátt íslenskri tungu ekki lengur þjón- ustu á því. Ef við segjum upp fer þjóðfé- lagið ekki á hliðina, en heill hópur fólks fær ekki að sinna sínum dag- legu skyldum á eigin móðurmáli, nokkuð sem sem okkur finnst sjálfsagt að gera. Ef við segjum upp … Ja, mikið óskaplega ertu nú góð KJARAMÁL Árný Guðmundsdóttir táknmálstúlkur ➜ Ef við segjum upp getum við ekki fengið vinnu í Noregi; þar er talað norskt táknmál. Opið fram að jólum 11-21 Aðfangadagur 10-13 Höfðatorgi | S 577-5570 Erum á facebook Verið velkomin 2ja ÁRA FYLGIHLUTIR SEM TEKIÐ ER EFTIR Plomo o PlataVera Design Plomo o PlataFeldur Triwa Monica Boxley S´nob
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.