Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 28.01.1988, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 28.01.1988, Blaðsíða 10
10 FJARÐARPÓSTURINN G O R M U R, hvað er nú það ? !! í Hafnarfirði starfa mörg félög að æskulýðsmálum. Fjöldi félagsmanna er mismunandi en öll hafa þau sama markmiðið, að Þeir Ámi Rúnar og Smári eru meðal stofnenda “GORMS” halda uppi fjörugu og jafnframt þroskandi tómstundastarfi. Eitt þessara félaga er Ung- templarafélagið GORMUR, sem stofnað var í september 1987. Hugmyndinniskautuppá Bindindismótinu í Galtalæk í sumar, en þar voru m.a. 5 nem- endur úr Öldutúnsskóla til að vinna fyrir íslenska ungtempl- ara. Nú eru í félaginu 24 unglingar á aldrinum 13-15 ára úr þremur skólum bæjarins. Fundir eru haldnir hálfsmán- aðarlega á miðvikudagskvöldum frá kl. 20- 23. Dagskráin er fjölbreytt og farið var m.a. í helgarútilegu í vetur. Þá hefur verið farið í skemmtiferðir, staðið fyrir diskóteki, “Trivial pursuit” keppni, farið í keilu og svo mætti margt upp telja. Aðalmarkmiðið er að gefa unglingum tækifæri að kynnast og skemmta sér í vímulausu umhverfi. Þau sem hafa áhuga á að slást í hópinn mæta á fund og skrifa þar inntökubeiðni. Eftir að hafa mætt á tvo fundi og greitt félags- gjald eru þau fullgildir félagar. Allar nánari upplýsingar veitir Stefanía Sæmundsdóttir í síma 672122 (vs) eða 35756 (hs). Útsvör hækka um 24,3% frá áætlun 1987 í greinargerð bæjarstjóra fyrir frumvarpi á fjárhagsáætlun kemur fram að nettótekjur af útvarsálögum eru 447.817 milljónir króna. Þá hefur verið tekið tillit til 8% vanhalda. Samkvæmt áædun Þjóðhagsstofnun er gert ráð fyrir að atvinnutekjur verði að meðaltali 37.5% hærri á mann 1987 en var árið 1986. Þessi áætlun er að vísu sett fram með þeim fyrirvara að hún miðast við landsmeðaltal og frávik geta verið í einstökum sveitarfélögum. ífjárhagsáætíunHafnarfjarðarerhækkunin miðuð við áætlun Þjóðhagsstofnunar, þ.e. að hækkun tekna milli áranna 1987 og 1986 sé 37.5%. Þá er gert ráð fyrir að hækkun tekna milli áranna 1987 og 1988 nemi 22.5% og að gjaldendum fjölgi um 2.65%. Samkvæmt lögum er útsvar ákveðinn hundraðshluti af tekjum hvers almanaksárs, en þó eigi hærri en 7,5% af útsvarsstofni. Bæjarstjóm Hafnarfjarðar hefur ákveðið að á árinu 1988 skuli álagning útsvars vera 6,7% af útsvarsstofni. GLUGGAÐ í FRUMVARP AÐ FJÁRHAGSÁÆTLUN 1988 T E K J U R ÚTSVAR (að frádregnum vanhöldum) kr. 486.753.000 AÐSTÖÐUGJÖLD kr. 79.639.000 FASTEIGNAGJÖLD (innif. vatnsskattur og holræsagj.) kr. 185.570.000 FRAMLAG ÚR JÖFNUNARSJÓÐI kr. 62.731.000 FRAMLEIÐSLUGJALD FRÁ ÍSAL kr. 24.718.000 ARÐUR AF EIGNUM kr. 4.258.000 VAXTATEKJUR kr. 33.000.000 ÝMSAR TEKJUR kr. 1.000.000 Samtals kr. 837.729.000' Fjárhagsstaða bæjarins er sterk, -segir Guðmundur Ámi Stefánsson, bæjarstjóri í niðurlagi að drögum að fjáriiagsáætlun fyrir HafnarQörð 1988. í niðurlagi að drögum að fjárhagsátætíun fyrir Hafnar- fjörð 1988 kemur fram sú skoðum Guðmundar Árna Stefánssonar, bæjarstjóra, að hann telur fjárhagslega stöðu bæjarins sterka. í framhaldi af því bendir bæjarstjóri á marg- víslegar framkvæmdir sem áætlað sé að ráðast í á næstunni og kosti mikið fé. Vegna þessara framkvæmda sé stakkurinn víða þröngt skorinn og ekki verði unnt að sinna öllum þeim óskum sem nefndir og ráð hafa farið fram um aukið mannahald og rekstrarumfang. f viðtali við blm. Fjarðar- póstsins í 1. tbl. þessa árs sagðist Guðmundur Ámi Stefánsson, bæjarstjóri óttast það óþekkta og átti þar við að tekjuþáttur sveitar- félaga og þar með Hafnarfjarðar- bæjar væri óviss vegna hins nýja staðgreiðslukerfis skatta. Aðrar álögur á Hafnfirðinga en útsvar hafa einnig hækkað verulega eins og fram kemur á öðrum stað hér í blaðinu. Miðað við auknar álögur, bætt innheimtuhlutfall álagðra útsvara, sem gert er ráð fyrir að verði með staðgreiðslukerfinu, ætti fjárhagsleg staða Hafnar- fjarðarbæjar að geta verið sterk. Það að ætti því ekki að þurfa að skera niður ýmsa þjónustu sem bærinn veitir bæjarbúum þótt framkvæmdir haldi áfram. Víða ljót sár eftir efnistöku í fundargerðum náttúruvemdar má sjá að nefndin hefur áhyggjur af því hvemin efnistökumenn hafa skilið við ýmsa áður fagra staði, m.a. í Kapelluhrauni. Mjög brýnt er að fylgjast náið með hvemig um þá staði er gengið þar sem heimil er efnistaka. Nú er aðeins heimilt að taka efni á tveimur stöðum og nefndin leggur áherslu á að þeir sem taki efni hy lj i sem best ummerki efnisnámsins. Þeir staðir sem bera ófögur merki þess að illa hefur verið gengið um em m .a. íÓbrynnishólum, Rauðamel og í Kapelluhrauni eins og fyrr sagði.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.