Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 04.10.1990, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 04.10.1990, Blaðsíða 2
Kariakórínn Þrestin Það kemur ýmislegt mjög svo fróðlegt fram í miðopnuviðtalinu við Grétar Þorleifsson í dag. Undir gafli hugleiða menn í því sambandi hvemig forseta bæjarstjómar muni reiða af í forstöðumannsstarfi hús- næðisnefndar. Undir gafli telja menn, að eitt fyrsta verkefni hennar verði að ganga fyrir dyr a.m.k. 40 Qölskyldna, sem hafa ýmislegt að at- huga við hinar félagslegu íbúðir sín- ar og ekki hafa náðst samningar um uppgjör við. - Það reynir því víst strax á þá helstu kosti sem forstöðu- maðurinn þarf að vera búinn, það er að kunna skil á fjármálum og samn- ingagerð, og ekki síður að rík þjón- ustulipurð og lund sé á takteinun- um. Kratíska fréttablaðið verður mönnum sífellt til góðlátlegrar kímni undir gafli. Apakettir voru þeir kallaðir í gamla daga, sem allt öpuðu eftir öðrum. Apakatta-háttur Kratíska er þó vorkunnarverður, sérstaklega þegar eftiröpunin undir- strikar hugmyndafátækt blaðsins. Það þótti sprenghlægilegt, þegar Kratíska gerði tilraun í síðasta tölu- blaði til að apa eftir þættinum „Gafl- ari vikunnur“ í Fjarðarpóstinum. Valið var nýtt nafn, ennfremur reynt að hafa spurningarnar aðeins öðm vísi, en apakatta-lagið leynir sér ekki, og vekur því góðlátlegan hlát- ur undir gafli. - Einnig virðist hún mislukkuð apakatta-eftirmyndin af borðanum yflr íþróttasíðunni. Kratar héldu kjördæmisþing sitt í Hafnarfírði nýverið. í Alþýðublað- inu á þriðjudag kom fram, að ákveð- ið var að prófkjör Krata í kjördæm- inu fyrir alþingiskosningarnar verði haldið í þessum mánuði. í fréttinni kemur einnig fram, að Tryggvi Harðarson flutti tillögu um að próf- kjörið yrði ekki fyrr en í febrúar. Sú tillaga var felld. Það heyrði einnig til tíðinda á þinginu, að bæjarstjóri var allt í einu ekki viss um hvort hann ætlar að gefa kost á sér. Undir gafli telja menn, að Tryggvi hafl flutt tillögunu um febrúardag- setninguna fyrir bæjarstjórann. Ástæðuna telja menn mega rekja til óvinsælda bæjarstjórans þessa dag- ana innan flokksins vegna meðferð- ar hans og annarra bæjarfulltrúa á fulltrúum verkalýðshreyflngarinnar í húsnæðisnefnd. - Líklega hefur dæmið verið reiknað þannig að menn yrðu búnir að fyrirgefa þetta síðar, allavega í febrúar. Flóamarkaður íbúð óskast. Hjón með 2 börn óska eftir íbúð sem fyrst. Erum húsnæðislaus. Uppl. í síma 652158. Bílskúr. Bílskúr óskast á leigu strax í Hafnarfirði. Uppl. í síma 50301. íbúð óskast. Par með 3ja mánaða barn óskar eftir 2-3ja herbergja íbúð á leigu í Hafnarfirði. Upp. í síma 652886. Til sölu handprjónaðir vettlingar. Einnig hljómborð á kr. 9.900. Uppl. í síma 54423. Halló, halló! Við erum hérna 20 hressir útskriftarnemar í Flensborg. Þar sem við erum áhugasöm og fjárþurfi, tökum við að okkur ýmis konar verkefni. Allt kemur til greina, ef þú hefur eitthvað að gera fyrir okkur. Vinsamlega hafið samband við Önnu í síma 651650 eða Úlfar í síma 53338. „Nýjar raddir11 velkomnar til starfa Karlakórinn Þrestir er að hefja vetrarstarfið, en það hefst á mikl- um tímamótum. Aðeins eru tvö ár J í 80 ára afmæli kórsins, en hann er elsti starfandi karlakór á landinu,' að sögn formannsins, Helga Þórð- arsonar. Þá hefst starfsemin í nýju húsnæði, sem kórfélagar hafa lagt nótt við dag að koma í lag, en það er að Flatahrauni 21. Einnig er j kominn til starfa nýr söngstjóri, Bandaríkjamaðurinn Ronald W. Tumer. I tilefni af 80 ára afmæl- inu era framundan utanlandsferð- ir og má geta þess, að nýjir félagar eru velkomnir, því „nýjar raddir“ af ýmsum gerðum vantar í kórinn. Mikill tími fór í vinnu við nýja húsnæðið á síðasta starfsvetri, að sögn þeirra Helga og Guðgeirs Einarssonar, sem kynntu tíðinda- manni Fjarðarpóstsins helstu þætti starfsins framundan. Þeir félagar sögðu, að stefnt væri að formlegri opnun nýja félagsheim- ilisins þann 1. desembern.k. Nýja 1 félagsheimilisaðstaðan hefur i glætt mjög áhuga félagsmanna og sögðu þeir nýja söngstjórann t.d. Úr nýja húsnœði Prastanna. Lovísa Christiansen, sem annast hefur hönnun innréttinga, skoðar teikningar með einum kórfélaga. hafa prófað hverja einustu rödd kórfélaga um síðustu helgi og yrði nú hafist handa um æfingar af full- um krafti. Auk söngæfinga er félagslíf blómlegt hjá Þröstunum. Starfið var hefðbundið á síðasta ári, en þá voru m.a. kjörnir tveir nýjir heið- ursfélagar, sem báðir eru enn syngjandi. Það eru þeir Páll Þor- leifsson og Þórður B. Þórðarson, en þeir urðu báðir áttræðir á ár- inu. Samtals eru heiðursfélagar því fjórir. Þeir sem áhuga hafa á að gerast kórfélagar geta haft samband við Helga í síma 52425 eða Guðgeir í síma 53465. Halda lóðinni Síöasta sýning- Stjórn Sorpeyðingar höfuðborgarsvæðisins hefur ritað bæjaryfir- völdum bréf þar sem hún fer fram á að halda lóðinni, sem ráðstafað hefur veríð til hennar nota, þrátt fyrir að Sorpböggunarstöðin marg- umrædda verði staðsett við Gufunes. Jafnframt segir í bréfinu, að stjórnin hafi fundað um þá samþykkt bæjarstjórnar Hafnarfjarðar að húsakynni Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi verði nýtt undir böggunarstöð. Segir þar, að þegar umrædd samþykkt hafi verið gerð í bæjarstjórninni, hafi þegar verið hafist handa um byggingu slíkrar stöðvar. Hugmyndin sé því of seint fram komin. arhelgi Gríms Sýningu á veggmyndum og skúlptúrum Gríms Marinós Stein- dórssonar í Hafnarborg lýkur þann 7. október n.k. Mikill fjöldi gesta hefur skoðað sýninguna, en nú er hver að verða síðastur. GAFLARIVIKUNNAR. Fullt nafn? Vigfús Örn Vigg- ósson. Fæðingardagur? 14. desember 1958. Fæðingarstaður? Sólvangur. Fjölskylduhagir? Bý í foreldra- húsum. Á systur búsetta í Ari- zona og bróður í Hafnarfirði. Bifreið? Daihatsu Charade ’85. Starf? Sendimaður á Pósti og síma í Hafnarfirði. Helsti kostur? Létt lund. Helsti veikleiki? Uppstökkur. Uppáhaldsmatur? Hangikjöt. Versti matur sem þú færð? Sveskjugrautur. Uppáhaldstónlist? Popptón- list, sérstaklega Elton John. Uppáhaldsíþróttamaður? Geir Hallsteinsson. Hvaða stjórnmálamanni hefur þú mestar mætur á? Þorsteini Pálssyni. Hvert er eftirlætissjónvarps- efnið þitt? Fréttir, Matlock. Hvað sjónvarpsefni finnst þér leiðinlegast? Sápuóperur. Uppáhalds útvarps- og sjón- varpsmaður? Páll Þorsteinsson á Bylgjunni. Uppáhaldsleikari? Roger Moore. Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Pretty Woman. Hvað gerir þú í frístundum þínum? Hlusta á sjónvarp og útvarp. Hvað metur þú mest í fari ann- arra? Heiðarleika. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Þrasgirni og rifrildi. Hvaða námsefni líkaði þér verst við ■ skóla? Verst við reikn- ing en best við ensku. Ef þú ynnir tvær milljónir í happdrætti, hvernig myndir þú eyða þeim? Kaupa dýrari bíl og laga húsið. Ef þú gætir orðið ósýnilegur, hvar myndirðu helst vilja vera? Ég segi það ekki. Hvað veitir þér mesta afslöpp- un? Vera í sumarbústaðnum í Sléttuhlíð. Ef þú værir í spurningakeppni, hvaða sérsvið myndirðu velja þér? Landafræði. Hvað myndirðu gera, ef þú værir bæjarstjóri í einn dag? Stjórna bænum vel. Uppáhalds-Hafnarfjarðar- brandarinn þinn? Um hafnfirska lyftuvörðinn sem varð að hætta í. faginu, af því að hann vissi ekki lengur hvað sneri upp og hvað niður. 2

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.