Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 13.07.1988, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 13.07.1988, Blaðsíða 8
Önnumst alla almenna verktakavinnu, jarðvinnu, sprengingar, byggingar- framkvæmdir, vélaleigu oghönnun. HAGVIRKI Skútahrauni 2 - Sími 53999 Byggingamefnd boðar bæjarstjóra á fund og krefst skriflegra svara Ummæli bæjarstjóra, Guð- mundar Árna Stefánssonar, á síð- asta bæjarstjórnarfundi fyrir sumarleyfi fóru heldur betur fyrir brjóstið á byggingarnefnd. I sam- hljóða bókun nefndarinnar á síð- asta fundi hennar, 6. júlísl., krefj- ast þeir ítrekað skriflegra skýringa á ummælum hans, höfðum eftir honum af fundinum í Fjarðarpóst- inum daginn eftir. Einnig óskar nefndin eftir því, að bæjarstjóri ÁTVR opnar íágúst Áfcngisvcrslunin í Rafha- húsinu opnar ekki fyrr en um miðjan ágústmánuð, en fyrir- hugað var að verslunin opn-! aði um mánaðarmótin júlí, ágúst. Þetta kom fram í viðtali við verslunarstjóra Rafha, ep hann sagði ástæðu tafarinnar seinkun á pöntuðum innrétt- ingum í verslunina. mæti á næsta fund nefndarinnar, sem haldinn verður fimmtudaginn 14. júlí n.k. kl. 8.15, þ.e. á morgun. í frétt Fjarðarpóstsins daginn eftir bæjarstjórnarfundinn, sem haldinn var 28. júní sl., er fjallað um umræður um það sem nefnt var á fundinum „samskiptaörðug- leikar" milli byggingarnefndar og skipulagsnefndar bæjarins. Bæjarstjóri gerði þar grein fyrir afgreiðslum byggingarnefndar á einstökum málum, sem ekki voru samhljóða afgreiðslu skipulags- nefndar. Sagði hann m.a., að þær „gætu orðið afleitar fyrir bæjar- búa“, þ.e. ef nefndin héldi áfram uppteknum hætti og neitaði fólki um nauðsynlegar lagfæringar á húsum sínum. Á fundinum gerði Tryggvi Harðarson það m.a. að tillögu sinni, að umræddar nefndir yrðu leiddar saman og reynt að finna lausn á þessum málum. Bókun byggingarnefndar, sem allir nefndarmenn skrifa undir er svohljóðandi: „Bygginganefnd harmar að hún skuli dregin inn í umræðu í bæjarblaði með þeim hætti, sem birtist í Fjarðarpóstin- um 29. júní 1988. Ennfremur bendir nefndin á vegna ummæla höfðum eftir Tryggva Harðarsyni í sama blaði, að samkvæmt beiðni og samþykkt bæjarstjórnar frá því í vetur þá var embættismönnum bæjarins falið að koma á ráð- Sámskiptaörðugleikarmilli nefnda I»að kom fram á hæjarstjómar- fundi í gær, að nokkrír samskipta- örðugleikar ríkja ámilli bygging- arnefndar og skipulagsnefndar bæjaríns. Þetta kom fram í tilefni samþykktar skipulagsnefndar vegna byggingar að Hamarshraut 4, en samþykkt ncfndarinnar gengur þvert á áður gerða sam- þykkt byggingamefndar, sem hafnaöi byggingunni á grundvclli samþykkts skipulags miðbæjar- í máli bæjarstjóra, Guðmundar Árna Stefánssonar, kom fram, að þarna er um að ræða breytingar á þaki, sem byggingarnefnd telur brjóta í bága við skipulag. Skipu- lagsnefnd samþykkti aftur á móti bygginguna og lagði fram til stuðnings greinargerð höfundar miðbæjarskipulagsins, Sigurþórs Aðalsteinssonar. í máli bæjarfulltrúa kom m.a. fram, að ekki eru ætíð ljós mörkin á milli verksviða þessara nefnda. Bæjarstjóri sagði þó sitt álit, að ef þetta tiltekna dæmi bryti gegn skipulagslögum þyrfti kannski að breyta staðfestu skipulagi. Hann sagði einnig, að það gæti orðið afleitt fyrir bæjarbúa, ef bygging- arnefnd héldi uppteknum hætti og neitaði fólki um nauðsynlegar lag- færingar á húsum sínum. Fleiri dæmi munu vera um slík- ar afgreiðslur, t.d. benti bæjar- stjóri á afgreiðslu nefndarinnar á beiðni um að byggð verði sólstofa við húsið að Hverfisgötu 24. Bygg- ingarnefnd bendir í afgreiðslu sinni bæjarstjórn á, að samkvæmt miðbæjarskipulagi eigi umrætt hús að víkja. Nokkrar umræður fóru fram um málið og gerði Tryggvi Harð- arson það m.a. að tillögu sinni, að nefndir þessar yrðu leiddar saman og reynt að finna lausn á þessum málum, áður en til frekari vand- ræða kæmi. Frétt Fjarðarpóstsins á baksíðu blaðsins, sem út kom 29. júní sl., og fjallað er um í bókun bygg- ingarnefndar. stefnu um byggingamál sem síðan þróaðist í að eiga að verða „innan- hússfundur" með nefndum og stjórnum, sem fjallaum bygginga- mál. Eins og vitað er um hefur ekkert orðið úr framkvæmdum embættismannanna. Ennfremur ítrekar nefndin bókun sína á síð- asta fundi um að bæjarstjóri skili til nefndarinnar skriflegum skýringum á ummælum, höfðum eftir honum í Fjarðarpóstinum 29. júní 1988. Einnig óskar nefnd- in eftir því að bæjarstjóri mæti á næsta fund nefndarinnar, sem verður fimmtudaginn 14.07/88, kl. 8.15.“ Hefjumst handa heima fyrir íbúar við Stekkjarhvamm ganga á undan með góðu fordæmi hvað varðar umferðarmálin. Við inn- akstur í götuna þeirra hafa þeir tekið sig til og málað áminningarorð til þeirra sjálfra og annarra vegfar- enda. Umferðarátakið ætti sem víðast að hefjast eins og í Stekkjarhvammi, þ.e. heima fyrir. Þær eru ekki ýkja margar „hafnarverkakonurnar" hér á landi þótt kvenþjóðin sé í meirihluta þess starfsfólks sem vinnur við fisk- vinnslu hérlendis. Fjarðarpósturinn rakst þó á þessa vösku stúlku, þar sem hún var að vinna við að stafla fiskkössum á hafnarbakkan- um. „Kúbuaöferiinni“ beitt í Firðinum: 17. júní mótiö á Thorsplani á morgun Þetta er ekki prentvilla, því á morgun, fínuntudag, fer fram hin árlega 17. júní handknattleikskeppni milli meistaraflokks FH og Hauka á Thorsplani. Var gripið til þess ráðs að færa leikinn aftur um mánuð og fylgja þar með fordæmi Fidel Castro, Kúbuleiðtoga, sem frestaði jólun- um á sínum tíma. Keppt er um farandbikar, sem oftar hefur lent f skaut FH en Hauka fram til þessa. Keppninni varð að fresta á 17. júní vegna veðurs, en hún er orð- in áratugahefð í þjóðhátíðarhöldum í bænum. Leikurinn hefst kl. 16.30 og verður lýst í beinni útsendingu í Útvarpi Hafnarfjarðar á FM 91,7. Það verður Gísli Ásgeirsson umsjónarmaður Útimar- kaðarins sem lýsir, en leikurinn verður liður í útimarkaðsdagskrá morgundagsins.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.