Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 11.02.1988, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 11.02.1988, Blaðsíða 11
FJARÐARPÓSTURINN 11 Aðsóknin hefur tvöfaldast á skömmum tíma Ein þeirra nýjunga sem er á döf- inni hjá Iðnskóla Hafnarfjarðar er stækkun hársnyrtideildarinnar. Verið er að taka aðra kennslustofu í notkun og meiri aukning er fyrir- sjáanleg í kennslu í hársnyrtifræð- um. Að sögn Eddu Hinriksdóttur, kennara við hársnyrtideildina hefur áhugi fyrir námi í hársnyrtingu far- ið mjög vaxandi á undanförnum ár- um og á síðustu tveimur árum hefur aðsókn að hársnyrtideildinni tvö- faldast. Edda sagði að nýjungar væru mjög örar í þessari grein og nú bær- ust þær orðið hingað til lands jafn- óðum og þær kæmu fram erlendis. Það væri ekki óalgengt að nýjunar kæmu fram á tveggja til þriggja mánaða fresti. Þá hefðu nokkrir einstaklingar hér lagt sig mjög fram um að kynna almenningi það sem væri að gerast í hársnyrtingu á hverjum tíma. Það væri bæði gert með kynningu í fjölmiðlum og ekki síður sýningum þar sem haldnar væru í tengslum við mót þar sem hársnyrtifólk keppti til verðlauna. Námið í hársnyrtifræðum hefur einnig tekið miklum breytingum. Nú fer allt nám fram innan skóla og nemendur fara síðan í starfsþjálfun á hársnyrtistofur. Allt námsefni hefur verið endurskoðað, aukið og aðlagað nýjum þörfum til að hár- snyrtifólk sé sem best undir það bú- ið að mæta þeim kröfum sem við- skiptavinir gera. Að sögn Eddu er nám í hársnyrtifræðum orðið strangur skóli og vildi hún meina að það hefði einnig áhrif á að fólk sæi meira til þess. Námið gæfi því meira og það yrði öruggara þegar til al- vöru starfs kæmi. Þeir sem leita eftir námi í hár- snyrtifræðum eru að meirihluta stúlkur. Edda kvaðst ekki vita skýr- inguna á áhugaleysi karlmanna. Þetta áhugaleysi væri ekki í sam- ræmi við áhuga þeirra á almennu útliti og þar með talinni hársnyrt- ingu. Ef ekki verður breyting á munu störf við hársnyrtingu fyrst og fremst verða kvennastörf. Það mætti geta þess til gamans að fær- ustu sérfræðingar á þessu sviði er- lendis væru karlmenn. Edda sagði að mjög gott sam- starf væri á milli Iðnskólans í Reykjavík og Iðnskóla Hafnar- fjarðar á þessu sviði og benti á að mjög nauðsynlegt væri að skólarnir hefðu samstarf. Það skilaði sér í betra námi og betri árangri. Hársnyrtideildin er nú orðin fjöl- mennasta deildin við Iðnskóla Hafnarfjarðar. Sex kennarar starfa nú við hana og kvað Edda mjög ánægjulegt hversu vel hefði til tekist með uppbyggingu hennar. Þar væri að þakka áhuga forráðamanna skólans og góðum starfsanda innan deildarinnar. NYR FERÐABÆKLINGCIR KOMINN Höfum opið frá 2 - 5 á laugardaginn. Heitt á könnunni Samvinnuferdir - Landsýn Reykjavíkurvegi 72 Sími 51155 Smáauglýsingar HÚSNÆÐI ÓSKAST Vantar 2.-3. herbergja íbúð í Hafnar- firði eða nágrenni nú þegar. Upplýs- ingar [ síma 65-19-49 eftir kl. 19.00, Díana. ÍBÚÐ ÓSKAST Óska eftir lltilli íbúð til leigu strax I ca. hálft ár. f. hjón með tvö börn. Reglusemi og öruggum greiðslum heitið. Uppl. gefur Stefán F. Arndal I slma 65-19-68. HERBERGI ÓSKAST Óska eftir að taka á leigu herbergi með aðgangi að eldhúsi nú þegar eða mjög fljótlega. Upplýsingar I síma 65-19-49 eftir kl. 19.00, Ásdís. STÁLVASKUR TIL SÖLU Til sölu tvöfaldur stálvaskur með plötu, nýlegur. Upplýsingar I slma 54435. HÚSNÆÐI ÓSKAST Ungt reglusamt par með þriggja og hálfs árs gamlan dreng óskar eftir að taka 2.-3. herbergja ibúð á leigu í Hafnarfirði eða Garðabæ. Upplýs- ingar í síma 5-46-33 á vinnutíma. ÍBÚÐ Ung hjón með eitt barn bráð- vantar (búð á leigu strax. Upplýsingar I síma 65-15-35.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.