Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 04.10.1990, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 04.10.1990, Blaðsíða 6
IÞROTÍIR: UMSJON: ÞORÐUR BJQRNSSQN Bjariomar. Kröftugt vetrarstarf framundan Fimleikafélagið Björk er að hefja vetrarstarfið og er auðheyrt á nýkjörinni stjórn að það verður kröftugt. Gryfjubyggingin og að- staðan við Haukahúsið hafa gjör- breytt allri félagsaðstöðu til bóta. A sama tíma þarf að setja í gang kröftuga fjáröflunarstarfsemi þar sem byggingarkostnaður var mikill. Meðal fjáröflunarverkefna er, að farið verður í gang með rækju- sölu á næstu dögum, einnig verður haldið áfram með önnur verkefni og ýmislegt fleira til fjáröflunar. Bæjarbúar og aðrir velunnar Bjarkanna eru beðnir að taka vel á móti Bjarkar-fólkinu. Nú er unnt að bæta við iðkend- um í fimleika í byrjendahópa og einnig fyrir þá sem lengra eru komnir. Ekki hefur enn tekist að finna þjálfara fyrir drengjaflokk, en verið að reyna að ráða bóta á því. Eftirspurn er mikil í drengja- flokkana. í stjórn Bjarka voru kjörin: Gunnhildur Þórisdóttir formað- ur, Sigrún Inggjaldsdóttir, Stein- unn Hreinsdóttir, Eygló Guð- mundsdóttir og Ingibjörg Gunn- arsdóttir. Punktar Flensborgarar tóku þátt í framhaldsskólakeppni í frjálsum íþróttum um helgina og höfnuðu í sjötta sæti, eftir jafna og spennandi keppni. Leikmenn Dundee United sem léku á móti FH-ingum í Evrópukeppni í fótbolta segj- ast aldrei hafa mætt öðrum eins hlýhug og gestrisni eins og í Hafnarfirði. Hafaþeirþó farið víða. Góður sigur Haukarnir sýndu það og sönnuðu, að þeir eru til alls líklegir í 1. deild handboltans, þegar þeir mættu KR-ingum í Laugardalshöll. Mikil barátta skóp þennan svo mjög verðskuldaða sigur Hauka-. manna. Staðan í hálfleik var jöfn 14-14. f seinni hálfleik sigu Hauka- menn hægt og bítandi fram úr Vesturbæingum og leiknum lauk 28-23. Magnús Árnason, markvörður, var mjöggóður í þessum leikeinsog félagi hans Pétur Ingi, sem gerði 9 mörk. Óli og Guðjón endurráðnir Ólafur Jóhannesson þjálfari FH-inga í knattspyrnu var á dögunum endurráðinn þjálfari FH næsta sumar, en hann hefur þjálfað liðið þrjú undanfarin ár. Haukarnir endurréðu einnig þjálfara sinn, Guðjón Guðmundsson, en hann hefur stýrt liðinu undanfarin tvö ár. Báðir hafa þessir menn náð frábærum árangri með lið sín og ætla sér stóra hluti næsta sumar. SMAMYNDIR / vegabeÉEIÐ í ÖKUSKÍRTEiNIÐ FILMUR & ___ FRAMKÖLLUN StntMW 19 • WnftvM ■ StmlMtM VÍÐISTAÐAKIRKJA I Sunnudagur 7. október. Guðsþjónusta kl. 14.00. Kór Víðistaðasóknar syngur. Organisti Ulrik Ólason. SÉKA SIOURÐUK MELQI OUÐMUriDSSOn Til alls líklegir Haukarnir léku sína sein- ustu leiki í Reykjanesmótinu í körfuknattleik um helgina. Á laugardaginn töpuðu þeir fyr- ir Keflvíkingum 102-106 í skemmtilegum leik. Á sunnu- dag mættu þeir Snæfelli og unnu sannfærandi 68-63. Þrátt fyrir að hafa aðeins unnið einn leik í mótinu er liðið til alls líklegt í vetur. íTjTjT 1 FRÍKIRK.IAN Sunnudagur 7. október. Barnasamkoma kl. 11.00. *|g| Æflng hjá barnakórnum þriðjudag kl. 17. SÉKA EinAK EYJÓLFSSOn Selt blað er lesið blað FJflRÐflR Dbsturmn Fimleikamaöur ársins Fimleikasamband íslands kaus Lindu Steinunni Pétursdóttur fimlcikamann ársins 1990. Útnefningin fór fram á ársþingi sam- bandsins, sem haldið var sl. laugardag í Aratungu. Linda er vel að titlinum komin. Hún hlaut einnig útnefningu sem íþróttamaður Hafnarfj arðar í ár. Hún hefur verið íslandsmeistari í grein sinni sl. þrjú árog því hlotið íslandsmeistarabikarinn tileign- ar, en það er mjög sjaldgæft meðal íslenskra íþróttamanna. Einnig stóð hún sig mjög vel á Norðurlandamóti á sl. ári og náði þar best- um árangri íslenskra íþróttamanna í fjölþraut. Linda Steinunn hóf nám í Menntaskólanum í Reykjavík í haust, þannig að óljóst er hvernig fer með þátttöku í fimleikum í vetur. FH'ingar rúlluðu Færeyingum upp FH-ingar eru komnir áfram í Evrópukeppni meistaraliða eftir Nýfim- leika- stjama Ung stúlka úr Björkunum, Nína Björg Magnúsdóttir, 11 ára, fer í þessum mánuði til fimleikakeppni í Þýskaland. Nína Björg hefur staðið sig mjög vel á mörgum mótum innanlands og er hin efnileg- asta. auðveldan sigur á Kyndli frá Fær- eyjum 37-15. Ótrúlegar tölur, en þar kom að því að FH-ingar sýndu hvað í þeim býr. Færeyingar héldu í við FH- inga fyrstu mínúturnar en svo lokaði Guðmundur Hrafnkels- son, landsliðsmarkvörður mark- inu og gestirnir gerðu ekki mark í 20 mínútur. Staðan var 17-5 í hálfleik. FH-ingar héldu uppteknum hætti eftir leikhlé og rúlluðu lán- lausum Færeyingunum upp, sem sennilega hafa aldrei fengið aðra eins útreið. Allt annað var að sjá til FH- liðsins nú en í fyrri leikjum og er helsta skýringin kannski sú, að Þorgiís Óttar Mathiesen lék að nýju með liðinu og eru það góð tíðindi. FH-ingar eru því eina ís- lenska liðið sem enn er í Evrópu- keppninni. HAFlV \hfjarðarkirkja '5\v Sunnudagur 7. október. R c Sunnudagaskóli kl. 11.00. v Messa kl. 14.00, altarisganga. ÍR sr. ounnÞóR moAson NYJA B0NST0ÐIN, © 652544 5 TRÖNUHRAUNI2 Viö þvoum og bónum bílinn þinn jafnt utan sem Innan. Einnlg sækjum viö hann og skilum aftur. ATH: DJÚPHREINSUM OG VÉLARÞVOUM. Seljum krómboga og önnumst ásetningu á flestar tegundir bifreiða. Verö frá kr. 8700 Einnig vinsælu kúluteppin á bílsæti. KR.1500 6

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.