Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 04.10.1990, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 04.10.1990, Blaðsíða 3
Útíbússtjóraskipti í íslandsbanka: Jóhann kveður Jóhanni Egilssyni, útibússtjóra Islandsbanka í Hafnarfirði og Garða- bæ, hefur verið falið það verkefni að koma á stofn nýju útibúi íslands- banka við Gullinbrú í Grafarvogi. Hann kveður því Hafnfirðinga eftir 13 og hálft ár í starfi hér, fyrst við Iðnaðarbankann og síðar Islands- banka. Settur útibússtjóri í hans stað er Albert Sveinsson. Tíðindamaður Fjarðarpóstsins heimsótti Jóhann sl. föstudag, en það var síðasti vinnudagur hans í Firðinum. Jóhann sagðist áreið- anlega eiga eftir að sakna Fiafn- arfjarðar og Hafnfirðinga, en hann gæti ekki skorast undan því trausti að byggja upp nýtt og stórt útibú. Jóhann hóf störf í Firðinum árið 1977 og átti því stóran þátt í að byggja upp það atvinnulíf sem nú er hvað öflugast í bænum. A þeim tíma, sem Jóhann kom hingað, versluðu flestir við Spari- sjóðinn. I tíð Jóhanns hafa innlán í Iðnaðarbankanum, síðar ís- landsbanka, stóraukist. Ásamt tíðindamanni Fjarðar- póstsins voru þeir Grétar Þorleifs- son og Sigurður Sigurjónsson, sem þekkja uppbyggingu iðnaðar- ins í bænum hvað best, mættir á staðnum til að kveðja Jóhann og votta honum virðingu sína og þakklæti. Þeir báðu Fjarðarpóst- inn að koma því á framfæri, að það hefði verið iðnaðarmönnum og iðnfyrirtækjum í bænum mikil gæfa að fá Jóhann til starfa. „Það þekktist ekki á þeim tíma, þegar hann kom í bæinn, að bankastjór- ar væru á hlaupum úti í bæ til að ráðleggja mönnum og benda þeim á bestu leiðir til að treysta fjárhag- inn“, sagði Sigurður. „En þetta gerði Jóhann með þeim árangri sem sjá má í Firðinum í dag.“ Fjarðarpósturinn sendir Jó- hanni bestu kveðjur og óskir um velfarnað í nýju starfi. Með góð- fúslegu leyfi vinar hans, Kristjáns Oddssonar, framkvæmdastjóra íslandsbanka í Kringlunni, látum við fylgja með í lokin kveðju til hans, er hann tók áskorun bank- ans um að taka að sér Gullin- brúna: „Mér finnst fara vel á því að frækinn bankakarlinn göfgu nafni gegni sí sem Gullinbrúar-jarlinn" IIHBTLISHUSALOÐIR OG RADHUSALOOIR Til sölu í opnu útboði glæsilegar útsýnislóðir í íbúðabyggðinni SETBERGSHLÍD á Fjárhúsholfi. Útboðsgögn afhent á skrifstofu SH verktaka Stapahrauni 4. Tilboðum skal skila fyrir kl. 16.00 15. október 1990 SH VERKTAKAR Stapahrauni 4, Hafnarfirði, sími 652221 Hjalti Gunnlaugsson spilar Ijúfa tónlist fyrir matargesti fimmtudagskvöld, föstudagskvöld, og laugardagskvöld FÖSTUDAGSKVÖLD: Miðnæturgestur: Siggi Björns LAUGARDAGSKVÖLD: Miðnæturgestir: tveir hressir Gaflarar með gítara SUNNUDAGSKVÖLD: Jón Möller og félagar leika jass. Gestur þeirra: Rúnar Georgsson STRANDGÖTU 55 - HAFNARFIRÐI • SÍMI 651213 Ekki spyrja „Hvað tókstu marga ökutíma?“ Ekki segja „Ég tók ekki... nema. 1 + 1 = 2 HEILBRIGD SKYNSEMI! Segjum frekar „Það þurfa allir að gefa sér góðan tíma í ökunámi!“ HELGARMATSEÐILL 4.-7. OKT. Léttsteikt kjúklingaliftir eða Reykt laxarós með ChantiIIysósu * Sorbet * Léttsteikt gæsabringa með trönuberjasósu eða Sjávarréttagratin A. Hansen * Mandarínuostakaka með rjóma eða Ferskur ananas með hindberjasósu ★ Samtals verð 2.990,- MEIRIHÁTTAR STEMMNING Á LOFTINU ALLA DAGA 651130 A. Hansen s 651130 3

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.