Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 28.01.1988, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 28.01.1988, Blaðsíða 4
4 FJARÐARPÓSTURINN Sveitarfélög mæta bættum innheimtumöguleikum álagðra útsvara með hækkunum á öðrum gjöldum. Gert ráð fyrir að innheimtuhlutfall útsvara hækki um 7 til 8% með staðgreiðslukerfinu. Stór íbúð, lægra gjald á fermeter. Sigurðar Thoroddsens mikil áætlun um hvemig ætti að standa að uppbyggingu vatnsveitu Hafnarfjarðar. Á síðasta ári var þessi áætlun endurskoðuð að sögn Bjöms Ámasonar, bæjar- verkfræðings. Áætluninermikið verk en bæjarverkfræðingur vildi ekki upply sa hvað það hefði kostað. Sagði þó að það hefði verið mjög dýrt. Á fjárhags- áætlun fyrir nýlega hafið ár er gert ráð fyrir að veita 22 mil- jónum króna til firamkvæmda við vatnsveituna. Að borga fyrir vatn sem ekki er notað. Eftir því sem Hafnarfjarðar- bær hefur byggst verður erfiðara fyrir vatnsveituna að flytja það vatn sem bæjarbúar þarfnast. Á s.l. vetri bar á vatnsskort að sögn bæjarverkfræðings og nú er í undirbúningi að fara þess á leit við bæjarbúa að spara vatnið. í því sambandi vaknar sú spuming hvar megineyðsla á “dýrmætu” vatni Hafnfirðinga fari fram. Þeirri spumingu er auðsvarað að mati bæjarverk- fræðings. Hjá fiskvinnslustöðv- unum rennur mikið magn af vatni, frá vatnsveitu bæjarinns, í gegn og út í sjó án þess að þess sé nokkur þörf. Þetta vatn er ekki notað við vinnslu aflans, heldur rennur það úr krönum og slöngum oft án efdrlits. Með því að fiskvinnslustöðvamar fæm betur með vatnið væri miklu álagi létt af vatnsveitunni. Hafnfiröingar virðast því Lítil íbúð, hærra gjald á fermeter. Viðtal sem Fjarðarpósturinn átti við Guðmund Áma Stefáns- son, bæjarstjóra á dögunum, þar sem hann ræddi m.a. annars um tekjumöguleika bæjarins, virðist hafa vakið athygli lesenda. Trú- legt er að þessi athygli sé meiri vegna þess að nokkrum dögum eftir birtingu viðtalsins fengu bæjarbúar “glaðning” inn um bréfalúgumar, sem var álagn- ingarseðlar fasteignagjalda, holræsagjalda og vatnsskatts. Allir sem komið hafa að máli við Fjarðarpóstinn em á einu máli um að þessi gjöld hafi hækkað mikið milli áranna 1987 og 1988 oghafaspurt hvortþessarhækk- anir geti talist eðlilegar. Fasteignamat fjölbýlishúsa hækkaöi um 34%, einbýlishúsa um24%. Það þýðir einfaldlega að verðlag minni íbúða hækkaði verulega vegna eftirspumar. Það kemur síðan fram í fasteignamati og leiðir af sér hærri álögur sveitar- félaga á það húsnæði sem ætla má að þeir tekjuminni eigi. Til viðbótar þessu hækkaða fasteignamati er álagningar- prósentan síðan hækkuð jafnt yfir alla heildina og það leynir sér ekki fyrir hverja er verið að spara með þeim hætti. Tuttugu og tvær miljónir til vatnsveitunnar. Vatnsskattur hækkaði upp í 2% um þessi áramót eða sem næst um 60%. Bæjaryfirvöld töldu þessa hækkun nauðsyn- lega vegna mikilla framkvæmda sem fyrirhugaðar em á vatns- kerfi bæjarinns. Á árinu 1984 var unnin á vegum Verkfræðiskrifstofu Samkvæmt upplýsingum firá Fasteignamati rfldsins hækkaði fasteignamat á íbúðum í fjöl- býlishúsum (húsum þar sem tvær eða fleiri íbúðir eru undir sama þaki) um 34%. Fasteigna- mat á einbýlishúsum hækkaði hins vegar ekki nema um 24% á sama tímabili. Þessi mismunur á fasteigna- mati er fyrst og fremst þannig tilkominn að eftir að farið var að greiða lán húsnæðismálastjómar eftir nýjum lögum jókst eftir- spum eftir minni og meðal- stómm íbúðum vemlega um- fram eftirspum eftir dýrara hús- þurfa að leggja í mikinn kostnað við vatnsöflun og dreifingu m.a. vegna þess að mikið vatn rennur frá dreifikerfinu í sjó fram. Með öðmm orðum em þeir að borga fyrir vatn sem ekki er notað. í Hafnarfirði hafa yfirvöld greinilega veitt því athygli að matarskattur ríkisstjómarinnar tók ekki til einnar helstu “neysluvöru” mannslíkamans, vatnsins, og vildu bæta þar betur um með ríflegri hækkun vatns- skattsins. Gert er ráð fyrir að innheimtuhlutfall álagðra útsvara hækki um 7 til 8% með staðgreiðslukerfi opinberra gjalda. Sveitarstjórnarmenn hafa haldið því nokkuð á lofti að undanfömu að þeirra hlutur opinberra gjalda sé of lítill eins og hann er ákveðin eða 6,7%. Þeir búi því við mikla óvissu hvað tekjuöflun varðar og fjár- hagsáætlanir því ónákvæmari en æskilegt væri. Á hinn bóginn er talið að innheimtuhlutfall álagðra út- svara muni aukast um 7 til 8% með staðgreiðslukerfinu. Ein- stakir sveitarstjómarmenn hafa spáð að það hækki úr 82% í allt að 90%. Hjá stærri sveitar- félögum er þama um vemlega upphæðir að ræða í bættri inn- heimtu sem kemur til tekna. S var margra sveitarstjóma við þessari svonefndu óvissu er að hækka önnur álögð gjöld enútsvareins og þeim frekast er unnL

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.