Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.06.1988, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 29.06.1988, Blaðsíða 2
Voiboðinn á Jónsmessu í tilefni af Jónsmessunni tóku konur í Sjálfstæðiskvennafélaginu Vorboðanum sig til og settu niður 65 birkitré í Hellisgerði. Alls voru þær 15, en hér er hluti hópsins í upphafi verks. Fremstar á myndinni er stúlkur úr bæjarvinnunni, sem aðstoðuðu við verkið. Trén sitt hvoru megin við hópinn eru selja til vinstri og ölur til hægri. Þessi tré gáfu Vorboðakonur garð- inum einnig í tilefni af þvi, að hann varð eign Hafnarfjarðarbæjar á 80 ára afmæli hans nýverið. KOMPAN: Jafnrétti í áætlun Félagsmálaráðuneytið hefur ritað bæjaryfirvöldum bréf þar sem tilkynnt er, að ráðuneytið, í íamvinnu við Jafnréttisráð, standi fyrir kynningarfundi um gerð jafnréttisáætlana hjá sveitarfélög- um og stofnunum þeirra. f fundargerð segir, að bæjarráð hafi samþykkt „að freista þess að fulltrúar bæjarstjórnar ásamt embættismönnum mæti á fundi þessum.“ Ágreiningur um úthlutun Bæjarráð sendi stjórn verka- mannabústaða tóninn á síðasta fundi sínum. Krefst það fundar- gerða frá stjórninni jarðharðan, þannig að umfjöllun geti farið fram á meðan mál séu til umfjöllunar, en ekki þegar ákvörðun hefur verið tekin, eins og segir í fundargerð bæjarráðs frá 23. júní sl. Þá segir einnig í bókun bæjar- ráðs, að það óski eftir upplýsing- um um þær „meginreglur, sem hafðar voru til viðmiðunar við úthlutun á fundi 30. maí og hvort undantekningar séu á þeim regl- um við áðurgreinda úthlutun,“ eins og orðrétt er þar bókað. Vilia 100-110 lóftir Meira af stjórn verkmannna- bústaða., Stjórnin hefur ritað bæj aryfirvöldum bréf þar sem hún fer fram á úthlutun 100-110 lóða undir verkamannabústaði, sem ráðgert er að hefja framkvæmdir við árinu 1989. Lúðrasveitin á götunni Lúðrasveit Hafnarfjarðar hefur farið þess á leit að fá aðstöðu í æskulýðsmiðstöðinni við Flata- hraun. Bæjarráð hefur borist bréf þessa efnis og ákveðið að fela bæjarritara að ræða við bréfritara. Samið við J.V. J. Bæjarráð hefur samþykkt að ganga til samninga við J.V.J. um gatnagerð og lagnir í Birkibergi í Setbergslandi. Þá ítrekaði bæjarráð einnig að útboði vegna áframhaldandi gatnagerðar í Setbergi - Hlíðar- bergi og Lækjarbergi verði flýtt. Þríreruum skólafulltrúa Þrír sóttu um stöðu skólafull- trúa. Það voru Þórelfur Jónsdótt- ir, Ingibjörg Þórðardóttir og einn sem óskar nafnleyndar. GAFLARIVIKUNNAR: Fullt nafn? Halldór Árni Sveinsson. Fæðingardagur? 22. febrúar 1955. Fæðingarstaður? Reykjavík. Fjölskyldurhagir? Ókvæntur, barnlaus. Legg það ekki á nokkra konu að búa með manni eins og mér. Bifreið? Ekki hægt að kalla það bifreið. Starf? Auglýsingateiknari. „Altmugligmand“ hjá Útvarpi Hafnarfjarðar. Fyrri störf? Hljóðupptöku- maður, plötusnúður. Helsti veiklciki? Kann ekki að segja nei. Helsti kostur? Segi oftast já. Uppáhaldsmatur? Gufusoð- inn krabbi a la Hotel Ritz í London. Versti matur sem þú færð? Kæst skata. Uppáhaldstónlist? Alæta á tónlist. Mikill jazzgeggjari, enda einn af stofnendum Jazzvakning- ar. Eftirlætisíþróttamaðurinn þinn? Pétur Guðmundsson körf- uboltamaður, góður í símaati í partíum. Hvaða stjórnmálamanni hefurðu mestar mætur á? Mér finnast stjórnmálamenn upp til hópa leiðinlegt og yfirborðs- kennt fólk. Hvert er eftirlætissjónvarps- efnið þitt? Fréttir og fræðsluefni. Svo get ég alltaf hlegið að Fyrir- myndarföður. Hvað sjónvarpsefni finnst þér leiðinlegast? Þættir Jóns Óttars á Stöð 2. Uppáhalds útvarps- og sjón- varpsmaður? Held mikið up^ á útvarpsþætti Illuga Jökulsso iar þessa stundina. Uppáhaldsleikari? Peter Sellers. Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Þessi er erfið. Sennilega Grikkinn Zorba eða Room with a View. Hvað gerir þú í frístundum þínum? Hvaða frístundum? Mála, smíða rafeindabúnað. Fer í útilegur með félögum mínum í Hinum íslenska munnsöfnuði. Fallcgasti staður sem þú hefur komið á? Var í Húsafelli fyrir stuttu. Mjög fallegt þar. Hvað metur þú mest í fari ann- arra? Hreinskilni, glaðværð. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Fals, nei- kvæði. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta og hvers vegna? Franska impressionistan Claude Monet og félaga. Það hlýtur að hafa verið gaman að vera málari og bóhem í Frakklandi á síðustu öld. Hvaða námsefni líkaði þér verst við í skóla? Stærðfræði. Ef þú ynnir tvær milljónir í happdrætti hvernig myndir þú eyða þeim? Borga allar skuldir, bæta tækjakostinn í Útvarpi Hafnarfjörður og skreppa síðan í tveggja vikna frí til Parísar. Hvað myndirðu vilja í afmælis- gjöf? Móralska stuðningsyfirlýs- ingu bæjarstjórnar Hafnarfjarð- ar við Útvarp Hafnarfjörður. Ef þú gætir orðið ósýnilegur, hvar myndirðu helst vilja vera? Á fundi bæjarráðs Alþýðuflokks Hafnarfjarðar, þegar rædd eru útvarpsmál í bænum. Mig langar mikið að vita, hver er raunveru- leg stefna og ráðagerðir þess flokks í útvarpsmálum bæjar- búa. Ef þú værir í spurningakeppni hvaða sérsvið myndirðu velja þér? Bókmenntir og listir. Hvað veitir þér mesta afslöpp- un? Mála úti í náttúrunni, þá sjaldan það gefur skaplegt veður. Hvað myndirðu gera, ef þú værir bæjarstjóri í einn dag? Stöðva þegar í stað eyðileggingu Bæjarbíós. Setja reglur til að stemma stigu við pólistískum stöðuveitingum og einnig reglur sem tryggðu hafnfirskum fyrir- tækjum og einstaklingum sama rétt til verkefna fyrir bæinn og reykvískri kunningjaklíku Guð- mundar Árna bæjarstjóra. Auk þess myndi ég leggja fram ítar- legar tillögur um hvernig nýta mætti 47 milljónirnar, sem Guð- mundur Árni virðist hafa „fundið" nýlega, til menningar- og félagsmála. Uppáhalds-Hafnarfjarðar- brandarinn þinn? Þessi um Hafnfirðinginn sem fór á skemmtun í Gúttó og var að horfa á búktalara segja hvern Hafnarfjarðarbrandarann á fæt- ur öðrum. Að lokum fékk hann nóg, stóð upp og kallaði: „Heyrðu góði, ég er orðinn leið- ur á þessum bröndurum. Hvers 2 HRAUNHAMARhf FASTEIGNA- OG SKIPASALA ReykjavíKurvegi 72, Hafnarfirði - Sími 54511 Vegna mikillar sölu vantar allar gerðir eigna á skrá í Hafnarfirði, Garðabæ og á Álftanesi. Norðurtún - Áiftanesi. Giæsii. einb- hús á einni hæð með tvöf. bílsk. Samtals 210 fm. Parket á gólfum. Arinn í stofu. Fallegur garður. Einkasala. Verð 9 millj. Álfaskeið. Glæsil. 187 fm einbhús auk 32 fm bílsk. Afh. í júlí-ágúst. Fokh. að innan fullb. að utan. Mögul. að taka íb. uppí. Klausturhvammur. Nýi. 250 fm raðhús með innb. bílsk. 4 svefnherb. Arinn í stofu. Sólst. Verð 9,5 millj. Suðurhvammur. Mjög skemmtil. 220 fm raðhús á tveimur hæðum með innb. bilsk. Verð 5,2 millj. Aðeíns tvö hús eftir og er annað þeirra til afh. strax. Hraunbrún. Glæsilegt201 fmraðhúsmeð bílsk. Góð staðsetning. Arinn í stofu. Einka- sala. Verð 9,5-9,7 millj. OldUSlÓð. Mjög falleg 120 fm neðri sérhæð ásamt ca 90 fm kjallara, með sérinngangi. 5 svefnherb. Allt sér. Bílsk. Verð 8,1 millj. Ásbúðartröð. 137 fm 6 herb. efri sérhæð. 4 svefnherb. Bílsk.réttur. Einkasala. Verð 5,9 millj. Breiðvangur með bílsk. Rúmg. 145 fm íb. á 1. hæð ásamt herb. í kj. (innangengt). Góður bílsk. Áhv. hagst. lán. Verð 6,5 millj. Langeyrarvegur. Giæsii. 130 fm 5 he*. jarðhæð sem skiptist í 3 svefnherb. og 2 stofur. Nýtt eldhús. Allt sér. Verð 6,1 millj. Fagrihvammur nýjar íb.: Höfum í einkasölu íb. í fjölbýlish. sem skilast tilb. u. trév. Framkv. þegar hafnar og eru íb. til afh. í apríl-júlí ’89. Þvottah. í hverri íb. Sameign og líð fullfrág. og bílast. malbik- uð. Bílsk. geta fylgt nokkrum íb. Mjög hagst. verð. Teikn. og uppl. á skrifst. Álfaskeið. Falleg 117 fm 4ra herb. íbúð með bílsk. Einkasala. Verð 5,4 millj. Hjallabraut. 117 fm 4-5 herb. íb. á 2. hæð. Suðursvalir. Ath. áhv. nýtt húsnæðisl. 1,5 millj. Einkasala. Verð 5,4 millj. Suðurvangur. Mjög falleg 117 fm 4-5 herb. íb. á 1. hæð á vinsælum stað. Lítið áhv. Skipti mögul. á 2ja eða 3ja herb. íb. í Norður- bæ. Einkasala. Verð 5,7 millj. Laufvangur. Mjög falleg 117 fm 4ra-5 herb. íb. á 1. hæð. Skipti mögul. á 2ja eða 3ja herb. íb. í Rvík. Verð 5,2 millj. Öldugata. Mjög falleg 75 fm 3ja herb. neðrihæð. Mikið endurn. Einkasala. Verð 3,5 millj. Öldugata. Mjög falleg ca 100 fm 3ja herb. jarðh. Allt endum. í íb. Allt sér. Einkasala. Verð 4,5 millj. Hjallabraut. 97 fm 3-4 herb. íb. á 3. hæð. Verð 4,3 millj. Suðurhvammur. 96 fm 3ja herb. neðri hæð. Afh. fokh. Verð 3,3 millj. Fæst einnig tilb. u. trév. Verð 4,3 millj. Kaldakinn. Ca 90 fm 3ja-4ra herb. miðhæð. 44 fm bílsk. Getur verið laus fljótl. Einkasala. Verð 4,5 millj. Hraunhvammur-Hf.Giæsii. 80fm3ja herb. jarðh. Mikið endurn. íb. Verð 4,5 millj. Holtsgata. Mjög falleg 3ja herb. risib. litið undir súð. Parket á gólfum. Einkasala. Laus 1, 11. nk. Verð 3,6 millj. Vesturbraut. 75 fm 3ja herb. ib. á miðh. Nýtt eldh. og nýtt á baði. Laus strax. Verð 3,3 millj. Sölumaður: Magnús Emilsson, kvöldsfmi 53274. Lögmenn: Guðm. Kristjánsson, hdl., Hlöðvar Kjartansson, hdl. vegna heldurðu að við séum svona vitlausir?" Búktalarinn brosti og sagði: „Þetta eru bara saklausir brandarar. Ég hef ald- rei hitt fyrir Hafnfirðing sem hef- ur ekki skopskyn." „Ég nenni ekki að tala við þig,“ öskraði Hafnfirðingurinn bálvondur. „Ég er að tala við litla náungann sem situr á hnjánum á þér.“

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.