Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 13.07.1988, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 13.07.1988, Blaðsíða 6
Enn ríkir sama deyfðin yfir 4.deildarliði Hauka. Á föstudags- kvöldið sóttu Ernir Hauka heim á Hvaleyrarholtið og fóru heim aft- ur með annað stigið. Jafntefli varð í leiknum, 3-3, og vart geta það talist vænieg úrslit fyrír Hauka. Ótrúlegt hrun hefur orðið hjá þessu liði sem stóð sig svo vel í vorleikjunum. Byrjun liðsins var þokkaleg. Jafntefli í fyrsta leik og síðan stórsigur í þeim næsta. Sá leikurfórfram 29.maís.l. og voru Ægismenn þá lagðirað velli, 10-1. Síðan hefur allt gengið á afturfót- unum og liðið hefur ekki unnið leik síðan, eða í tæpar sex vikur. Vonandi verður breyting á í næsta leik enda svo sannarlega tími til kominn. Flaggað var á byggingunni sl. föstudag, þegar þessi mynd var tekin. Vélamenn Óskum að ráða nú þegar vana vélamenn. Þurfa að hafa réttindi. Upplýsingar gefur Birgir Pálsson í síma 53999. n 1 HAGVIRKI HF í SÍMI 53999 Bílstjórar Bílstjóra vantar nú þegar. Þurfa að vera vanir akstri vörubifreiða. Upplýsingar gefur Birgir Pálsson i síma 53999. | § HAGVIRKI HF SfMI 53999 Trésmiðir - byggingamenn Byggingadeild Hagvirkis hf. óskar að ráða vana menn til eftirtalinna starfa: 1. Trésmiði í mótavinnu 2. Trésmiði í innivinnu 3. Kranamenn á byggingakrana 4. Kranamenn á bílkrana Mikil vinna framundan. Góður aðbúnaður á vinnustöð- um. Allar nánari upplýsingar veitir Ólafur Pálsson á skrif- stofu Hagvirkis, Höfðabakka 9, sími 673855. | | HAGVIRKI HF § § SlMI 53999 Fóstra óskast Dagheimilið á Hörðuvöllum óskar eftir fóstru frá 8. ágúst n.k. Einnig óskast starfsmaður til afleysinga frá 8. ágúst. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 50721. SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA REYKJANESSVÆÐI Stuðningsfjölskyldur Svæðisstjóm Reykjanessvæðis málefna fatl- aðra leitar eftir stuðningsfjölskyldum fyrir fötl- uð böm úr Hafnarfirði og Garðabæ. I starfinu felst að taka að sér fatlað bam og annast það í 1-5 sólarhringa á mánuði eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar em gefhar á skrifstofu Svæðisstjómar Reykjanessvæðis í síma 651692 á skrifstofutímakl. 8.00-16.00. Útboð - gatnagerð Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í gerð gatna og lagna í Setbergi. helstu magntölureru: Uppúrtekt: 25.500 m3 Fylling: 29.700 m3 Holræsalögn D = 300 mm: 1030 Im Holræsalögn D = 450 mm: 365 Im Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu bæjarverk- fræðings, Strandgötu 6, gegn 10.000,- kr. skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 19. íúlí kL 11 00' Bæjarverkfræðingur Þjónustuíbúðir aldraðra við Hjallabraut: Fyrsti áfangi fokheldur Fyrsti áfangi þjónustuíbúða fyrir aldraða við Hjallabraut 33 varð fokheldur sl. föstudag og var flaggað í tilefni af því á byggingunni. I fyrsta áfanga eru 29 íbúðir, en fullbyggt verður húsið 56 íbúðir. f*á hef- ur bæjarfélagið fest kaup á hluta sameignar í húsinu þar sem rekin verður þjónustumið- stöð fyrir aldraða, jafnt íbúa hússins sem aðra í þeim aldurs- flokki í bænum. Að sögn Benedikts Rúnars Steingrímssonar, annars eig- anda Fjarðarmóta, hafa þegar verið seldar 20 af 29 íbúðum fyrsta áfanga. íbúðirnar eru frá 60 til 80 fermetra að stærð. Benedikt sagði ennfremur, að þær yrðu afhentar fullfrágengn- ar í nóvember á þessu ári. Auk Benedikts er meðeig- andi hans, Magnús Jóhanns- son, húsasmíðameistari á hús- inu. Pípulagningarmeistari er Ólafur Guðmundsson, Sturla Snorrason er meistari á raf- lögnum og Guðbjartur Ben- ediktsson múrarameistari. Kennara- ráðningar ganga vel Ráðningar kennara til skóla bæjarins ganga vel að sögn Harð- ar Zophoníassonar, skólafulltrúa. Sagði hann ráðningar ganga mun betur nú en mörg undanfarin ár. Enn vantar þó í þrjár kennara- stöður, þ.e. íslenskukennara í Lækjarskóla, tónlistarkennara í Víðistaðaskóla og sérkennara í Lækjarskóla og Engidalsskóla. Flóamarkaður Til sölu Volvo station, árg. 1978. Ekinn 123 þús. km. Vökvastýri. Uppl. í síma 41438. Hvítt og rautt 24” kvenmannsreiðhjól til sölu. Tegund: Batavus. Uppl. í síma 53413. Til sölu brún kerra með svuntu. Hægt að leggja bakið aftur. Verðhugmynd kr. 4.000,- Uppl. í síma 54913. Húsnæði óskast. Starfsmaðurá St. Jósefsspltala óskar eftir að takaáleigu3jaherb. íbúðfrá og með 1. ágúst eða eftir samkomulagi. Meðmæli ef óskað er. Uppl. I síma 50188 og 652199 (Jóhanna). 6

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.