Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 11.02.1988, Blaðsíða 16

Fjarðarpósturinn - 11.02.1988, Blaðsíða 16
FJflRDflR Hafnarfjörður skautasvellslaus Engin aðstaða til skautaiðkana í Hafnarfirði Nú þegar frost bitur í og svell myndast á lækjum og tjörnum, taka íslendingar gjarnan fram skauta og fara út á ís og svell. Um Iangan aldur hefur Tjörnin í Reykjavík verið samastaður skauta- fólks í Reykjavík. Þótt eitthvað hafi dregið úr skautaiðkun á seinni ár- um miðað við það sem áður var þá má sjá börn og jafnvel fullorðna renna sér á svellinu á Tjörninni á góðviðriskvöldum. Einnig hefur verið útbúin góð skautaaðstaða á Rauðavatni. Víða annars staðar á landinu er góð aðstaða til skautaiðkana og Iagað til þegar svell myndast m.a. með að sprauta vatni til að fá það sléttara. Hér í Hafnarfirði er engin aðstaða til skautaiðkana. ísinn á Læknum er oft ótraustur og ekki heppilegur fyrir fólk til að renna sér á. Bæjarbúi kom að máli við Fjarð- arpóstinn og benti á, að á Hörðu- völlum mætti koma upp ákjósan- legri aðstöðu fyrir skautafólk.. Hann nefndi einnig að íþróttafélag- ið Hauka hefði fjárveitingu úr bæj- arsjóði til að viðhalda skautaað- stöðu en lítið færi fyrir fram- kvæmdum á þeirra vegum. Það væri mjög slæmt ef fé bæjarbúa væri þannig varið til einhvers aðila og honum ætlað að leysa ákveðin verkefni í staðinn en sleppti því alveg. Það væri vel þess virði fyrir bæj- aryfirvöld og íþróttafélögin í bæn- um að athuga þessar hugmyndir bæjarbúans sem kom að máli við Fjarðarpóstinn og benti á Hörðu- velli sem framtíðar skautasvæði fyrir Hafnfirðinga. Hafnfirsk kona tekur sæti á Alþingi Nýlega tók hafnfirsk kona, Kol- brún Jónsdóttir, sæti á Alþingi. Kolbrún var í framboði fyrir Borg- araflokkinn við síðustu Alþingis- kosningar og kemur nú inn á þing sem varamaður fyrir Hreggvið Jónsson. Þetta mun vera í annað skipti sem kona búsett í Hafnarfirði situr á þingi, Ragnheiður Svein- björnsdóttir kom einnig inn á þing sem varamaður fyrir u.þ.b. 14 ár- um. Þá má geta þess að Kristín H. Tryggvadóttir sat nokkrum sinnum á þingi sem varamaður fyrir nokkr- um árum, en hún var þá búsett í Garðabæ. Fjarðarpósturinn óskar Kol- brúnu velfarnaðar í þingstörfum, og til hamingju með vegsaukann. BÆJARMALA- Apunktar Meirihluti bæjarráðs, bæjar- ráðsmenn Alþýðubandalags og Alþýðuflokks hafa gert eftirfar- andi athugasemdir við sölu á Eini, skipi Hvaleyrar hf. til Sandgerðis. „Við hörmum sölu atvinnutækis á borð við Eini úr bænum ásamt kvóta og vísum sérstaklega til þess að í 6. gr. kaupsamnings vegna sölu á BÚH var sérstaklega tekið fram að það væri forsenda Hafnar- fjarðarbæjar fyrir sölunni, að atvinnutækin yrðu til nýtingar í bænum. Við vísum til álitsgerð- ar bæjarlögmanns og á þeim grundvelli teljum við þó ekki grundvöll til frekari aðgerða vegna fyrrgreindrar 6. greinar. Aftur á móti sjáum við ekki að svo stöddu ástæðu til að taka af- stöðu til erindis Hvaleyrar um breyttan skuldara á umræddri veðskuld bæjarsjóðs.“ Ólafur Proppé hefur tekið undir þessa bókun bæjarráðsmanna Alþýðuflokks og Alþýðubanda- lags. Árni Grétar Finnsson hef- ur sent eftirfarandi bókun frá sér. „Að sjálfsögðu er það ætíð alvarlegt mál, þegar fiskiskip fer úr bænum og ber að harma það. Um leið er ekki hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd að frá Hvaleyri voru seld fiskiðjuver BÚH og tvö af þremur skipum hennar, hefur fyrirtækið verið rekið af mikilli prýði. Bæjar- sjóður hefur síðan ekki þurft að borga tugi milljóna vegna tap- reksturs BÚH svo sem áður var. Verður sá sparnaður bæjarsjóðs seint full metinn" Bæjarráð hefur samþykkt fyrir sitt leyti að heimila Bifreiða- íþróttaklúbbi Reykjavíkur að haida ísaksturskeppni á Hval- eyrarvatni í eitt skipti til reynslu, að því tilskyldu að gætt verði allra reglna og ákvæða er fram koma í bréfi dómsmálaráðu- neytisins frá 7. janúar sl. Bæjarverkfræðingur hefur lagt til að tekið verði tilboði frá Hall- dóri og Guðmundi, Kópavogs- braut 4 í gatnagerð í Hafnar- firði. Halldór og Guðmundur áttu lægst tilboð í þær fram- kvæmdir sem um var að ræða. Bæjarráð hefur samþ. að heim- ila bæjarstjóra að undirrita verksamning við Halldór og Guðmund. Tveir fulltrúar Sjálf- stæðismanna greiddu atkvæði gegn tillögunni í bæjarráði og lét annar þeirra Jóhann G. Berg- þórsson bóka eftirfarandi: „Vegna fyrirhugaðrar samn- ingagerðar við Halldór og Guð- mund um gatnagerð í Setbergi vill undirritaður taka eftirfar- andi fram: Beiðni bæjarráðs um könnun á fjárhagsstöðu bjóð- enda hefur ekki verið sinnt sem skyldi og ekki liggja fyrir upp- lýsingar um efnahag bjóðanda sem þó er með tilboð verulega undir kostnaðaráætlun og veru- lega undir tilboðum, sem verk- takar sem þekktir eru að lágum boðum gefa. Þá hefur komið fram hugmynd frá bæjarverk- fræðingi um brot á almennum samningsskilmálum ÍST 30, þ.e. með hækkun einingaverða fyrir samningagerð. Málatilbúnaður er þannig óeðlilegur og vafa- samt að bjóðendum og bæjarfé- laginu sé greiði gerður með slík- um vinnubrögðum og hafa hugsanlega áhrif á verktaka við væntanlega tilboðsgerð til Hafnarfjarðarbæjar. Ég er því mótfallinn umræddri samn- ingagerð og legg til að samið verði við J.V.J. hf. á grundvelli gilds tilboðs fyrirtækisins.“ Meirihluti bæjarráðs hefur samþ. að leggja til við bæjar- stjórn að hún samþykki að á ár- inu 1988 verði lagt útsvar á gjaldendur í Hafnarfirði 10,2% samanber lög nr. 46/1987 um gildistöku staðgreiðslu. rVWt2 TTTTTTJI'.Uil FASTEIGNASALA. Reyk]avikuríegi 72 Halnaitiiði - Simi 54511 niu ur1 w OPID Vuka daga kl 918 sunnudaga kl 1316 Heimasimi solumanns Macmusai Emilssonar 53274 GUÐM. KRISTJÁNSSON HDL. HLÖÐVER KJARTANSSON HDL. ▲ REYKJAVÍKURVEGUR: Mikið endurnýjað 120m2 einb.hús, m.a. nýjar innr., lagnir. þak, o.fl. Skipti œskileg á 4-5 herb. íbúð. Einkasala. Verö 5.3 millj. ▲ SUDURHVAMMUR, 4 mjög skemmtileg raðhús á 2 hœö- um. 4 sveính., sjónv. herb., sól- stola og innbyggður bílsk.. sam- tals um 220m2. Aíhent fullbúin að utan og íokheld inna, eftir 4-6 mán. Verð 5-5.4 millj. Fást einnig afhent tilb. undir trév. ANORÐURBÆR, Glœsilegt 203m2 einb.hús á einní hœð. 4 svefnh. Fallegur garöur með garðhúsi. Ákv. sala. Teikn. á skrifst. AFh. eftir 5-6 mán. ▲ ERLUHRAUN, Glœsilegt 255m2 einbýlish. á 2 hœðum á góöum stað. Innb. bílsk. og gott vinnupláss í kj. Einkasala. Skipti mögul. á 3ja herb. í Norðurb. ▲ ÖLDUSLÓÐ, Mjög lalleg 80m2 3ja herb. neðri hœð. Nýl. eldh.innr. Parket. Verð 4 millj. ▲ IDNAÐARHÚSNÆÐI, Nýkom- ið 240m2 + kj. með bygg.rétt við Hjallahraun. Einnig 240m2 við Trönuhraun og 450m2 og 580m2 viö Drangahr. A ÖLDUGATA: 62m2 2ja herb. efri hœö í góðu standi. Verö 2,6 millj. ▲ HRINGBRAUT, Mjög íalleg 75m2 3ja herb. risíb. Laus fljótl. Verö 2.8 millj. ▲ MIÐVANGUR: Mjög falleg 2ja herb. 65m2 íb. á 5. hœð Verð 3 millj.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.