Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 28.04.1988, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 28.04.1988, Blaðsíða 5
Svæðisstjóm um málefni fatlaðra: Þjónusta viö fatlaða hefur verið stóraukin Svæðisstjórn um málefni fatlaðra í Reykjanesi leitar eftir hentugu húsnæði í Hafnarfirði undir sambýli, ennfremur húsnæði fyrir dagvist- un fatlaðra. Þá verður tekið í notkun nýtt sambýii að Hnotubergi 19 á komandi hausti, en í sumar verður húsið rekið fyrir skammtíma- og dagvistun fatlaðra. Þá er rekið sambýli sjö heimilismanna að Kletta- hrauni 17 en í Hnotubergi er reiknað með plássi fyrir 5-6 einstaklinga. Að sögn Þórs Þórarinssonar, framkvæmdastjóra svæðisstjórn- ar fatlaðra á Reykjanesi, er gífur- leg ásókn í vistunarrými fatlaðra í kjördæminu. í Reykjavík og Reykjanesi eru búsettir um 70% fatlaðra á landinu og sagði Þór, að hlutfall barna væri hærra í Reykja- nesi en t.d. í Reykjavík. Með nýjum lögum frá árinu 1979 um málefni þroskaheftra og lögum frá 1984 um málefni fatl- aðra var nýtt fyrirkomulag um stjórnun málefna þessara hópa komið á. Þá voru skipaðar svo- nefndar svæðisstjórnir. í Reykja- nesi eiga sæti í svæðisstjórn Pór Þórarinsson framkvæmda- fræðslustjóri, héraðslæknir, aðili stjóri svœðisstjórnar fatlaðra á fr^ Samtökum sveitarfélaga á skrifstofu sinni í Garðabœ. höfuðborgarsvæðinu og annar frá Klettahraun 17. Þar eru nú sjö einstaklingar í sambýli. Umferðarráð: Dráttarvélanámskeiö fyrirbömog unglinga Umferðarráð í samvinnu við Bifreiðaeftirlit ríkisins, Búnaðar- félag Islands, menntamálaráðu- neyti, Slysavarnafélag Islands, Stéttarsamband bænda, Vinnu- eftirlit ríkisis og Okukennarafélag Islands efnir til námskeiðs í akstri og meðferð dráttarvéla. Nám- skeiðið hefst n.k. laugardag, 30. aprO, kl. 10 í Dugguvogi 2 í Reykja- vík. Á námskeiðinu verður kennt í tveimur flokkum. Annars vegar er um að ræða fornámskeið fyrir unglinga á aldrinum 13 til 15 ára (fædda 1973-1975) og hins vegar réttindanámskeið fyrir 16 ára ungl- inga, sem endar með prófi og veit- ir réttindi til aksturs á dráttarvél- um á vegum. Samtökum sveitarfélaga á Suður- nesjum. Við framkvæmd laganna er reynt að framfylgja þeirri stefnu, að stjórnun sé afturvirk, þ.e. að valdið sé sem mest í hönd- um þeirra sem njóta laganna. Skrifstofa svæðisstjórnar Reykjaness er í Garðabæ, en stjórnin skiptir síðan svæðinu í fjögur minni svæði með tilliti til þjónustu. Svæðin eru: Suðurnes; Hafnarfjörður, Garðabær, Kópa- vogur og Álftanes; Seltjarnarnes og það fjórða Mosfellssveit, Mos- fellsbær og Kjalarnes. Varðandi framkvæmd laganna í kjördæminu sagði Þór, að lokið væri könnun á þörfum fatlaðra á Suðurnesjum. Haft hefði verið samband við alla þá sem upplýs- ingar lægju fyrir um að væru fatl- aðir og í framhaldi af því sendur spurningalisti í þeim tilgangi að Húsið við Hnotuberg 19 í Setbergslandi, þar sem opnað verður sambýli í haust. Það verður notað í sumar fyrir dagvistun og skammtímaþjón- ustu. finna raunverulegu þörf viðkom- andi til þjónustu á vegum svæðis- stjórnarinnar. Slík könnun fer af stað hér í Hafnarfirði í sumar og haust, en Þór sagði ljóst, að mikil þörf væri fyrir aukna þjónustu hér, sem þegar hefðu verið lögð drög að úrbótum á, sem að fram- an greinir. Varðandi húsnæðið sem nú er leitað að í Firðinum sagði Þór ennfremur, að miklar vonir væru bundnar við dagvistunarheimili, enda virtist þörfin hvað mest fyrir sambýli, tengt dagvistun og skammtímaþjónustu. Það hús- næði sem leitað er að þarf helst að vera á einni hæð, einhvers konar sérbýli. Þór kvað ekki skipta öllu máli hvort slíkt húsnæði yrði keypt eða leigt, en einbýlishús eða iðnaðarhúsnæði, 200-250 fermetr- ar að stærð hentaði best. Þátttökugjöld, sem verða kr. 1.500, á að greiða við innritun, sem fram fer á kennslustað í Dugguvogi 2, en innritunin verð- ur dagana 27. til 29. apríl n.k. frá kl. 16 til 19. Þátttakendur fá kennslugögn í hendur. Frekari upplýsingar eru veittar hjá Umferðarráði í síma 91- 27666, hjá Búnaðarfélagi íslands í síma 91-19200 og á námskeiðsstað í síma 91- 685866. Segir í frétta- tilkynningu frá Umferðarráði, að full ástæða sé til að hvetja alla unglinga sem fara í sveit í sumar að sæka námskeiðið, enda slys á börnum og unglingum á dráttar- vélum alltof tíð síðustu árin. EKKAREIKNINGUR SPARISJÓÐSINS SPARISJOÐSBOKARVEXTIR YFIRDRÁTTARHEIMILD LAUNALÁN BANKAKORT - HRAÐBANKI Sparisjjóður Hafnarfiarðar 5

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.