Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 04.10.1990, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 04.10.1990, Blaðsíða 1
BONUS býéuý betuy Fjöldauppsagnir hjá Hagviifci: FJflRDnR 22. TBL. 1990-8. ÁRG. FIMMTUDAGINN 4. OKT. VERÐ KR. 70,- BONUS ÓQ bctíiÝ Framkvæmdir við Blönduvirkjun langt á undan áætlun Fjöldauppsagnir hafa staðið yfir hjá Hagvirki h.f. Að sögn Gísla Friðjónssonar, aðstoðarforstjóra, verða starfsmenn fyrirtækisins að óbreyttu orðnir 150 um áramótin frá því að vera 500, en það er fækkun um 350 manns. Ekki voru handbærar tölur hjá fyrirtækinu í gær varð- andi það hversu margir Hafnfirðingar eru í hópnum sem sagt hefur ver- ið upp. Af þessum fjölda eru uppsagnir flestar við Blönduvirkjun, eða um 200 manns að sögn Gísla. Hann sagði uppsagnirnar allar stafa af verkefnaskorti, sem ekki væri óeðlilegt á þessum árstíma. Framkvæmdum Hagvirkis við Blöndu hefur miðað mjög vel. Þegar þeim verður hætt yfir vetrarmánuðina þann 1. nóvem- ber n.k. lætur nærri að aðeins sé unt 10% eftir af heildarfram- kvæmdunum. Umsamin verklok eru ekki fyrr en að ári, þannig að Gísli sagði að létt verk yrði að ljúka þeim næsta vor. Aðspurður um hvort hann teldi að vænta mætti fleiri verkefna, sagði hann, að álverssamningur myndi áreiðanlega þýða að t.d. Reykjavíkurborg vildi hraða framkvæmdum við uppbyggingu byggðar t.d. í Grafarvogi, til að vera betur undirbúin í vor, eða þegar þenslan hæfist í tengslum við slíkar stórframkvæmdir. Að öðru leyti væri erfitt að sjá ný verkefni fyrir. Uppsagnirnar hjá Hagvirki ná yfir alla starfsemina, einnigstarfs- menn á skrifstofum. Gísli sagði að t.d. hefði fyrirtækið sagt upp svo til öllum verkstæðismönnum, þannig að tæki og vélbúnaður yrði ekki endurnýjaður í vetur. Öllum starfsmönnum fyrir- tækisins, bæði þeim sem sagt hef- ur verið upp sem öðrum, hefur verið boðið til töðugjalda þann 26. októbern.k. aðHótel íslandi. Stangaveiði og „sjóræningjanet“ Það hefur verið nokkuð lífleg stangaveiði í smábátahöfninni síðustu daga. Þar hafa menn dregið margan vænan silunginn á land og einnig hafa sést þar laxar. Eins og sjá má á myndinni voru áhugamenn um stangaveiði nokkrir á bryggjunni, en hún var tekin um miðjan dag í gær. Ef myndin er vel skoðuð, má einnig sá að einhverjir viðhafa þarna aðra tegund veiði. Frá bryggj uendanum, þar sem strák- arnir standa og yfir að grjót- hleðslunni sem Ijósmyndarinn stendur á, er strengt fiskinet. Á meðan ljósmyndari stóð þarna við í gær festist myndar- legur fiskur, að sjá u.þ.b. 5-6 punda, í netinu, líklega lax. Ekki kom nokkur maður að vitja um netið á meðan Ijósmyndarinn stóð þarna, vopnaður myndavél. Stákarnir toguðu nokkrum sinn- um í netið og urðu til þess að hjálpa fisknum úr prísundinni. - Net sem þessi hafa, skv. heimild- um Fjarðarpóstsins, gengið und- ir nafninu sjóræningjanet. Heilbrigðisfulltrúi Hafnar- fjarðar sagði, er tíðindamaður leitaði upplýsinga hjá honum, að enginn hætta væri af því að borða fisk veiddan í höfninni. Hann sagði að þó væri vissara að gæta vel að því sem fiskurinn gæti bor- ið með sér heim á eldhúsborð, þ.e. á hreistrinu. Grétar Þorleífsson um kjör Jónu Óskar í stöðu forstöiumanns og ummæli bæjarfuHtma Alþýöuflokksins: Skítkast og staðhæfinqar sem eiga ekki við nein rök að styðjast Grétar Þorleifsson verkalýðs- foringi, formaður húsnæðisnefnd- ar og Alþýðuflokksmaður, „svo lengi sem elstu menn muna“, svo notuð séu hans eigin orð, er ómyrkur í máli í garð meirihluta bæjarstjómar, ■ viðtali við Fjarð- arpóstinn sem birt er í miðopnu blaðsins í dag. Hann segir m.a. að Alþýðuflokkurinn sé að slitna úr tengslum við uppruna sinn og tel- ur bæjarstjóra og ráðherra félags- mála rangtúlka og hagræða mál- um að eigin hentisemi og án allrar skynsemi. Grétar segir m.a. ráðningu Jónu Óskar hreina hefndarráð- stöfun vegna þess að meirihluti nefndarinnar gat ekki sætt sig við þá einhliða kröfu kratanna að Eyjólfur Sæmundsson yrði for- maður. Engin leið hefði verið, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hans, að ná sáttum við bæjar- stjórnarmeirihlutann í því máli. Það kemur og fram í viðtalinu, að málefni húsnæðisnefndar hafi verið mjög svo rangtúlkuð af Al- þýðuflokksmönnum í bæjar- stjórn, svo varla stendur einn bók- stafur eftir réttur. Grétar vísar einnig á bug öllum aðdróttunum um „hræðslubandalag" sitt, Sig- urðar T. og fulltrúa Sjálfstæðis- flokks og Alþýðubandalags í nefndinni. Bæjarstjórinn, ummæli hans og afgreiðsla á málefnum Grétars sem almenns flokksmanns fær einnig umfjöllun og segir hann þar m.a. að persónuleg afstaða bæjar- stjórans til hans sé líklegust ástæða þess að brunamálanefnd hefur enn ekki verið kölluð saman á kjörtímabilinu og sé óstarfhæf. - Sjá miðopnu Gegn ýldupest Bæjaryfirvöldum hafa verið afhentir undirskrift- arlistar frá íbúum Herjólfs- götu og nágrennis þar sem ítrekaðar eru kvartanir sem Fjarðarpósturin hefur greint frá vegna ýldupestar frá fiskvinnslustöð við götuna. Krafist er þess að bæjaryfirvöld sitji ekki að- gerðarlaus í málinu.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.