Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 28.04.1988, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 28.04.1988, Blaðsíða 8
ÞÚ HÝRIHAFNARFJÖRÐUR: „Ekki líst mér á það par“ Vift fyrripörtum Nönnu Jak- ur, en fyrripartarnir voru svo- Lyftu penna, líttu á blaftið obsdóttur bárust botnar frá tveim- hljóðandi: Ijóftið rennur niður á það. Til áskrifenda Fiarðarpóstsins Áskrifendur Fjarðarpóstsins nálgast nú hægt og bítandi þúsundið eftir heljarmikla áskrifendaherferð sem staðið hefur yfir að undan- förnu. Hafa nemar í viðskiptafræði við Háskóla Islands setið við símann og hringt út án afláts með þessum góða árangri. Eins og nærri má geta hafa nokkrir vaxtarverkir fylgt þeirri kúvendingu sem orðið hefur á Fjarðarpóstinum og þrátt fyrir góðan vilja mun það hafa gerst í einstaka tilvikum að áskrifendur hafi ekki fengið blaðið sitt á réttum tíma. Af þeim sökum vill Fjarðarpóstur- inn beina þeirri áskorun til áskrifenda sinna, að þeir láti okkur vita í síma 651745 eða 651945 ef þeir ekki fá blaðið sitt. Ákveðið hefur verið að senda út gíróseðla fyrir fyrsta greiðslu- tímabilið, mánuðina apríl, maí og júní, út undir lok maímánaðar. Þurfa seðlarnir að hafa verið greiddir í síðasta lagi 20. júní eigi framhald að verða á áskriftinni. Þeir, sem hafa gerst áskrifendur með greiðslukortum fá rukkun í byrjun júní. Þess skal að lokum getið, að þrátt fyrir áskrifendasöfnunina verð- ur Fjarðarpósturinn áfram seldur í flestum verslunum og sjoppum bæjarins eins og verið hefur. og.: Orðaglettu eftirspil ætl‘eg þetta teljist Frá E.S. bárust þessir botnar: I orðasennum stíft hef staðið „stút“ ég kenni oft um það. og: Bæjarfréttir vanda vil virtar, réttar seljist. Við síðari fyrripartinn sendir Á. svohljóðandi botn: Bragþraut netta býr þú til blað svo léttar seljist. Þökkum við E.S. og Á. þeirra framlag. Nanna skoraði á Huldu Runólfsdóttur kennara sem arf- taka sinn. Hulda brást vel við og hafði á reiðu tvo fyrriparta, en þeir eru svohljóðandi: Ekki líst mér á það par að eiga að smíða vísurnar. og: Sólin skín á Suðurland, senn fer að hlýna veður. Við þökkum Huldu snögg við- brögð og bíðum nú spennt eftir enn fleiri botnum. Hulda skorar á Gísla Ásgeirsson kennara við Öldutúnsskóla að setjast á hag- yrðingabekk í næsta blaði. Skilafrestur fyrir botna er fyrir hádegið n.k. þriðjudag. Heimilis- fangið er Reykjavíkurvegur 72. Flóamarkaður Fjölskylda utan af landi óskar eftir íbúð, helst frá mánaðamótunum júní/júlí Uppl. í síma 97-81098. Selst ódýrt. Sófasett með borðum og Sinclair ZX Spectrum tölva ásamt leikjum. Uppl. í síma 53750. Vantar æfingahúsnæði fyrir hljómsveitina Káta pilta. Hvers konar húsnæði kemur til greina. Góðri umgengni og skilvísum greiðslum heitið. Uppl. í síma 51751 (Atli) og 51944 (Hallur). Ungt par með ungabarn óskar eftir íbúð i Hafnarfirði strax. Uppl. í síma 652216. Plastbátur, 4,25 m á lengd, til sölu með eða án utanborðsmótor. Uppl. í sima 54728. UMBOÐI HAFNARFIRÐI Strandgötu 11-13-Sími50248 Hrafnistu v/Skiólvang-Sími 54288 HAPPDRÆm WAIARHEMIUS (j ----"“M SJÓMANHA < Ffí,,m stuöning viö aldraða. nann fyrirnvem aldraöan. Nýtt hús við höfnina: Kænan byggir 433 ferm. hús Eigendur Kænunnar hafa hafið framkvæmdir við byggingu nýs húss við höfnina. Verður húsið um 433 fermetrar að flatarmáli á einni hæð með stóru bílastæði að austan. Áætlað er að húsið verið fokhelt í sumar og frágengið að utan ásamt lóð fyrir haustið. Það verður væntanlega tekið í notkun að ári. Gamla kænan verður síðan seld. Meðfylgjandi mynd tók Erling Andersen fyrir skömmu af fram- kvæmdum við hið nýja hús. Fósturheimili Fósturheimili óskast í Hafnarfirði eða nágrenni fyrir þriggja ára dreng í nokkra mánuði. Óskað er eftir barngóðu fólki. Upplýsingar veitir Rannveig Einars- dóttir, félagsráðgjafi, í síma 53444 alla virka daga frá kl. 11-12. ÚTBOÐ Tilboð óskast í að mála glugga og skipta um hluta af gleri að Hjallabraut 37 og 43. Aætlað er að framkvæma verk- ið í maí. Upplýsingar í síma 53058 (Guðrún). 8

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.