Fréttablaðið - 07.01.2013, Síða 42
7. janúar 2013 MÁNUDAGUR| SPORT | 18
HANDBOLTI Aron Kristjánsson
valdi í gær þá fjórtán útileikmenn
sem munu skipa hóp íslenska
landsliðsins á HM á Spáni en
fyrsti leikur strákanna okkar
verður á móti Rússum á laugar-
daginn. Aron valdi fjóra nýliða í
hópinn sinn því þeir Stefán Rafn
Sigurmannsson, Fannar Þór Frið-
geirsson, Ólafur Gústafsson og
Arnór Þór Gunnarsson eru allir
á leiðinni á sitt fyrsta stórmót.
Það eru liðin átta ár síðan það
voru svona margir nýliðar á stór-
móti en Viggó Sigurðsson var
með átta nýliða í hópnum sem fór
til Túnis árið 2005.
„Þetta verður eldskírn fyrir
þessa stráka og það eru líka
margir leikmenn í stærri hlut-
verkum en þeir hafa áður verið
í. Við erum með kjarna af leik-
mönnum sem hafa mikla reynslu
og svo erum við líka með annan
kjarna sem er mjög reynslulítill,“
segir Aron.
Viggó gaf mörgum lykil-
mönnum framtíðarinnar sitt
fyrsta tækifæri á stórmóti í Túnis
fyrir átta árum og nú er vonandi
að leikmennirnir sem koma inn
núna geti tekið að sér stór hlut-
verk í framtíðinni.
„Menn verða að vera tilbúnir
þegar kallið kemur og það sem við
stefnum að er að koma öllum inn í
mótið í riðlakeppninni. Það er líka
þannig að við erum með lykilleik-
menn sem munu bera þungann af
sóknarleiknum okkar. Svo verða
aðrir að vera tilbúnir að koma
með sitt inn í þetta,“ segir Aron.
Það sem þessi tvö stórmót,
HM á Spáni 2013 og HM í Túnis
2005, eiga líka sameiginlegt er
að bæði mótin eru fyrsta stór-
mót íslenska landsliðsins eftir
langa þjálfara tíð Guðmundar
Guðmunds sonar. Guðmundur
náði frábærum árangri með
íslenska landsliðið, fyrst 2001
til 2004 og svo 2008 til 2012,
en aðalgagn rýnin á hans störf
var að treysta of mikið á of fáa
leikmenn.
Aron hefur sýnt það í sínum
fyrstu landsleikjum að hann
notar liðið sitt og því má búast við
að umræddir fjórtán leikmenn fái
allir sitt tækifæri á Spáni.
„Nú verða aðrir að taka við
keflinu og sýna sig,“ segir Aron.
ooj@frettabladid.is
Fjórir nýliðar á HM
Nýliðarnir hafa ekki verið fl eiri í íslenska landsliðinu síðan á HM í Túnis 2005.
Bæði mótin eru fyrsta mót eft ir langa þjálfaratíð Guðmundar Guðmundssonar.
Ólafur Gústafsson
Vinstri skytta hjá Flensburg
Lék með FH á Íslandi
23 ára (fæddur 27.03.1989)
196 sm og 95 kg
10 landsleikir og 26 mörk
Fannar Þór
Friðgeirsson
Leikstjórnandi hjá Wetzlar
Lék með Val á Íslandi
25 ára (fæddur 03.06.1987)
181 sm og 85 kg
4 landsleikir og 4 mörk
Arnór Þór Gunnarsson
Hornamaður hjá Die Bergische
Lék með Val á Íslandi
25 ára (fæddur 23.10.1987)
181 sm og 85 kg
16 landsleikir og 42 mörk
Stefán Rafn
Sigurmannsson
Hornamaður hjá R-N Löwen
Lék með Haukum á Íslandi
22 ára (fæddur 9.05.1990)
196 sm og 96 kg
6 landsleikir og 5 mörk
Nýliðar íslenska handboltalandsliðsins á HM á Spáni
HM 2013 4 nýliðar
ÓL 2012 0 nýliðar
EM 2012* 2+1 nýliðar
HM 2011 3 nýliðar
EM 2010 2 nýliðar
ÓL 2008 2 nýliðar
EM 2008 2 nýliðar
HM 2007 2 nýliðar
EM 2006* 3+1 nýliðar
HM 2005 8 nýliðar
* Einn nýliði kallaður inn á miðju móti
HANDBOLTI Markverðirnir Aron
Rafn Eðvarðsson, Björgvin Páll
Gústavsson og Hreiðar Leví Guð-
mundsson fá eitt tækifæri enn til
þess að tryggja sér sæti í HM-hóp
Arons Kristjánssonar.
„Við gerum ráð fyrir því að skera
niður um einn markmann eftir Sví-
þjóðarleikinn. Við lendum í því að
Aron Rafn (Eðvarðsson) var veikur
milli jóla og nýárs og Björgvin er
ekki alveg heill heilsu. Við tökum
stöðuna á því eftir leikinn á móti
Svíum og þessir þrír eru bara í
harðri samkeppni,“ sagði Aron
Kristjánsson landsliðsþjálfari um
þá ákvörðun sína að velja þrjá
markmenn í 17 manna hópinn sinn.
„Þeir verða allir með í þeim leik
en þetta var tækifæri Arons til að
sýna sig því hann fékk ekki tæki-
færið í hinum tveimur leikjunum,“
sagði Aron.
Leikur Íslands og Svíþjóðar
hefst klukkan 18.15 á morgun og
verður í beinni útsendingu á Stöð
2 Sport eins og öll heimsmeistara-
keppnin.
„Svíaleikurinn er generalprufa
fyrir HM og við mætum á fullu í
þann leik. Við erum að fínpússa
síðustu atriðin fyrir heimsmeist-
aramótið og skoða þá hluti sem
við þurfum að skoða betur, eins og
með markmennina.“
-óój
Þrír markmenn– tvö laus sæti
Aron Kristjánsson á enn eft ir að fækka um einn markmann í hópnum fyrir HM.
ARON RAFN Fær tækifæri til að sanna
sig á móti Svíum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Þrjú félög tryggðu sér sæti í
undanúrslitum Powerade-bikars karla
í körfubolta í gær. Það eru Stjarnan,
Snæfell og Grindavík sem eru í
þremur efstu sætunum í deildinni.
Stjarnan vann 94-77 heimasigur á ÍR
í eina uppgjöri úrvalsdeildarliða en
Snæfell og Grindavík slógu bæði út 1.
deildarlið. Snæfell vann Val 100-85 á
Hlíðarenda og Grindavík vann Reyni
í Sandgerði 112-68. Lokaleikur átta
liða úrslitanna er á morgun þegar
nágrannarnir í Keflavík og Njarðvík
mætast.
Þrjú efstu liðin inn
í undanúrslitin
Kolbrún Alda Stefánsdóttir frá
Firði/SH vann Sjómannabikarinn
þriðja árið í röð á Nýárssundmóti
Íþróttasambands fatlaðra í Laugar-
dalslauginni um helgina. Kolbrún
Alda vann því bikarinn til eignar og
er hún fjórði sundmaðurinn sem
nær því. Kolbrún Alda fékk 679 stig
fyrir frammistöðu sína í 50 metra
skriðsundi. Þau þrjú sem hafa líka
unnið Sjómannabikarinn til eignar
eru Birkir Rúnar Gunnarsson, Gunnar
Örn Ólafsson og Guðrún Sigurðar-
dóttir.
Fékk að eiga Sjó-
mannabikarinn
Óskar Bjarni Óskarsson og stelpurnar
í Viborg HK náðu tveggja stiga
forskoti á toppi dönsku úrvals-
deild arinnar um helgina eftir 29-24
útisigur á FIF. Þetta var annar leikur
kvennaliðs Viborg undir stjórn Óskars
Bjarna en sá fyrsti vannst með
fjórtán mörkum. Sænska landsliðs-
konan Isabelle Gulldén átti stórleik
og skoraði tíu mörk í leiknum. Viborg
HK er með tveggja stiga forskot á FC
Midtjylland, sem á leik inni á útivelli
á móti Íslendingaliðinu Team Tvis
Holstebro í kvöld.
Óskar og stelpur-
nar á toppnum
FÓTBOLTI Karlalið Víkings úr Ólafsvík og kvennalið
Vals urðu Íslandsmeistarar í innanhússknattspyrnu,
futsal, í í gær. Víkingar úr Ólafsvík voru búnir að
tapa tveimur úrslitaleikjum í röð en unnu Val 5-2
í gær. Eyþór Helgi Birgisson skoraði tvö mörk fyrir
Víking en hin mörkin skoruðu Alfreð Már Hjalta-
lín, Dominik Bajda og Brynjar Kristmundsson.
Svava Rós Guðmundsdóttir tryggði Val titilinn
þegar hún skoraði sigurmarkið þremur sekúndum
fyrir leikslok í 6-5 sigri á ÍBV. ÍBV komst í 5-2 í
úrslitaleiknum. Svava Rós skoraði tvö síðustu mörk
leiksins en hin mörk Vals skoruðu Telma Ólafs-
dóttir, Svana Rún Hermannsdóttir, Dóra María
Lárusdóttir og Elín Metta Jensen.
Víkingar futsalmeistarar í
þriðju tilraun
Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, tilkynnti í gær 17
manna hóp sinn fyrir heimsmeistaramótið á Spáni sem hefst um næstu
helgi. Hópurinn er þannig skipaður: Markmenn: Aron Rafn Eðvarðsson
(Haukar), Björgvin Páll Gústavsson (Magdeburg), Hreiðar Leví Guðmunds-
son (Nötteröy). Vinstri hornamenn: Guðjón Valur Sigurðsson (Kiel),
Stefán Rafn Sigurmannsson (Rhein-Neckar Löwen). Vinstri skyttur: Aron
Pálmarsson (Kiel), Ólafur Guðmundsson (Kristianstad), Ólafur Gústafsson
(Flensburg). Leikstjórnendur: Snorri Steinn Guðjónsson (GOG), Fannar
Þór Friðgeirsson (Wetzlar), Hægri skyttur: Ásgeir Örn Hallgrímsson (Paris).
Hægri hornamenn: Þórir Ólafsson (Vive Targi Kielce), Arnór Þór Gunnars-
son (Die Bergische), Línumenn: Róbert Gunnarsson (Paris), Kári Kristjáns-
son (Wetzlar), Vignir Svavarsson (Minden). Varnarmenn: Sverre Jakobsson
(Grosswallstadt).
HM í handbolta Aron valdi 17 menn
Gylfi Þór Sigurðsson var eini Íslendingurinn sem komst áfram í enska
bikarnum um helgina en hann var í byrjunarliði Tottenham og
átti þátt í fyrsta marki liðsins í 3-0 sigri á Coventry. Hin tvö
Íslendingaliðin féllu óvænt út á móti utandeildarliðum.
Aron Einar Gunnarsson og Heiðar Helguson voru hvorugir í
leikmannahópi Cardiff City sem tapaði 2-1 á móti Maccles-
field Town. Malky Mackay, stjóri Cardiff, gerði ellefu
breytingar á byrjunarliði sínu og tefldi fram algjöru
varaliði í leiknum.
Björn Bergmann Sigurðarson var heldur ekki með
Wolves sem tapaði 1-0 á móti Luton. Eftir leikinn
var Ståle Solbakken, norskur stjóri félagsins,
rekinn.
Gylfi Þór Sá eini sem komst áfram
Það var mikið um óvænt úrslit í 15. umferð Dominos-
deildar kvenna í körfubolta um helgina því þrjú
efstu liðin töpuðu sínum leikjum. Haukakonur urðu
fyrstar til að vinna topplið Keflavíkur þegar þær
fóru suður með sjó og unnu 73-61 en Keflavík var
búið að vinna fjórtán fyrstu leiki sína á tíma-
bilinu. Snæfell (2. sæti) og KR (3. sæti) töpuðu
bæði sínum leikjum, Snæfell á heimavelli á móti
Val (64-81), þar sem Jaleesa Butler (18 stig og 19
fráköst) átti stórleik í sínum fyrsta leik með Val,
og kanalaust KR-lið tapaði 56-67 í Grindavík. Vals-
konur geta líklega ekki fagnað sigrinum lengi því
Snæfell kærði leikinn út af því að Butler var ekki
komin með leikheimild á laugardaginn.
Njarðvíkurkonur enduðu síðan sex leikja taphrinu
sína með dramatískum 87-85 endurkomusigri á móti
botnliði Fjölnis.
Kvennakarfan Þrjú efstu liðin töpuðu
Demba Ba (Chelsea), Joe Cole (West Ham) og Daniel Sturridge (Liver-
pool) voru allir að spila sína fyrstu leiki í enska bikarnum um helgina
eftir að hafa verið keyptir í síðustu viku. Það er óhætt að segja að
þeir hafi stimplað sig vel inn hjá nýju liðunum sínum. Demba
Ba kom inn í byrjunarliðið fyrir Fernando Torres og skoraði
tvö mörk í 5-1 sigri Chelsea á Southampton, Joe Cole lagði
upp tvö mörk fyrir James Collins þegar aðeins mark Robins
van Persie í uppbótartíma kom í veg fyrir að West
Ham sló út topplið Manchester United og Daniel
Sturridge skoraði fyrra mark Liverpool í 2-1 sigri
á utandeildarliði Mansfield Town en seinna
mark liðsins, sem Luis Suarez skoraði, átti
reyndar aldrei að standa.
Enski bikarinn Nýju mennirnir öflugir
Birkir Bjarnason og félagar í Pescara unnu frábæran 2-0
útisigur á Fiorentina í ítölsku A-deildinni í gær en þetta
var þriðji sigur liðsins í síðustu fjórum leikjum. Birkir fékk
aðeins að spila í 177 mínútur í fyrstu þrettán umferðum
tímabilsins en kom inn í liðið þegar Cristiano Bergodi tók
við þjálfuninni í lok nóvember. Birkir var að spila sinn
sjötta 90 mínútna leik í röð í þessum sigri í gær en
þessi þrjú stig komu liðinu upp í 15. sætið.
Birkir og félagar Þrír sigrar í fjórum leikjum
UPPGJÖR
HELGARINNAR
SPORT