Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 28.01.1988, Blaðsíða 9

Fjarðarpósturinn - 28.01.1988, Blaðsíða 9
FJARÐARPÓSTURINN 9 Við höfum verið samhent. Ég held ég eigi mest að þakka því hversu fjölskylda mín hefur verið samhent. Við höfum staðið og unnið mjög vel saman. Allir hafa hjálpast að. Þegar Norðurbærinn fór að byggjast og verslunarhverfið á Reykjavíkurveginum óx upp var stundum verið að segja við mig hvort ég ætlaði ekki að setja upp verslun þar. Ég hugsaði ekkert um það í fyrstu, kunni vel við mig á Linnetstígnum og reksturinn gekk ágætlega. Svo kom húsnæði á Reykja- víkurvegi í hendumar á okkur og þá réðst ég í að færa út kvíamar. Þá komu einnig bömin mín og tengdaböm meira inn í rekstur- inn. Eftir því sem bærinn vex og verður samtengdari, stærri byggðaheild er nauðsynlegt að auka við ef maður á að geta verið trúr þeirri köllun að veita þá bestu þjónustu sem manni er unnt. Stríðum opnunartíma. Einn þátturinn í að geta veitt sem besta þjónustu var að fá leyfi til þess að hafa opið. Fyrstu árin áttum við í miklu stríði við bæjaryfirvöld um opnunartíma. Þau lágu undir þrystingi frá ymsum kaupmönnum um að sitja fast á þessu máli. Við höfðum okkar málstað í gegn með þjarki og þrautseigju og ég vil meina að með þessu höfum við lagt grunnin að almennt bættri þjónustu verslana í bænum. Nauðsynlegt að lífga miðbæinn. Það er nauðsynlegt að lífga miðbæinn við og ég fagna því að komin skuli vera fram hreyfing í þá átt. En það verður einnig að fylgja þessari hugsjón eftir með vinnubrögðum. Verslanirnar verða að keppa að því að veita góðaþjónustu. Þegar ég er að tala um miðbæinn þá á ég ekki við að fara í samkeppni við önnur verslunarsvæði í bænum. Þau eiga að vinna saman og standa að því að efla hafnfirska verslun. Við getum veitt þjónustu, bæði Hafnfirðingum og öðrum á sama háttt og heimamenn munu alltaf sækja þjónustu í önnur nágranna- sveitarfélög. Við eigum t.d. við- skipti langt út fyrir Hafnarfjörð, út um allt land. Einu vil ég koma sérstaklega á famfæri, sem verður að gera ef okkur á að takast að byggja upp miðbæjarlíf. Það vantar alla hreinlætisaðstöðu í miðbænum. Við, sem rekum verslanimar höfum sinnt þessu hlutverki og opnað dyrnar fyrir fólki sem þurft hefur að komast á snyrtingu. Svona lítið atriði skiptir miklu máli. Eins og frækom sem sáð er í mold. Þegar ég lít yfir þessi tuttugu og fimm ár, sem ég er búin að starfrækja Burkna finnst mér eins og þetta hafi verið líkt og frækorn sem sáð er í mold. Það byrjar smátt, en vex hægt og bítandi ef hlúð er vel að því. Á endanum verður frækornið að tréi. Það þessu leyti get ég verið mjög ánægð. Þetta kostaði oft mikla vinnu og ég get sagt að í mörg ár kom ég varla heim yfir desember mánuð. En þegar maður sér árangurinn er ekki hægt annað en vera ánægður með það sem maður hefur gert. ÞI. VERÐLÆKKUN! Mikil verðlækkun á nýjum og sóluðum hjólbörðum. SAMKVÆMT VERÐKÖNNUN ER OKKAR VERÐ HAGSTÆÐAST Verið velkomin Hjólbarðaviðgerðir OPIÐ frá 7.30-19.00 Laugard. frá 9.00-16.00 DRANGAHRAUNI 1 HAFNARFIRÐI - SÍMI 52222 - 51963

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.