Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 04.10.1990, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 04.10.1990, Blaðsíða 8
Útnefnt í heiðursráó Krabbameinsfélagsins Á formannafundi Krabbameinsfélagsins sem haldinn var í Hafnar- borg á föstudag voru útnefndir þrír nýjir menn í heiðursráð Krabba- meinsfélags íslands. Fyrir voru í heiðursráðinu forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir, Hjörtur Hjartarson, Ólafur Bjarnason og Gunnlaug- ur Snædal. Þeir sem útnefndir voru á föstudag eru: Davíð Ólafsson, Ottó A. Michelsen og Tómas Árni Jónassyni. Félagar í heiðursráðinu eru á myndinni hér að ofan, ásamt formanni félagsins, Almari Gríms- syni. f /ERÐBRÉFAVIÐSKIPTI ¥ SPARISJÓÐSm .y'KJAVÍKURVEGI 66 - SfMI 651575 Bæjarstjóri Kahria á Mallorca í heimsókn; Vill að Kalvia <>g Hafnar- fjörður verði vinabæir Bæjarstjóri bæjarins Kalvia á Mallorca heimsótti Hafnarfjörð ásamt fylgdarliði í gær. Hann heimsótti m.a. aldraða í félags- starfi í Víðistaðakirkju og færði konunum rauðar spánskar nell- íkur. Við það tækifæri er myndin hér að ofan tekin. Bæjarstjórinn, sem heitir Obrador Movations kynnti Mall- orku fyrir félögum í Félagi ald- raðra. Guðni í Sunnu var með Spánverjunum og þýddi fyrir bæjarstjórann. Hann sagði einn- ig að spánski bæjarstjórinn væri yfir sig hrifinn af Hafnarfirði og ætlaði sér að stuðla að því, að koma á vinabæjartengslum milli bæjanna. Erindi bæjarstjórans var auð- vitað að kynna bæ sinn sem ferðamannabæ. Guðni sagði einnig, að bæjarstjórinn væri einn vinsælasti stjórnmálamaður á Spáni, socialdemókrati sem náð hefði hreinum meirihluta í bæ sínum við síðustu kosningar. Guðni hélt því einnig fram, að hann og bæjarfélagið Kalvia væri svo ríkt að bæjarstjórinn vissi hreinlega ekki hvað hann ætti að gera við alla peningana. Því hefði hann fullan hug á að að- stoða aldraða Hafnfirðinga við að komast í heimsókn til Mall- orku. Óstarfhæf nefnd? Brunamálanefnd hefur enn ekki veríð kölluð saman til fundar eftir kosningar, þannig að hún hefur ekki einu sinni skipt með sér verkum. Grétar Þorleifsson, sem kjörinn var í nefndina af Alþýðuflokknum, spyr í miðopnuviðtali í dag, hvort ástæðan sé sú að nefndin hafi ekkert að gera, eða kannske að einhverjum svíði það að kjósa hann þartil for- mennsku. „Ég bara veit það ekki“, segir hann. - Sjá opnuviðtal. Minnileki Árangur bilanaleitar í dreifikerfi Vatnsveitunnar hefur borið árangur. Komið hefur verið í veg fyrir leka sem nemur um 20 sek. miðað við mælingar á næturrennsli 1989-1990. KRAKKAR LAUS HVERFI Hluti af Setbergshverfi, næst iðnaðarsvæðinu. Þrjú hverfi í Norðurbæ, hverfi í Hraununum við Álfaskeið og eitt í Suðurbæ. Sími651906 Dre'fingarstjóri FJnRDnR pösturtnn Ami HjðHeifs viöutkenndi vanhæfríi til atkvæóagreióslu í eigin máli: Vékafbæjarstjómar- fundi við afgreiðslu Árni Hjörleifsson, bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins, viðurkenndi á síðasta bæjarstjómarfundi vanhæfni sína til að taka þátt í afgreiðslu í eigin máli, þ.e. varðandi breytingar á hæðingarpunktum hússins Eyr- arholt nr 1-3. Vék hann af fundi á rneöan bæjarstjórn afgreiddi fundar- gerð byggingarnefndar varðandi húsið. Árni greiddi aftur á móti sjálf- ur atkvæði vegna sama máls í skipulagsnefnd í sumar. Tildrög þess að Árni vék af dóttur, að gefa Árna orðið. Árni fundi var fyrirspurn frá Magnúsi Jóni Árnasyni, Alþýðubandalagi, er taka skyldi fundargerð bygg- ingarnefndar til afgreiðslu. Hann spurði forseta bæjarstjórnar álits á sveitarstjórnarlögum hvað varð- ar vanhæfni sveitarstjórnarmanna til þátttöku í afgreiðslu eigin mála og vitnaði í greinargerð Björns Friðfinnssonar þar um. Áður en forseta gafst tími til að svara hafði bæjarstjóri hlaupið til Árna og gefið honum fyrirmæli. Hann skipaði síðan settum forseta á fundinum, Valgerði Guðmunds- stóð þá upp og sagðist geta gengið út ef menn vildu. Árni yfirgaf síð- an salinn á meðan atkvæðagreiðsl- an fór fram og var mál Árna af- greitt sérstaklega úr fundargerð- unum. Það var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum, en fundar- gerðin í heild með níu samhljóða atkvæðum. Magnús Jón ítrekaði spurningu sína til forsetans. Hún svaraði þá, að hún gæti fyllilega tekið undir þá ákvörðun Árna að samþykkja það að ganga úr fund- arsalnum. Byggingameistari fær áminningu Bygginganefnd áminnti á fundi nýverið byggingameistara einn í bænum fyrir margítrekuð brot á ákvæðum byggingareglugerðar og er honum bent á að ef um áframhaldandi brot verði að ræða, megi hann búast við að verða sviptur viðkenningu bygginganefndar Hafnafjarðar til að mega hafa umsjón með og bera ábyrgð á byggingaframkvæmdum sem húsasmíðamcistari í Hafnarfirði. Þarna er um að ræða brot á reglugerð hvað varðar þrjár byggingar í bænum, og öll skamkvæmt úttektum á þessu ári. Það kom einng fram á sama fundi byggingarnefndar, að nefndinni hefur borist bréf frá félagsmálaráðuneytinu vegna girðingar á lóða- mörkum í Hvammahverfi. Byggingafulltrúa var falið að svara bréfi ráðuneytisins.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.