Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 13.07.1988, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 13.07.1988, Blaðsíða 7
C08756744 l „HAPP“- s vikunnar Valgerbur Lindberg. Ingi Hafliði Gubjónsson. Það fór fyrir Guðjóni, eins og bróður hans, kvenmaður felldi hann með sóma. Getur Magnús nú hefnt harma sinna, en Guðjón á þó enn metið með fjóra heila rétta. Valgerður komst þó nærri honum, þegar hún felldi hann úr keppni, en hún fékk þrjár réttar tölur, þ.e. 15-18-29. Guðjón hafði aðeins eina rétta, þ Guðjón tók tapinu karimann- lega. Hann hugsaði málið nokkra stund, áður en hann tilnefndi eftirmann sinn, en kvaðst ætla að velja einhvern getspakann. Einn- ig fannst honum rétt að halda þessu innan fjölskyldunnar og til- nefndi því frænda sinn, Inga Haf- liða Guðjónsson. Ingi Hafliði tók áskoruninni eins og sönnum fjöl- skyldumeðlimi sæmir og kom fyrstu tölunum til skila að bragði, en þær eru: 1-7-15-19-21-29- 30. Valgerður virtist ekkert hissa á . 13. að hafa haft þrjár tölur réttar, sagðist hafa haft trú á tölunum. Svo mikla trú hefur hún á þeim, að hún ákvað að nota þær í þriðja skiptið. Hér eru því tölurnar hennar á ný: 8-14-15-18-20-23-29. Þá er að sjá hvað setur. Leggur Valgerður annan úr sömu fjöl- skyldunni eða er Ingi Hafliði eins getspakur og Guðjón vill meina? Nú er aðeins að bíða enn og sjá, sem fyrr. Úrslit ráðast enn á ný í „happ“-firðingaleiknum okkar á laugardagskvöldið kemur. Mjólkurbikarinn: FH-ingar féngu Víkinga Það kemur í hlut l.deildar- liðs Víkings að verða mótherji FH-inga í 8-Iiða úrslitum Mjólkurbikarkeppninnar sem leikin verða miðvikudaginn 20.júlí. Þessi niðurstaða varð Ijós þegar dregið var úr hattin- um fræga um helgina. Lið Víkings hefur átt erfitt uppdráttar framan af sumri og berst nú hatrammri baráttu fyr- ir sæti sínu í l.deild. Meðal leikmanna Víkings má nefna Lárus Guðmundsson, fyrrum atvinnumann í Belgíu og Þýskalandi og Guðmund S. Hreiðarsson. Guðmundur lék áður með Val og þar áður á heimaslóðum með FH og Haukum. Leikurinn gegn Víkingum er ennfremur próf- steinn á FH-liðið og ætti að gefa einhverja vísbendingu um hvort FH stendur l.deildarlið- um eitthvað að baki eður ei. Næsti leikur FH í 2.deildinni er n.k. föstudag. Mótherjinn er ÍR og er leikið á Laugardals- velli. FH-ingar er enn sem fyrr, langefstir í 2.deildinni eftir til- tölulega auðveldan sigur á Sel- fyssingum fyrir austan, 2-0. FH'pollar komust í úrslitin Yngstu knattspyrnumenn FH stóðu sig vel á íslandsmóti ó.flokks um síðustu helgi. Bæði A- og B-liðið vann sér sæti í úr- slitakeppninni sem fer fram síðar. Haukar léku einnig um síðustu helgi en tókst ekki að komast í úrslit. Haukar þurfa þó ekki að örvænta. 4. og 5.flokkurfélagsins stefna á sæti í úrslitakeppni síns aldursflokks eftir gott gengi það sem af er sumri. Ekki höfum við fregnir af gengi yngri flokka FH en vonandi getum við skýrt frá því síðar. FRETTA- BLAÐ HAFN- FIRÐINGA U FÓSTRUR sös SMÁRALUNDUR Fóstrur óskast tll starfa á dagheimllið/leik- skólann Smáralund. Sveigjanlegur vinnutími. Upplýsingar gefur Erla Gestsdóttir, forstöðu- maður, í síma 54493. Umsóknarfrestur er til 25. júlí n.k. Félagsmálastjórí Hafnarfjarðar. Vantar menn til verksmiðjustarfa Óskum eftir að ráða menn til verk- smiðjustarfa. Stundvísi og reglusemi áskilin. Upplýsingar einungis veittar á staðnum. Dalshrauni 5 — H afnaifirði Líkamsnudd og cellulite nudd með styrkjandi og mýkjandi Clarins olíum. Maria Galland húðmeðferð NÝTT! Varanlegháreyðing (Electrolysis) SNYRTISTOFAN Hulda Benediktsdóttir, snyrtifræðingur Klausturhvammi 15 - Sími 651939 7

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.