Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 09.06.1988, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 09.06.1988, Blaðsíða 6
GVENDUR GAFLARI: Hvað er einn bíll ámilli vina? Það er órói í loftinu. Það er fylgifiskur lýðræðisins að hópar fólks gerast hávaðasamir og umsvifamiklir og þeim leyfist það. Hvatinn að baki hávaðanum og því sem fólki leyfist að gera, getur verið af ýmsum toga. Hinn yfirleitt hófsami almenningur er löngu hættur að kippa sér upp við allskonar upphlaup. Verkföll eru snar þáttur í þjóðfélaginu og eru talin bera vott um hið Ijúfa frelsi lýðræðisins. En annars er fólk löngu hætt að kippa sér upp við verkföll, eða rassaköst stjórnmála-foringja og stjórnskipanir af fjölmörgu tagi ef frá er talið eitthvað sem snertir líf og hag þess beint og áþreifanlega. í því samb- andi má minnast á matarskattinn sem gekk fram af mörgum. Hann er ekki vinsæl ráðstöfun. Að öðru leyti lætur allur fjöldi fólks sig litlu skipta atferli og ákvarðanir stjórnmálamanna og fyrirmanna hvers- konar, vakir mikið frekar yfir því hvort þeir tali af sér eða segi eitthvað skringilegt sem hægt er að henda gaman að. En þó koma upp mál og atvik sem fólki þykir ekkert gaman- mál. Mál sem ganga fram af öll- um almenningi og er langt fyrir ofan skilning þess, og valda undrun og hneykslun. Þó varða þessi hneykslunarmál ekki við lög, heldur koma atvikin mikið fremur við siðferðiskennd alls þorra fólks. Nefna má dæmi. Á síðastliðnu hausti, um það bil sem stéttar- samtök byrjuðu að reifa launa- mál sín, þefuðu fjölmiðlar uppi að bankastjórar rxkisbankanna hefðu þá nýlega fengið verulega launahækkun, sjálfvirkt nánast. Þetta kom við kaunin á flestu launafólki þegar þetta varð uppvíst á óheppilegasta tíma. Viðbrögðin urðu auðvitað þau að þetta hefði aðeins verið leið- rétting eða samræming við aðra vegna aðstæðna í þjóðfélaginu. Snyrtilegútskýring. Þettavarþví ekkert til að gera veður út af enda féll málið fljótt í kyrrþey. Næsta hrina var öllu verri. Uppvíst varð að einn af forstjór- um S.I.S. -samsteypunnar hefði haft með launauppbótum á aðra milljón í mánaðarkaup. Dálag- legur skildingur í samanburði við alla aðra. Fólk vissi eiginlega ekki hvort það átti að hlæja eða hneykslast. Þetta skeður á sama tíma og ýmiss kaupfélög vítt og breitt um landið eru að geyspa golunni og Sambands-frystihúsin sem framleiddu fiskinn sem þessi ágæti forstjóri vann við að selja, áttu mörg hver í miklum rekstr- arvanda. Málið var krufið til mergjar og gefin var út yfirlýsing frá við- komandi forystu S.f.S. að málið væri þegar afgreitt og ekki væri ástæða til frekari yfirlýsinga né aðgerða. Búið ogpunktum. Lík- lega hefur mörgum fundist ótuktarlegt að það skyldi nokkru sinni vera kjaftað frá þessu, því þetta hefði mátt liggja í kyrrþey. Hvað varðar almenning um það þó að einstaka snillingar fái umb- un fyrir hæfileika sína og snilli og þurfi ekki að hafa áhyggjur af daglegu brauði. Áhyggjur trufla nefnilega hæfni manna við að vinna að yfirnáttúrulegum og vandasömum störfum til heilla almenningi, að sjálfsögðu. Þriðja málið varð upplýst á ákaflega óheppilegum tíma. Það var bílagjöfin til stjórnarfor- mannsins hjá Granda. Hvað munar um einn bíl þegar fyrir- tækið tapar hvort sem er nokkr- um tugum milljóna. Það var að vísu dálítið slæmt að þetta var upplýst á sama tíma og fyrirtæk- ið þurfti að segja upp störfum, 50-60 manns, vegna slæmrar fjárhagsstöðu. Fólk getur ekki skilið þá augljósu staðreynd að stjórnarformaðurinn er mikið betur í stakk búinn til að mæta á fundi í þokkalegum bíl til að leysa hinn mikla vanda fyrir- tækisins. Þetta ætti þó að vera augljóst og ætti ekki að hneyksla neinn. Og hvað er einn bíll á milli vina? En það vöknuðu spurningar þegar bílakaupin voru afsökuð af forstjóra Granda með því að þetta væri algengt hjá fyrirtækj- um af svipaðri stærðargráðu. Getur þetta verið satt? Megum samar en þó löglegar. Er það við skilja það svo að ýmsar glæsi- þessvegna sem glæstir bílar eru kerrur sem við erum að dást að á kallaðir stöðutákn? götunum séu fengnar sem vafa- Gvendur gaflari Svceðið, eins og það lítur út nú og óneitanlega er allt annað að sjá það en á úrklippunnin hér að neðan. Þessberaðgetasemvelergert Við sögðum frá því nýverið, að heilbrigðis- og byggingarnefnd hefði sent tuttugu fyrirtækjum aðvörun vegna lélegrar umhirðu á lóðum sínum. Með fréttinni birtum við mynd- ir m.a. af svæðinu milli Kapla- hrauns og Skútahrauns, þar sem ástandið var vægast sagt nötur- legt, eins og myndirnar lýstu þá best. Þegar við litum þar við um fyrri helgi mátti sjá, að tekið hafði ver- ið rösklega til við tiltektir. Þess ber að geta sem vel er gert og birt- um við hér með nýja mynd af svæðinu, sem eins og sjá má er orðið slétt og fellt. Úrklippa úr Fjarðarpóstinum með myndinni af svœðinu, eins ogþað leit út fyrir nokkrum vikum. Þá var öldin önnur. ] Skóla Hafnarfjarðarbær auglýsir 1 fulltrúa. Umsóknir sem greini ast á bæjárskrifstofur Hafnarf en 17. júní n.k. Nánari upplýsi og skólafulltrúi. Bæjarstjórin í fulltrúi ausa til umsóknar stöðu skóla- nenntun og fyrri störf skuli ber- arðar, Strandgötu 6, eigi síðar ngar um starfið veita bæjarritari n í Hafnarfirði 1 Staða yfi Öldutúr er laus til umsóknar. Umsókna lýsingar gefa skólastjóri Öld skólafulltrúi Hafnarfjarðar, sím Fræðsluskrifstc Strandgötu < i rkennara isskóla rfrestur er til 13. júní n.k. Upp- utúnsskóla, sími 50943, eða 53444. )fa Hafnarfjarðar t, Hafnarfirði 6

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.