Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.06.1988, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 29.06.1988, Blaðsíða 6
f „HAPP“- a vikunnar Guðjón Árnason. Valgerður Lindberg. Það hljómar ótrúlega, en bæði Guðjón og Valgerður afrekuðu það síðast, að ekki ein einasta tala var rétt. Þau halda því bæði áfram leikn- um okkar „happ“-firðinga. Þess má geta, að réttu tölurnar voru nokk- uð sérstakar að þessu sinni, eða 1-4-7-10-30. Valgerður hugsaði sig um smástund, og viðurkenndi, að líklega hugsaði hún of mikið um tölur í vinnunni til þess að þær lægju á lausu í frístundum. Hún kom síðan með hina fallegustu talnaröð, eða8-14- 15-18-20-23-29. Guðjón virtist hálfundrandi á þessu „núlli“ sínu, enda hafði hann heila fjóra rétta síðast. Hann fór strax út í líkindareikning og sagðist ætla að nota sömu tölurnar, því varla gæti það komið fyrir tvívegis, að engin þeirra kæmi upp. Hér eru því tölurnar hans á ný: 11-14-19-23-25- 26-29. Guðjón og Valgerður eru því með þrjár tölur eins, þ.e. 14-23-29. Gaman verður að sjá hvort einhver þeirra kemur upp í lottóinu okkar á laugardagskvöldið kemur. ORÐABELGUR: íbúar í gamla Vesturbænum: Vilja hraðahindranir og stanzmerki íbúar í gamla Vesturbænum höfðu samband við Fjarðarpóst- inn og báðu hann að vekja athygli bæjaryfirvalda á mjög blindu horni á mótum Hellisgötu og Norðurbrau tar/V est urbrautar. íbúarnir töldu að löngu væri tímabært að koma upp hraða- hindrunum í nágrenni gatnamót- anna, ennfremur töldu þeir að setja ætti stöðvunarskyldumerki á gatnamótin fyrir umferð um Hell- isgötu, í stað biðskyldumerkja sem þar eru nú. íbúarnir sögðu einnig, að þakka mætti fyrir að ekki hefði fyrir löngu orðið stórslys á þessum gatnamótum. Hraðakstur eftir Hellisgötu væri mikill og óttuðust þeir að nýlögn olíumalbiks á götu- na yrði til að aksturinn yrði enn hraðari. Þá töldu þeir gatnamótin ein hin blindustu í bænum. Það kom einnig fram í máli íbúanna, að börn velja sér iðulega sem leiksvæði bílastæðin við gatnamótin, Norðurbrautarmeg- in, og töldu þeir dæmi þess að oft hefði hurð skollið nærri hælum á götunni, ef svo má að orði komast. „Ekki ástæða til framkvæmda“ Fjarðarpósturinn hafði sam- 4 T > B -F 5 A L ...B, '■ 1 ! 1 B -1 band við Sólveigu Brynju Grét- arsdóttur formann umferðar- nefndar vegna þessa máls. Hún sagði, að umferðarnefnd hefði borist kvörtun vegna þessa frá íbúunum fyrr og hefði málið þá verið rannsakað. Niðurstöður þeirra rannsókna hefðu leitt það í ljós, að ekki væri ástæða til umbeðinna framkvæmda. Sólveig Brynja sagði, að á sín- um tíma hefði bæði farið fram talning á bílum og hraði verið mældur. Þetta hefði verið unnið af lögreglunni. Niðurstaðan var sú, að sárafáir bílar óku þarna of hratt eða brutu gegn umferðar- lögunum. Hún sagði að því hefði ekki verið talin ástæða til aðgerða. Þá sagði Sólveig, að ennfremur hefði komið fram í þessum könnunum, að umferð um hverfið væri svo til eingöngu af hálfu íbúa þess. Utanaðkomandi virtust lítið erindi eiga í þennan bæjarhluta, því væri það áreiðanlega íbúunum í lófa lagið að setja sínar eigin reglur og aka varlega. Hún kvaðst þó fyllilega sammála því, að þetta horn væri hættulegt og blint og því hefði hún ekið sérstaklega varlega þarna í þau tvö skipti, sem hún hefði átt erindi um Hellisgötu. (ÞRórm____________ Köf lótt á Krikanum - FH tapaði fyrstu stigunum Fylkismenn urðu fyrstir liða í 2. deildinni til að hirða stig af FH- ingum. Liðin léku á föstudagskvöldið á Kaplakrikavelli og lauk leikn- um með jafntefli, 2-2. Úrslit leiksins verða að teljast nokkuð sanngjörn. FH-ingar áttu fyrri hálfleikinn, en Fylkir þann seinni. í hálfleik var staðan 2-0 fyrir FH, en í seinni hálfleik sóttu Fylkismenn mestan hluta tímans og uppskáru tvö mörk og misnot- uðu vítaspyrnu að auki. Nafnarnir Kristján Hilmarsson og Kristján Gíslason gerðu mörk FH og voru þau bæði sérlega glæsileg. Lið FH var nokkuð jafnt í þessum leik og enginn skaraði fram úr. Jón Erling Ragnarsson kom inn á í seinni hálfleik og skapaði oft usla í vörn Fylkis- manna. Atti hann m.a. skalla í þverslá og fær vonandi að spreyta sig meira í næstu leikjum. Næstu þrír leikir FH eru allir á útivelli og þá mun mikið mæða á „karakter“ liðsins. í leiknum gegn Fylki gerðu leikmenn FH sig seka um að draga sig of mikið til baka og gefa eftir svæði. Slíkt býður aðeins hættunni heim eins og glögglega sást í umræddum leik. Vonandi eru leikmenn FH reynsl- unni ríkari og tapa ekki fleiri stig- um í framtíðinni. Haukaleikur er á morgun Árvakursmenn sækja Hauka heim á Hvaleyrarholts- völl á morgun, fimmtudag, og hefst leikurinn klukkan 20. Haukaliðið hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu, en vonandi fer að rætast úr. Leikurinn gegn Árvakri er jafnframt fyrsti heimaleikur liðsins undir stjórn Guðjóns Sveinssonar. Guðjón tók við þjálfun liðsins af Jóhanni Larsen, en Guðjón þjálfaði Hauka árið 1986 og gerði þá góða hluti. Áskriftarsími 65 17 45 og 65 19 45 (símsvari) Húsnæði óskast Óskum eftir að taka á leigu húsnæði í Hafnarfirði eða Garðabæ fyrir miðaldra hjón með eina dóttur. Helst raðhús eða lítið sambýli. Hundrað prósent reglusemi og góð umgengni, öruggar greiðslur. Uppl. í símum 13899 og 40324. Sjöunda dags aðventistar á íslandi 6

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.