Fréttablaðið - 07.01.2013, Page 13
LÍFGAÐ UPP Á UMHVERFIÐ
Nú þegar jólaskreytingar hafa verið teknar niður verður
heimilið svolítið líflaust fyrst í stað. Þá er upplagt að fá
sér afskorin blóm í vasa eða orkídeur til að lífga upp á
umhverfið. Það minnir á að sólin hækkar á lofti og hægt
er að hlakka til vorsins.
VERKEFNASTJÓRAR
Þær Unnur S. Gröndal
og Ásdís Birgisdóttir
halda utan um sam-
vinnusýningu fagfélaga
hönnuða á Hönnunar-
Mars 2013.
MYND/STEFÁN
Katarina Siltavuori, verkefnastjóri World Design Capital Helsinki 2012 og eigandi Galleria Norsu
í Finnlandi, verður listrænn stjórn-
andi þverfaglegrar samvinnusýningar
á Hönnunarmars 2013 sem fram fer
dagana 14. til 17 mars. Unnur S. Gröndal
keramikhönnuður og Ásdís Birgisdóttir
textílhönnuður eru verkefnastjórar
sýningarinnar en kveikjan að henni var
samvinnusýningin Flétta sem Textíl-
félagið og Leirlistafélagið stóðu fyrir á
síðasta Hönnunarmars, þegar tólf verk-
efni voru sýnd í Hafnarhúsinu. Tilgangur
samvinnusýningarinnar er að opna ís-
lenskt hönnunarsamfélag, segja verk-
efnastjórar.
„Flétta átti upphaflega að vera sam-
vinnusýning þessara tveggja félaga en
þegar leið á verkefnið var það opnað
fleiri félögum. Í ár var ákveðið að opna
sýninguna öllum fagfélögunum sem
standa að Hönnunarmiðstöðinni, í þeim
tilgangi að fá hönnuði til að vinna saman
þverfaglega og kynnast,“ útskýrir Unnur.
Hún segir feng að því að fá Katarinu til
að velja verk inn á sýninguna því glöggt
sé gests augað.
„Katarina er reyndur sýningarstjóri og
hefur yfirsýn yfir það sem er að gerast í
hönnunarheiminum. Íslenskt hönnunar-
samfélag hefur gott af því að fá einhvern
utanaðkomandi aðila með þjálfað auga
til að velja inn á sýningu,“ segir Unnur.
Þátttakendur þurfa að vera skráðir í
eitt af fagfélögunum níu sem eiga Hönn-
unarmiðstöð Íslands og er skilyrði að
tveir eða fleiri hönnuðir vinni saman að
verkefni sem tengist þema Hönnunar-
mars í ár, en það er töfrar eða galdrar.
„Hönnuðir úr sama fagfélagi geta auð-
vitað parað sig saman en við leggjum
upp með að fólk kynnist þvert á fög,“
segir Unnur.
Þeir hönnuðir sem hafa hug á að taka
þátt þurfa að tilkynna um þátttöku fyrir
11. janúar næstkomandi og hinn 31.
janúar á að skila inn verkefnum. Nánari
upplýsingar er að finna á vef Hönnunar-
miðstöðvar Íslands og á Facebook-
síðunni Samvinnusýning hönnuða á
Hönnunarmars. ■heida@365.is
OPNA Á SAMSTARF
MILLI HÖNNUÐA
SAMVINNA Einn af viðburðum á HönnunarMars í vor verður samvinnusýning
fagfélaga hönnuða. Tilgangurinn er að opna íslenskt hönnunarsamfélag.
Verkefnastjóri World Design Capital Helsinki 2012 velur verkin.