Fréttablaðið - 07.01.2013, Side 4
7. janúar 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 4
SAMGÖNGUR Strætó bs. hefur tekið
upp akstur á Norður- og Norð-
austur landi. Aksturinn hófst á mið-
vikudag og er hægt að velja um
þrjár leiðir, frá Siglufirði til Akur-
eyrar, frá Egilsstöðum til Akur-
eyrar og frá Þórshöfn í gegnum
Húsavík til Akureyrar. Panta þarf
sérstaklega ferðir til Ásbyrgis,
Kópaskers, Raufarhafnar og Þórs-
hafnar með minnst fjögurra tíma
fyrirvara.
Á vef fyrirtækisins, www.straeto.
is, er hægt að kynna sér tíma-
áætlanir og hve mörg gjaldsvæði
eru á milli staða. Þar er einnig að
finna reiknivél til að reikna út verð
á milli staða.
Hagkvæmast er að kaupa farið
á straeto.is en utan höfuðborgar-
svæðisins er hægt að borga með
debet- eða kreditkorti. Farmiðar
verða seldir á völdum stöðum í þétt-
býliskjörnum á svæðinu.
Fargjaldið miðast við fjölda
gjaldsvæða sem farið er yfir í
hverri ferð. Staðgreiðsluverð er
350 krónur fyrir hvert gjaldsvæði.
Ef greitt er með farmiðum þarf
að nota jafn marga miða og fjöldi
gjaldsvæða segir til um. Ef greitt er
með farmiðum þarf að nota sex far-
miða og þá kostar ferðin 2.000 kr.
fyrir fullorðna (750 kr. fyrir ung-
menni, 330 kr. fyrir börn og 690 kr.
fyrir öryrkja og aldraða).
Í upphafi verður akstri um
Norður- og Norðausturland sinnt
með langferðabílum frá Hópferða-
bílum Akureyrar og verður þráð-
laust net um borð í öllum vögnum.
- sv
Strætó bs. og Hópferðabílar Akureyrar sinna nýjum samgöngumáta á Norður- og Norðausturlandi:
Í strætó frá Egilsstöðum til Akureyrar
ALLIR MEÐ STRÆTÓ Strætó bs. hefur
aukið umtalsvert við þjónustu sína á
síðustu mánuðum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Jafnar sig á lungnabólgu
1SUÐUR-AFRÍKA Fyrrverandi forseti Suður-Afríku, Nelson Mandela, er á batavegi eftir veikindi undanfarnar vikur. Mandela var lagður inn á spítala
í byrjun síðasta mánaðar en hann var þá með lungnabólgu. Að sögn Jacobs
Zuma, forseta Suður-Afríku, verður Mandela hjúkrað heima þar til hann nær
fullum bata.
Líkti kjöti við bleikt slím
2 BRETLAND Sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver hefur verið kærður fyrir að hafa
vinnuna af kjötiðnaðarmanninum Bruce
Smith. Sá krefst sem svarar 8,8 milljónum
króna í bætur. Smith starfaði áður hjá
fyrirtækinu Beef Products en missti vinn-
una í niðurskurði í kjölfar þess að Jamie
Oliver fór í þætti sínum hörðum orðum
um notkun kjötlíms í kjötiðnaði. Meðal
annars kallaði hann efnið „bleikt slím“.
Smith segir yfirvöld hafa samþykkt notkun
á kjötlíminu og því hafi Oliver ekki mátt
tala svona illa um það.
Fórust í snjóflóði
3ÍTALÍA Tveir ítalskir skíðamenn fundust látnir eftir að snjóflóð féll í ítölsku Ölpunum í gær. Sex Rússar biðu bana á sama stað í fyrradag þegar snjóbíll
þeirra hrapaði í fjallshlíð í Val di Fiemme. Skíðamennirnir voru að vinna við
lögregluþjálfun þegar þeir urðu fyrir flóðinu.
Einn látinn eftir skotárás
4 PAKISTAN Einn pakistanskur hermaður er látinn og annar alvarlega særður eftir að upp úr sauð á milli herja Pakistans og Indlands í Kashmir-
héraði. Samkvæmt pakistönskum yfirvöldum hóf indverski herinn skothríð
sem Pakistanar brugðust við en talsmaður indverska hersins segir pakistanska
herinn hafa sýnt ógnandi tilburði. Indverski herinn skildi eftir vopn sín er
hann hörfaði til baka. Kashmir-héraðið er í umsjón Pakistan þó að báðar
þjóðir hafi viljað eigna sér það og erjur hafa staðið milli landanna í 60 ár.
SÝRLAND, AP Sýrlandsforsetinn
Bashar Assad var harðlega gagn-
rýndur víða í gær eftir sjónvarps-
ræðu sem hann hélt í Damaskus í
gær. Assad hefur ekki talað opin-
berlega um ástandið í landinu
síðan í sumar.
Assad hélt rúmlega klukku-
stundar langa ræðu þar sem hann
sagðist ekki ætla að segja af sér.
Hann væri hins vegar reiðubúinn
til viðræðna en aðeins við þá sem
ekki hefðu „svikið Sýrland“. Hann
sagði morðóða glæpamenn og
öfgamenn standa á bak við upp-
reisnina gegn honum.
Assad sagðist reiðubúinn að
halda sáttaráðstefnu, kosningar
og láta semja nýja stjórnarskrá
en krafðist þess að fyrst myndu
önnur ríki hætta að styrkja upp-
reisnarmenn. Að því loknu myndi
stjórnar herinn hætta aðgerðum
og hægt væri að ráðast í hinar
aðgerðirnar. Hann sagðist aldrei
hafa hafnað viðræðum og póli-
tískri lausn. „En við hvern eigum
við að tala? Við þá sem hafa öfga-
kennda hugmyndafræði að leiðar-
ljósi, sem aðeins skilja tungumál
hryðjuverka? Eða eigum við að tala
við strengjabrúður sem Vestur lönd
komu með?,“ sagði hann.
Þá sagði Assad Sýrlendinga
berjast við utanaðkomandi öfl
sem væru hættuleg. „Þetta er
stríð milli þjóðarinnar og óvina
hennar, milli fólksins og morð-
óðu glæpamannanna,“ sagði hann.
„Þetta er frábært frumkvæði
en það vantar eitt grundvallar-
atriði, afsögn hans,“ sagði Kamal
Labwani, meðlimur Bandalags
sýrlenskra stjórnarandstæðinga.
„Allt sem hann leggur til mun
gerast sjálfkrafa, en bara eftir að
hann fer frá völdum.“
Þá sögðust stjórnarandstæð-
ingar frá upphafi hafa lagt
áherslu á pólitíska lausn á
ástandinu. Nú væru sextíu þúsund
manns fallnir og þær fórnir væru
ekki til þess gerðar að styrkja for-
setann í sessi.
William Hague, utanríkis-
ráðherra Bretlands, gagnrýndi
ræðu Assads einnig. Hann sagði
ræðuna „ótrúlega hræsnisfulla“
og að innantóm loforð um breyt-
ingar blekktu engan. Utanríkis-
ráðherrar Tyrklands og Þýska-
lands tóku í sama streng.
Yfirmaður utanríkismála hjá
Evrópusambandinu, Catherine
Ashton, sagði ræðuna engu breyta
um þá afstöðu sambandsins að
Assad ætti að víkja.
thorunn@frettabladid.is
Hafna innantómum
loforðum í Sýrlandi
Uppreisnarmenn í Sýrlandi hafna sáttatillögum sem Bashar Assad, forseti landsins,
lagði fram í gær. Utanríkisráðherrar Breta, Þjóðverja og Tyrkja tóku í sama streng.
Assad sagðist ekki ætla að segja af sér og ekki ræða sátt við hryðjuverkamenn.
ÁKVEÐINN Bashar Assad hélt ræðuna fyrir framan fullan sal af stuðningsmönnum
sínum í óperuhúsinu í miðborg Damaskus í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
232,1886
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
129,33 129,95
207,32 208,32
168,27 169,21
22,558 22,690
23,066 23,202
19,723 19,839
1,4651 1,4737
197,20 198,38
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
GENGIÐ
04.01.2013
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is
og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
1
2
3
Ingibjörg Karlsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
Miðvikudagur
Fremur hægur vindur en vaxandi um
kvöldið V-lands.
RIGNING gengur inn yfir suðvestanvert landið í kvöld og á morgun má búast við
rigningu eða slyddu víða um land en snjókomu inn til landsins. Síðdegis á morgun
léttir aftur til um tíma en á miðvikudagskvöld lítur út fyrir meiri úrkomu.
1°
3
m/s
1°
7
m/s
3°
6
m/s
6°
4
m/s
Á morgun
Strekkingur sums staðar um tíma.
Gildistími korta er um hádegi
3°
0°
0°
0°
-1°
Alicante
Aþena
Basel
16°
10°
9°
Berlín
Billund
Frankfurt
6°
5°
10°
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
8°
4°
4°
Las Palmas
London
Mallorca
21°
10°
17°
New York
Orlando
Ósló
5°
21°
1°
París
San Francisco
Stokkhólmur
9°
14°
0°
3°
2
m/s
5°
3
m/s
3°
5
m/s
2°
3
m/s
1°
1
m/s
1°
2
m/s
-2°
5
m/s
3°
1°
5°
3°
2°
4